Bóluefnin sem Íslendingar hafa samið um kosta 640 milljónir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. desember 2020 20:40 Glas af bóluefninu BNT162b2 frá Pfizer og BioNTech. epa/BioNTech Belgískur ráðherra hljóp á sig í dag og birti viðkvæmar trúnaðarupplýsingar á Twitter; hvað Evrópusambandið hefur skuldbundið sig til að greiða fyrir þau bóluefni gegn Covid-19 sem það hyggst kaupa. Eva De Bleeker birti verðlistann á samfélagsmiðlinum ásamt upplýsingum um hversu mikið belgísk stjórnvöld hygðust kaupa hverju bóluefni. Tístinu var fljótlega eytt en ekki eftir að einhverjir höfðu tekið skjáskot, að sögn Guardian. Lyfjafyrirtækin voru síður en svo ánægð með uppljóstrunina og talsmaður Pfizer í Belgíu, Hollandi og Lúxemborg sagði trúnað ríkja um verðið samkvæmt samningnum við Evrópusambandið. Samkvæmt listanum er bóluefnið frá AstraZeneca/Oxford ódýrast en bóluefnið frá Moderna dýrast. Þetta var vitað en nákvæmar upplýsingar um verð á skammt gæti eflt samningsstöðu ríkja sem enn hafa ekki lokið viðræðum við lyfjarisana. Verð á skammti: Oxford/AstraZeneca: €1.78 - 279 krónur Johnson & Johnson: $8.50 - 1.090 krónur Sanofi/GSK: €7.56 - 1.187 krónur Pfizer/BioNTech: €12 - 1.883 krónur CureVac: €10 - 1.570 krónur Moderna: $18 - 2.310 krónur Hvað kosta bóluefnin Íslendinga? Samningaviðræður eru ekki hafnar við Sanofi og CureVac en viðræður standa yfir við Moderna. Íslenska ríkið hefur hins vegar svo gott sem tryggt sér 235.000 skammta af bóluefninu frá Johnson & Johnson, 170.000 skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech, og 230.000 skammta af bóluefninu frá Oxford/AstraZeneca. Ef Ísland kaupir bóluefnin frá Evrópusambandinu á kostnaðarverði nemur kostnaðurinn við ofannefnd kaup samtals 640.430.000 krónum. Í fjáraukalögum 2020 er gert ráð fyrir að 900 milljónum verði varið til bóluefnakaupa, bæði fyrir Íslendinga og einnig vegna þróunarsamvinnu. Í greinagerð með lögunum er gert ráð fyrir 550.000 skömmtum til að bólusetja 75% þjóðarinnar, sem var talið að myndu kosta 400 milljónir. Í útreikningum við frumvarpsgerðina var gert ráð fyrir að hver skammtur myndi kosta um fjórar evrur eða 628 krónur. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Bólusetningar Tengdar fréttir Býst við að 60 þúsund skammtar verði komnir í lok mars Heilbrigðisráðherra segir að samkvæmt áætlunum sem nú liggi fyrir komi um þrjú til fjögur þúsund skammtar af bóluefni Pfizer til landsins í hverri viku frá því í lok desember og út mars. Þá verði komnir um 60 þúsund skammtar til landsins. 18. desember 2020 14:26 Engin sannanleg tengsl milli bólusetningarinnar og drómasýki Engin sannanleg tengsl eru milli bólusetningar gegn svínaflensunni og drómasýki, að því er fram kemur í nýju svari Björns Rúnars Lúðvíkssonar, prófessors í ónæmisfræði, á Vísindavefnum. Þeir sem sýktust af H1N1-inflúensuveirunni hafi líklega verið í enn meiri áhættu á að þróa með sér drómasýki en þeir sem voru bólusettir með Pandemrix-bóluefninu. 18. desember 2020 10:48 Pfizer: Engin seinkun á sendingum bóluefna Bandaríski lyfjarisinn Pfizer segir að framleiðsla á bóluefni gegn Covid-19 hafi gengið vel og að engin seinkun hafi orðið á sendingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer sem send er út í kjölfar umræðu í Bandaríkjunum um að vandræði hafi verið með framleiðslu og dreifingu bóluefnis hjá fyrirtækinu. Pfizer segir engum sendingum hafa verið frestað. 18. desember 2020 07:41 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira
Eva De Bleeker birti verðlistann á samfélagsmiðlinum ásamt upplýsingum um hversu mikið belgísk stjórnvöld hygðust kaupa hverju bóluefni. Tístinu var fljótlega eytt en ekki eftir að einhverjir höfðu tekið skjáskot, að sögn Guardian. Lyfjafyrirtækin voru síður en svo ánægð með uppljóstrunina og talsmaður Pfizer í Belgíu, Hollandi og Lúxemborg sagði trúnað ríkja um verðið samkvæmt samningnum við Evrópusambandið. Samkvæmt listanum er bóluefnið frá AstraZeneca/Oxford ódýrast en bóluefnið frá Moderna dýrast. Þetta var vitað en nákvæmar upplýsingar um verð á skammt gæti eflt samningsstöðu ríkja sem enn hafa ekki lokið viðræðum við lyfjarisana. Verð á skammti: Oxford/AstraZeneca: €1.78 - 279 krónur Johnson & Johnson: $8.50 - 1.090 krónur Sanofi/GSK: €7.56 - 1.187 krónur Pfizer/BioNTech: €12 - 1.883 krónur CureVac: €10 - 1.570 krónur Moderna: $18 - 2.310 krónur Hvað kosta bóluefnin Íslendinga? Samningaviðræður eru ekki hafnar við Sanofi og CureVac en viðræður standa yfir við Moderna. Íslenska ríkið hefur hins vegar svo gott sem tryggt sér 235.000 skammta af bóluefninu frá Johnson & Johnson, 170.000 skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech, og 230.000 skammta af bóluefninu frá Oxford/AstraZeneca. Ef Ísland kaupir bóluefnin frá Evrópusambandinu á kostnaðarverði nemur kostnaðurinn við ofannefnd kaup samtals 640.430.000 krónum. Í fjáraukalögum 2020 er gert ráð fyrir að 900 milljónum verði varið til bóluefnakaupa, bæði fyrir Íslendinga og einnig vegna þróunarsamvinnu. Í greinagerð með lögunum er gert ráð fyrir 550.000 skömmtum til að bólusetja 75% þjóðarinnar, sem var talið að myndu kosta 400 milljónir. Í útreikningum við frumvarpsgerðina var gert ráð fyrir að hver skammtur myndi kosta um fjórar evrur eða 628 krónur.
Verð á skammti: Oxford/AstraZeneca: €1.78 - 279 krónur Johnson & Johnson: $8.50 - 1.090 krónur Sanofi/GSK: €7.56 - 1.187 krónur Pfizer/BioNTech: €12 - 1.883 krónur CureVac: €10 - 1.570 krónur Moderna: $18 - 2.310 krónur
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Bólusetningar Tengdar fréttir Býst við að 60 þúsund skammtar verði komnir í lok mars Heilbrigðisráðherra segir að samkvæmt áætlunum sem nú liggi fyrir komi um þrjú til fjögur þúsund skammtar af bóluefni Pfizer til landsins í hverri viku frá því í lok desember og út mars. Þá verði komnir um 60 þúsund skammtar til landsins. 18. desember 2020 14:26 Engin sannanleg tengsl milli bólusetningarinnar og drómasýki Engin sannanleg tengsl eru milli bólusetningar gegn svínaflensunni og drómasýki, að því er fram kemur í nýju svari Björns Rúnars Lúðvíkssonar, prófessors í ónæmisfræði, á Vísindavefnum. Þeir sem sýktust af H1N1-inflúensuveirunni hafi líklega verið í enn meiri áhættu á að þróa með sér drómasýki en þeir sem voru bólusettir með Pandemrix-bóluefninu. 18. desember 2020 10:48 Pfizer: Engin seinkun á sendingum bóluefna Bandaríski lyfjarisinn Pfizer segir að framleiðsla á bóluefni gegn Covid-19 hafi gengið vel og að engin seinkun hafi orðið á sendingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer sem send er út í kjölfar umræðu í Bandaríkjunum um að vandræði hafi verið með framleiðslu og dreifingu bóluefnis hjá fyrirtækinu. Pfizer segir engum sendingum hafa verið frestað. 18. desember 2020 07:41 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira
Býst við að 60 þúsund skammtar verði komnir í lok mars Heilbrigðisráðherra segir að samkvæmt áætlunum sem nú liggi fyrir komi um þrjú til fjögur þúsund skammtar af bóluefni Pfizer til landsins í hverri viku frá því í lok desember og út mars. Þá verði komnir um 60 þúsund skammtar til landsins. 18. desember 2020 14:26
Engin sannanleg tengsl milli bólusetningarinnar og drómasýki Engin sannanleg tengsl eru milli bólusetningar gegn svínaflensunni og drómasýki, að því er fram kemur í nýju svari Björns Rúnars Lúðvíkssonar, prófessors í ónæmisfræði, á Vísindavefnum. Þeir sem sýktust af H1N1-inflúensuveirunni hafi líklega verið í enn meiri áhættu á að þróa með sér drómasýki en þeir sem voru bólusettir með Pandemrix-bóluefninu. 18. desember 2020 10:48
Pfizer: Engin seinkun á sendingum bóluefna Bandaríski lyfjarisinn Pfizer segir að framleiðsla á bóluefni gegn Covid-19 hafi gengið vel og að engin seinkun hafi orðið á sendingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer sem send er út í kjölfar umræðu í Bandaríkjunum um að vandræði hafi verið með framleiðslu og dreifingu bóluefnis hjá fyrirtækinu. Pfizer segir engum sendingum hafa verið frestað. 18. desember 2020 07:41