Þann 2. desember barst lögreglu ábending um manninn og var hann handtekinn sama dag. Manninum var sleppt að lokinni skýrslutöku en við húsleit heima hjá manninum fannst myndefni sem inniheldur barnaníð og er talið að hluti þess hafi verið framleitt hér á landi. Lagt var hald á einhverja muni af heimili mannsins og eru þeir nú í rannsókn.
Ekki var talin ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum og ekki er talið að hann hafi brotið gegn fleiri börnum samkvæmt frétt RÚV.
Þá kemur fram að bæði skólayfirvöld og bæjaryfirvöld í því bæjarfélagi sem maðurinn starfar í hafi verið upplýstir um málið. Þó hafi foreldrar barna í skólanum ekki verið látnir vita af málinu þar sem ekki er talið að hann hafi brotið gegn öðrum börnum.