„Ég tel að okkur hafi mistekist“ Atli Ísleifsson skrifar 17. desember 2020 08:11 Karl Gústaf, konungur Svíþjóðar, segir agalegt að margir hafi ekki fengið tækifæri til að kveðja sína nánustu vegna kórónuveirunnar. Getty Karl Gústaf Svíakonungur telur að Svíum hafi mistekist að standa vörð um líf samborgara sinna á tímum heimsfaraldursins. „Sænska þjóðin hefur þurft að líða stórkostlegar þjáningar við erfiðar aðstæður,“ segir konungurinn. Þetta segir Karl Gústaf í árlegum sjónvarpsþætti, Árið með konungsfjölskyldunni, en brot út þættinum hefur nú verið birt í sænskum fjölmiðlum. „Ég tel að okkur hafi mistekist. Við höfum séð mikinn fjölda láta lífið og það er skelfilegt. Við þjáumst öll vegna þessa,“ segir konungurinn í þættinum. Nærri átta þúsund látnir Framan af faraldrinum fóru Svíar nokkuð aðra leið en flestar aðrar þjóðir í kring og reyndu að halda samfélaginu eins og opnu og hægt var. Var ekki gripið til jafn harðra aðgerða og flestar nágrannaþjóðir ákváðu að gera. Alls eru skráð kórónuveirusmit í landinu nú um 350 þúsund frá upphafi faraldursins og dauðsföllin tæplega átta þúsund. Ekki haft tækifæri til að kveðja sína nánustu Konungurinn segir marga hafa látist af völdum Covid-19 í Svíþjóð og ljóst að margir hafi ekki haft tækifæri til að kveðja sína nánustu. Hann segist harma það mjög. „Maður hugsar um alla þá í fjölskyldum sem hafa lent í því að geta ekki kvatt aðra í fjölskyldu sinni. Ég tel þetta vera þunga reynslu sem valdi áfalli, að geta ekki kvatt almennilega.“ Aðspurður um hvort að hann sé sjálfur hræddur um að smitast af kórónuveirunni segir konungur: „Að undanförnu hefur þetta verið áþreifanlegra og þetta hefur færst nær og nær manni. Þetta er ekki eitthvað sem maður óskar sér.“ Fyrr í mánuðinum var greint frá því að Karl Filippus prins, sonur konungs, og Sofia prinsessa hafi greinst með Covid-19. Svíþjóð Kóngafólk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Karl Gústaf XVI Svíakonungur Tengdar fréttir Sænski prinsinn og Sofía prinsessa með Covid-19 Sænski prinsinn Karl Filippus og Sofía prinsessa, eiginkona hans, hafa greinst með Covid-19. 26. nóvember 2020 08:47 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Þetta segir Karl Gústaf í árlegum sjónvarpsþætti, Árið með konungsfjölskyldunni, en brot út þættinum hefur nú verið birt í sænskum fjölmiðlum. „Ég tel að okkur hafi mistekist. Við höfum séð mikinn fjölda láta lífið og það er skelfilegt. Við þjáumst öll vegna þessa,“ segir konungurinn í þættinum. Nærri átta þúsund látnir Framan af faraldrinum fóru Svíar nokkuð aðra leið en flestar aðrar þjóðir í kring og reyndu að halda samfélaginu eins og opnu og hægt var. Var ekki gripið til jafn harðra aðgerða og flestar nágrannaþjóðir ákváðu að gera. Alls eru skráð kórónuveirusmit í landinu nú um 350 þúsund frá upphafi faraldursins og dauðsföllin tæplega átta þúsund. Ekki haft tækifæri til að kveðja sína nánustu Konungurinn segir marga hafa látist af völdum Covid-19 í Svíþjóð og ljóst að margir hafi ekki haft tækifæri til að kveðja sína nánustu. Hann segist harma það mjög. „Maður hugsar um alla þá í fjölskyldum sem hafa lent í því að geta ekki kvatt aðra í fjölskyldu sinni. Ég tel þetta vera þunga reynslu sem valdi áfalli, að geta ekki kvatt almennilega.“ Aðspurður um hvort að hann sé sjálfur hræddur um að smitast af kórónuveirunni segir konungur: „Að undanförnu hefur þetta verið áþreifanlegra og þetta hefur færst nær og nær manni. Þetta er ekki eitthvað sem maður óskar sér.“ Fyrr í mánuðinum var greint frá því að Karl Filippus prins, sonur konungs, og Sofia prinsessa hafi greinst með Covid-19.
Svíþjóð Kóngafólk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Karl Gústaf XVI Svíakonungur Tengdar fréttir Sænski prinsinn og Sofía prinsessa með Covid-19 Sænski prinsinn Karl Filippus og Sofía prinsessa, eiginkona hans, hafa greinst með Covid-19. 26. nóvember 2020 08:47 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Sænski prinsinn og Sofía prinsessa með Covid-19 Sænski prinsinn Karl Filippus og Sofía prinsessa, eiginkona hans, hafa greinst með Covid-19. 26. nóvember 2020 08:47