Ætla að herða eftirlit með sóttvörnum á Keflavíkurflugvelli Samúel Karl Ólason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 16. desember 2020 19:10 Lögreglan á Keflavíkurflugvelli ætlar að herða eftirlit með sóttvörnum. Til greina kemur að sekta fólk fyrir að brjóta gegn sóttvarnareglum varðandi það að sækja vini og vandamenn á flugvöllinn. Fyrr í dag var sagt frá því að nokkuð hafi borið á því að farþegar sem hafi komið til landsins með flugi síðustu daga, hafi verið sóttir á Keflavíkurflugvöll og þá þvert á tilmæli yfirvalda. Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra sagði í samtali við Vísi að almannavarnir hafi heyrt af slíkum málum. Mælt sé með því að fólk sé ekki sótt á flugvöllinn en ferðalangar eru í sóttkví að minnsta kosti fram að seinni skimun við komuna til landsins. Rætt var við nokkra á flugvellinum í dag sem höfðu lagt leið sína þangað til að sækja einhverja sem voru að fljúga til landsins. Þar virtist fólk meðvitað um sóttvarnarreglur og viðmið. Leigubílstjóri sem hefur fylgst með á flugvellinum dregur þó verulega í efa að reglum hafi verið fylgt og að allir þeir sem hafi sótt fólk og keyrt með þeim til byggða muni fara í sóttkví. Elma Cates var mætt til að sækja barnabörn sín og hún sagði að allir færu saman í sóttkví eftir á. Það væri þess virði að fá börnin heim yfir jólin. Þorgerður Gylfadóttir greip til ráðstafana og kom með aukabíl til að sækja dóttur sína og tengdason. Þá var búið að koma þeim fyrir í annarri íbúð þar sem þau gætu verið í sóttkví. Edith Louise Carlson, leigubílstjóri, sagði marga hafa verið sótta á einkabílum og hún hefði ekki trú á því að allt það fólk færi í sóttkví. Þá hefðu margir verið að faðmast. Fólk að kyssast og knúsast Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, sagðist hafa áhyggjur af stöðunni. Enn og aftur væri fólk að sækja vini og vandamenn á flugvöllinn, þrátt fyrir að margsinnis væri búið að benda fólki á að gera það ekki. Fólk væri „jafnvel að kyssast og knúsast og taka af sér grímurnar,“ eins og Sigurgeir orðaði það. Hann sagði fjórar leiðir í boði fyrir fólk. Bílaleigubíl, flugrútu, leigubílar eða þá að skilja eftir bíla fyrir þá sem séu að koma til landsins erlendis frá. Hann sagði að eftirlit með þessu yrði hert en vildi ekki segja til um hvort fólk gæti átt von á sektum. Sigurgeir segði að alltaf væri reynt að fara hina leiðina en það væri ekki útilokað að sekta fólk. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Fyrr í dag var sagt frá því að nokkuð hafi borið á því að farþegar sem hafi komið til landsins með flugi síðustu daga, hafi verið sóttir á Keflavíkurflugvöll og þá þvert á tilmæli yfirvalda. Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra sagði í samtali við Vísi að almannavarnir hafi heyrt af slíkum málum. Mælt sé með því að fólk sé ekki sótt á flugvöllinn en ferðalangar eru í sóttkví að minnsta kosti fram að seinni skimun við komuna til landsins. Rætt var við nokkra á flugvellinum í dag sem höfðu lagt leið sína þangað til að sækja einhverja sem voru að fljúga til landsins. Þar virtist fólk meðvitað um sóttvarnarreglur og viðmið. Leigubílstjóri sem hefur fylgst með á flugvellinum dregur þó verulega í efa að reglum hafi verið fylgt og að allir þeir sem hafi sótt fólk og keyrt með þeim til byggða muni fara í sóttkví. Elma Cates var mætt til að sækja barnabörn sín og hún sagði að allir færu saman í sóttkví eftir á. Það væri þess virði að fá börnin heim yfir jólin. Þorgerður Gylfadóttir greip til ráðstafana og kom með aukabíl til að sækja dóttur sína og tengdason. Þá var búið að koma þeim fyrir í annarri íbúð þar sem þau gætu verið í sóttkví. Edith Louise Carlson, leigubílstjóri, sagði marga hafa verið sótta á einkabílum og hún hefði ekki trú á því að allt það fólk færi í sóttkví. Þá hefðu margir verið að faðmast. Fólk að kyssast og knúsast Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, sagðist hafa áhyggjur af stöðunni. Enn og aftur væri fólk að sækja vini og vandamenn á flugvöllinn, þrátt fyrir að margsinnis væri búið að benda fólki á að gera það ekki. Fólk væri „jafnvel að kyssast og knúsast og taka af sér grímurnar,“ eins og Sigurgeir orðaði það. Hann sagði fjórar leiðir í boði fyrir fólk. Bílaleigubíl, flugrútu, leigubílar eða þá að skilja eftir bíla fyrir þá sem séu að koma til landsins erlendis frá. Hann sagði að eftirlit með þessu yrði hert en vildi ekki segja til um hvort fólk gæti átt von á sektum. Sigurgeir segði að alltaf væri reynt að fara hina leiðina en það væri ekki útilokað að sekta fólk.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira