Ákærðir fyrir að ætla að ræna ríkisstjóra Michigan Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2020 22:23 Kaleb Franks, Brandon Caserta, Adam Dean Fox, Daniel Harris, Barry Croft og Ty Garbin eiga yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsi. AP/Fógeti Kentsýslu Sex bandarískir menn hafa verið formlega ákærðir fyrir að hafa ætlað að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir voru handteknir í október eftir að þeir ræddu sín á milli um að ráðast á sumarhús ríkisstjórans og ræna henni. Þeir eru sagðir hafa verið reiðir og þá meðal annars vegna sóttvarnaaðgerða ráðamanna í Michigan. Einhverjir þeirra tilheyra vopnaðir öfgasveit hægri manna sem kallast Wolverine Watchmen, eða Varðmenn jarfans á íslensku. Það var svokallaður grand jury sem gaf út ákærurnar. Það ferli felur í sér að hópur kviðdómenda fer yfir gögn málsins og ákveður hvort tilefni þykir til að ákæra formlega í tilteknum málum. Samkvæmt Reuters sem vitnar í yfirlýsingu frá ríkissaksóknara Bandaríkjanna, var þetta mikilvægt skref í því að ákæra mennina einnig á alríkisstiginu. Meðal annars töldu einhverjir mannanna að Whitmer væri í raun harðstjóri fyrir að hafa látið loka líkamsræktarstöðvum í Michigan vegna faraldursins. Þeir töluðu um að handsama hana í borgarlegri handtöku og jafnvel taka hana af lífi. Verði þeir fundnir sekir gætu þeir verið dæmdir til í lífstíðarfangelsi. Verjendur mannanna segja þá ekki hafa ætlað að standa við stóru orðin. Samtöl þeirra hafi í raun verið innihaldslaus. Einn lögmannanna sagði í samtali við Reuters að þeir hafi ekki ætlað að ræna Whitmer í alvörunni. Ekkert ráðabrugg hafi verið til staðar. Í ákærunni segir hins vegar að mennirnir hafi fundað í sumar og rætt mannránið. Þeir hafi sömuleiðis haldið skotvopnaæfingar og vaktað sumarhús ríkisstjórans í ágúst og september og kannað hve langt væri í næstu lögreglustöð. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að þeir hafi æft sig í því að ráðast á byggingar í sameiningu. Þá keyptu einhverjir þeirra muni sem átti að nota í ránið, eins og rafbyssu, og fjórir þeirra reyndu að kaupa sprengiefni af manni sem var í raun útsendari Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Mennirnir höfðu rætt það að sprengja brú nærri sumarhúsi Whitmer til að tefja viðbrögð lögreglunnar. Whitmer hefur sakað Donald Trump, fráfarandi forseta, um að hafa alið á sundrung og ofbeldi. Orðræða hans hafi átt þátt í meintum ætlunum þessa manna og öðrum hótunum gagnvart opinberum starfsmönnum Í Bandaríkjunum. Þá hafði Trump lengi gagnrýnt Whitmer fyrir sóttvarnaaðgerðir hennar og nokkrum dögum eftir að mennirnir sex voru handteknir og meint ráðabrugg þeirra gert opinbert, sagði Trump á fjöldafundi að handtaka ætti Whitmer. Hann gagnrýndi Whitmer svo fyrir að hafa ekki þakkað sér persónulega fyrir það að útsendarar FBI hefðu stöðvað ráðabruggið. Bandaríkin Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Þeir eru sagðir hafa verið reiðir og þá meðal annars vegna sóttvarnaaðgerða ráðamanna í Michigan. Einhverjir þeirra tilheyra vopnaðir öfgasveit hægri manna sem kallast Wolverine Watchmen, eða Varðmenn jarfans á íslensku. Það var svokallaður grand jury sem gaf út ákærurnar. Það ferli felur í sér að hópur kviðdómenda fer yfir gögn málsins og ákveður hvort tilefni þykir til að ákæra formlega í tilteknum málum. Samkvæmt Reuters sem vitnar í yfirlýsingu frá ríkissaksóknara Bandaríkjanna, var þetta mikilvægt skref í því að ákæra mennina einnig á alríkisstiginu. Meðal annars töldu einhverjir mannanna að Whitmer væri í raun harðstjóri fyrir að hafa látið loka líkamsræktarstöðvum í Michigan vegna faraldursins. Þeir töluðu um að handsama hana í borgarlegri handtöku og jafnvel taka hana af lífi. Verði þeir fundnir sekir gætu þeir verið dæmdir til í lífstíðarfangelsi. Verjendur mannanna segja þá ekki hafa ætlað að standa við stóru orðin. Samtöl þeirra hafi í raun verið innihaldslaus. Einn lögmannanna sagði í samtali við Reuters að þeir hafi ekki ætlað að ræna Whitmer í alvörunni. Ekkert ráðabrugg hafi verið til staðar. Í ákærunni segir hins vegar að mennirnir hafi fundað í sumar og rætt mannránið. Þeir hafi sömuleiðis haldið skotvopnaæfingar og vaktað sumarhús ríkisstjórans í ágúst og september og kannað hve langt væri í næstu lögreglustöð. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að þeir hafi æft sig í því að ráðast á byggingar í sameiningu. Þá keyptu einhverjir þeirra muni sem átti að nota í ránið, eins og rafbyssu, og fjórir þeirra reyndu að kaupa sprengiefni af manni sem var í raun útsendari Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Mennirnir höfðu rætt það að sprengja brú nærri sumarhúsi Whitmer til að tefja viðbrögð lögreglunnar. Whitmer hefur sakað Donald Trump, fráfarandi forseta, um að hafa alið á sundrung og ofbeldi. Orðræða hans hafi átt þátt í meintum ætlunum þessa manna og öðrum hótunum gagnvart opinberum starfsmönnum Í Bandaríkjunum. Þá hafði Trump lengi gagnrýnt Whitmer fyrir sóttvarnaaðgerðir hennar og nokkrum dögum eftir að mennirnir sex voru handteknir og meint ráðabrugg þeirra gert opinbert, sagði Trump á fjöldafundi að handtaka ætti Whitmer. Hann gagnrýndi Whitmer svo fyrir að hafa ekki þakkað sér persónulega fyrir það að útsendarar FBI hefðu stöðvað ráðabruggið.
Bandaríkin Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira