Einangraði sig í Samherjamálinu, hætti að drekka fyrir fimm árum og hefur kynnst dauðanum of vel Stefán Árni Pálsson skrifar 17. desember 2020 12:30 Helgi Seljan er einn þekktasti fréttamaður landsins en hann fer í gegnum lífshlaupið með Snæbirni Ragnarssyni. Vísir/Vilhelm Helgi Seljan er einn þekktasti fréttamaður landsins og hefur í áraraðir verið einn sá harðasti á því sviði. Helgi ræðir við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk í þrjá og hálfa klukkustund. Helgi hefur fjallað um mjög erfið og flókin mál undanfarin ár og hefur því fengið gríðarlega mikla athygli. Í spjallinu við Snæbjörn fer Helgi um víðan völl og ræðir meðal annars um Samherjamálið. „Þetta var í raun heilt ár sem við vorum í þessu og vorum bara fjórir sem vissu hvað við værum að fara gera,“ segir Helgi Selja og heldur áfram. „Þú gast í rauninni ekki umgengist neinn. Ef þú getur ekki rætt við fólk um vinnuna þína það er í raun eins og banna fólki að reyna brjóta ísinn og tala um veðrið. Þú getur í raun ekki verið týpan sem segir, ég get ekki talað um það. Og þú getur heldur ekki farið að ljúga að fólki, og þá er bara best að hitta ekki neinn og þess vegna einangrar maður sig svolítið mikið.“ Helgi segir að taktík Samherjamanna hafi verið að snúa málinu í þá átt að það snúist um að Helga Seljan sé svo illa við Samherjamenn og þess vegna sé hann að vinna í málinu. „Og ekki um að þeir séu til rannsóknar í fjórum eða fimm löndum, að það séu menn í gæsluvarðhaldi í Namibíu fyrir það eitt að hafa tekið við peningum frá Samherja í skiptum fyrir kvóta sem Samherji fékk. Fólk fer bara í vörn.“ Erfiðara að segja frá en að gera Helgi segir að síðustu mánuðir hafi oft á tíðum verið honum erfiðir. „Það hefur í raun verið þjóðaríþrótt hjá okkur hér á Íslandi og lengi þekkst að það hefur einhvern veginn verið erfiðara að segja frá en gera. Fyrsti viðbrögðin í einhverjum fjölskylduboðum þegar einhver stendur upp og segir, afi er barnaníðingur, er að það verða allir brjálaðir við þann sem segir það.“ Helgi ræðir um fræg YouTube-myndbönd sem Samherji gaf út í ágúst. „Það var alveg svona nýtt. Og ég hef hitt gott fólk eftir þetta og finn að sem betur fer sá fólk svona að stærstum hluta í gegnum þetta þegar að rykið settist og sáu hvað var í gangi. Þú þarft bara að takast á við þetta.“ Helgi lýsir málinu á nokkuð skemmtilegan hátt. „Ég lendi svolítið í því að vera eins og söngvarinn í Creed í augum Samherjamanna. Það hata allir söngvarann í Creed og ég tek svolítið mikið hitann af þessu en ég var svo sannarlega ekki einn að vinna þetta.“ Helgi er alinn upp á Reyðarfirði og segir hann að sjálfsvíg hafi verið algeng þar. „Ég er alinn upp á stað þar sem líkurnar á því að ég komist í gegnum 17-25 ára aldurinn voru bara tíu prósent minni en á næsta bæ og það mótaði þetta samfélag og menn gáfust upp á lífinu í kringum mig. Það er svona raunveruleiki sem ég hef áttað mig á að er svo fjarri hjá mörgum öðrum. Það er ekkert eðlilegt að í næstum því áratug sé hálft þorpið í jarðarför út af því að einhvern ungur maður fyrirfór sér. Ég horfði upp á það að vinir mínir misstu bræður sína eða náfrændur sína. Góður vinur minn og jafnaldri líka. Þetta kom aldrei beint fyrir mig og manni fannst maður ekki mega líða illa, en þá fær maður samviskubit, af hverju slapp ég. Maður fór að hugsa hluti eins og, hefði ekki verið eðlilegra að ég gerði þetta frekar en hann,“ segir Helgi. Snæbjörn og Helgi ræddu saman í yfir þrjár klukkustundir. „Manni finnst svolítið eins og maður hafi ekki mátt gera þetta að sínu því í næsta húsi var eitt tómt herbergi því að einhver unglingur dó og ákvað það sjálfur.“ Fljótur að átta mig á að svo væri ekki Helgi segist hafa verið í vandræðum með áfengi í gegnum tíðina og ákvað fyrir fimm árum að hætta að drekka. Hann segir að það hafi verið ákveðið sorgarferli. „Ég þóttist oft reyna að hætta að drekka og svo gerði ég það loks fyrir fimm árum síðan. Það var í sjálfu sér ekki erfitt en aðallega erfitt að átta sig á því af hverju ég væri ekki löngu búinn að gera þetta. Það var mikið sorgarferli að hætta þessu. Maður var búinn að lifa lífinu eins og þetta væri eitthvað haldreipi fyrir þig, í góðu eða slæmu, þá hefur maður alltaf þetta. Svo þegar þú hættir heldur þú að það séu bara berir veggirnir eftir en sem betur fer var ég fljótur að átta mig á því að svo er ekki.“ Hér að neðan má hlusta á spjallið í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk Samherjaskjölin Fjölmiðlar Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Helgi hefur fjallað um mjög erfið og flókin mál undanfarin ár og hefur því fengið gríðarlega mikla athygli. Í spjallinu við Snæbjörn fer Helgi um víðan völl og ræðir meðal annars um Samherjamálið. „Þetta var í raun heilt ár sem við vorum í þessu og vorum bara fjórir sem vissu hvað við værum að fara gera,“ segir Helgi Selja og heldur áfram. „Þú gast í rauninni ekki umgengist neinn. Ef þú getur ekki rætt við fólk um vinnuna þína það er í raun eins og banna fólki að reyna brjóta ísinn og tala um veðrið. Þú getur í raun ekki verið týpan sem segir, ég get ekki talað um það. Og þú getur heldur ekki farið að ljúga að fólki, og þá er bara best að hitta ekki neinn og þess vegna einangrar maður sig svolítið mikið.“ Helgi segir að taktík Samherjamanna hafi verið að snúa málinu í þá átt að það snúist um að Helga Seljan sé svo illa við Samherjamenn og þess vegna sé hann að vinna í málinu. „Og ekki um að þeir séu til rannsóknar í fjórum eða fimm löndum, að það séu menn í gæsluvarðhaldi í Namibíu fyrir það eitt að hafa tekið við peningum frá Samherja í skiptum fyrir kvóta sem Samherji fékk. Fólk fer bara í vörn.“ Erfiðara að segja frá en að gera Helgi segir að síðustu mánuðir hafi oft á tíðum verið honum erfiðir. „Það hefur í raun verið þjóðaríþrótt hjá okkur hér á Íslandi og lengi þekkst að það hefur einhvern veginn verið erfiðara að segja frá en gera. Fyrsti viðbrögðin í einhverjum fjölskylduboðum þegar einhver stendur upp og segir, afi er barnaníðingur, er að það verða allir brjálaðir við þann sem segir það.“ Helgi ræðir um fræg YouTube-myndbönd sem Samherji gaf út í ágúst. „Það var alveg svona nýtt. Og ég hef hitt gott fólk eftir þetta og finn að sem betur fer sá fólk svona að stærstum hluta í gegnum þetta þegar að rykið settist og sáu hvað var í gangi. Þú þarft bara að takast á við þetta.“ Helgi lýsir málinu á nokkuð skemmtilegan hátt. „Ég lendi svolítið í því að vera eins og söngvarinn í Creed í augum Samherjamanna. Það hata allir söngvarann í Creed og ég tek svolítið mikið hitann af þessu en ég var svo sannarlega ekki einn að vinna þetta.“ Helgi er alinn upp á Reyðarfirði og segir hann að sjálfsvíg hafi verið algeng þar. „Ég er alinn upp á stað þar sem líkurnar á því að ég komist í gegnum 17-25 ára aldurinn voru bara tíu prósent minni en á næsta bæ og það mótaði þetta samfélag og menn gáfust upp á lífinu í kringum mig. Það er svona raunveruleiki sem ég hef áttað mig á að er svo fjarri hjá mörgum öðrum. Það er ekkert eðlilegt að í næstum því áratug sé hálft þorpið í jarðarför út af því að einhvern ungur maður fyrirfór sér. Ég horfði upp á það að vinir mínir misstu bræður sína eða náfrændur sína. Góður vinur minn og jafnaldri líka. Þetta kom aldrei beint fyrir mig og manni fannst maður ekki mega líða illa, en þá fær maður samviskubit, af hverju slapp ég. Maður fór að hugsa hluti eins og, hefði ekki verið eðlilegra að ég gerði þetta frekar en hann,“ segir Helgi. Snæbjörn og Helgi ræddu saman í yfir þrjár klukkustundir. „Manni finnst svolítið eins og maður hafi ekki mátt gera þetta að sínu því í næsta húsi var eitt tómt herbergi því að einhver unglingur dó og ákvað það sjálfur.“ Fljótur að átta mig á að svo væri ekki Helgi segist hafa verið í vandræðum með áfengi í gegnum tíðina og ákvað fyrir fimm árum að hætta að drekka. Hann segir að það hafi verið ákveðið sorgarferli. „Ég þóttist oft reyna að hætta að drekka og svo gerði ég það loks fyrir fimm árum síðan. Það var í sjálfu sér ekki erfitt en aðallega erfitt að átta sig á því af hverju ég væri ekki löngu búinn að gera þetta. Það var mikið sorgarferli að hætta þessu. Maður var búinn að lifa lífinu eins og þetta væri eitthvað haldreipi fyrir þig, í góðu eða slæmu, þá hefur maður alltaf þetta. Svo þegar þú hættir heldur þú að það séu bara berir veggirnir eftir en sem betur fer var ég fljótur að átta mig á því að svo er ekki.“ Hér að neðan má hlusta á spjallið í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk Samherjaskjölin Fjölmiðlar Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira