Lítt dulbúinn ríkisstyrkur til fyrirtækis í samkeppnisrekstri Bjarni Thoroddsen, Eiríkur Ormur Víglundsson og Eiríkur S. Jóhannsson skrifa 15. desember 2020 08:00 Við aðra umræðu fjárlagafrumvarpsins var samþykkt breyting á frumvarpinu sem felur í sér 350 milljóna króna fjárframlag til uppbyggingar varnargarða í Njarðvíkurhöfn. Um er ræða óþarfan og lítt dulbúinn ríkisstyrk til eins fyrirtækis, Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, sem skapar hættulegt fordæmi. Þingmenn virðast ekki gera sér grein fyrir hvaða áhrif svona inngrip ríkisvaldsins getur haft fyrir samkeppni á markaði fyrir skipaþjónustu í landinu. Nokkuð hefur verið fjallað í fjölmiðlum um áform um uppbyggingu skipaþjónustuklasa í Njarðvík. Fyrr á þessu ári var undirrituð viljayfirlýsing um verkefnið af fulltrúum Reykjaneshafnar, Reykjanesbæjar og Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, sem á frumkvæði að málinu. Í þessum skipaþjónustuklasa verður yfirbyggð skipakví sem Skipasmíðastöð Njarðvíkur hyggst reisa. Frumforsenda þess að áformin nái fram að ganga er að ríkissjóður fjármagni uppbyggingu sjóvarnargarða í Njarðvíkurhöfn. Í umræðu um þetta mál hefur ekkert verið minnst á þá staðreynd að áðurnefnt fyrirtæki er eitt af mörgum fyrirtækjum starfandi í þessari grein á landinu. Öll þessi fyrirtæki eru í eigu einkaaðila. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis gerði breytingartillögu við frumvarp til fjárlaga um 350 milljóna króna fjárframlag ríkissjóðs til Hafnabótasjóðs til að fjármagna „umfangsmiklar framkvæmdir í Njarðvíkurhöfn sem hafa verið undirbúningi“. Síðar í meirihlutaáliti fjárlaganefndar segir að tilgangurinn sé atvinnuþróun. Tillagan kemur beint frá meirihluta fjárlaganefndar og virðist eiga sér rætur í málafylgju sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum og forsvarsmanna áðurnefnds fyrirtækis. Þannig kom tillagan ekki frá skrifstofu samgöngumála í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu eins og er venjan þegar þessi málaflokkur er annars vegar. Frumvarp til fjárlaga var svo samþykkt í þessari mynd að lokinni annarri umræðu um frumvarpið síðastliðinn föstudag. Ríkisvaldið rænir starfsmenn annara fyrirtækja stöfum sínum Hafnabótasjóður veitir ríkisstyrki til hafnargerðar á grundvelli hafnalaga en samkvæmt lögunum er heimilt að veita framlög úr ríkissjóði til þeirra verkefna á sviði hafnargerðar sem mælt er fyrir um í lögunum. Þar er m.a. kveðið á um nýframkvæmdir við skjólgarða og brimvarnir. Skilyrði fyrir úthlutun styrkja úr ríkissjóði eru meðal annars að um sé að ræða „framkvæmd sem hefur mikla þýðingu fyrir almannahagsmuni á viðkomandi stað“ og að „framlag ríkissjóðs raski ekki ótilhlýðilega samkeppni milli hafna samkvæmt ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.“ Framlag ríkisins til uppbyggingar í Njarðvíkurhöfn er eingöngu til þess að liðka fyrir skipaþjónustuklasanum sem áður er getið og er forsenda þess að Skipasmíðastöð Njarðvíkur geti reist yfirbyggða skipakví á staðnum. Hvaða þýðingu hefur það fyrir almannahagsmuni að áform þessa fyrirtækis verði að veruleika? Það nægir ekki að framkvæmdin leiði til fjölgunar starfa til að skilyrði laganna séu uppfyllt. Þetta framlag til Hafnabótasjóðs vegna framkvæmda í Njarðvíkurhöfn er í reynd lítt dulbúinn ríkisstyrkur til þessa eina fyrirtækis, Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur. Að framansögðu virtu er vandséð að framkvæmdin uppfylli skilyrði hafnalaga sem gerir þessa fjárveitingu til Hafnabótasjóðs enn einkennilegri. Hér er verið að veita 350 milljónir króna til verkefnis sem að öllum líkindum gengur í berhögg við almenn jafnræðissjónarmið hér innanlands, svo ekki sé minnst á ríkisstyrkjareglur Evrópusambandsins og þar með ákvæði EES-samningsins. Svo virðist sem breytingartillaga meirihluta fjárlaganefndar sé algjörlega vanhugsuð enda virðast þingmennirnir sem að henni standa ekkert hafa hugleitt hvaða áhrif svona ríkisframlag hefur á frjálsa samkeppni í landinu. Það er ekkert sem mælir sérstaklega með því að ríkið styrki skipaþjónustu í Njarðvík enda eru einkafyrirtæki, t.d. í Reykjavík, á Akureyri og í Hafnarfirði, sem sinna slíkri þjónustu. Þarna er verið að hygla einu fyrirtæki, Skipasmíðastöð Njarðvíkur, á kostnað annarra fyrirtækja í sömu atvinnugrein. Við vitum ekki hvort þingmenn Reykjavíkur-kjördæmanna, Norðausturkjördæmis og Suðvesturkjördæmis geri sér grein fyrir hvaða afleiðingar þetta gæti haft fyrir störf í þessum kjördæmum hjá fyrirtækjum í skipaþjónustu vegna röskunar á samkeppni. Í raun og veru eru þingmenn að senda starfsmönnum fyrirtækja okkar þau skilaboð að þeir vilji leggja sitt af mörkum til að afleggja störf þeirra á starfstöðvum okkar. Meirihluti fjárlaganefndar vill því stuðla að því að starfsmenn okkar verði rændir störfum sínum og þau flutt annað. Við hvetjum alþingismenn til að falla frá þessari breytingartillögu fyrir þriðju umræðu fjárlagafrumvarpsins og hætta við 350 milljóna króna framlag til Hafnabótasjóðs vegna uppbyggingar í Njarðvíkurhöfn. Hér er um að ræða ríkisstyrk og þar með óeðlilegt inngrip ríkisvaldsins inn í frjálsa samkeppni á markaði fyrir þjónustu, viðgerðir og viðhald skipa. Á engan hátt er óeðlilegt að fyrirtækið sem mun njóta þessa ríkisstyrks leggi sjálft út fjármuni vegna eigin uppbyggingar. Höfundar eru Eiríkur S. Jóhannsson framkvæmdastjóri Slippsins Akureyri ehf., Bjarni Thoroddsen framkvæmdastjóri Stálsmiðjunnar-Framtaks ehf. og Eiríkur Ormur Víglundsson framkvæmdastjóri Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Samkeppnismál Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Við aðra umræðu fjárlagafrumvarpsins var samþykkt breyting á frumvarpinu sem felur í sér 350 milljóna króna fjárframlag til uppbyggingar varnargarða í Njarðvíkurhöfn. Um er ræða óþarfan og lítt dulbúinn ríkisstyrk til eins fyrirtækis, Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, sem skapar hættulegt fordæmi. Þingmenn virðast ekki gera sér grein fyrir hvaða áhrif svona inngrip ríkisvaldsins getur haft fyrir samkeppni á markaði fyrir skipaþjónustu í landinu. Nokkuð hefur verið fjallað í fjölmiðlum um áform um uppbyggingu skipaþjónustuklasa í Njarðvík. Fyrr á þessu ári var undirrituð viljayfirlýsing um verkefnið af fulltrúum Reykjaneshafnar, Reykjanesbæjar og Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, sem á frumkvæði að málinu. Í þessum skipaþjónustuklasa verður yfirbyggð skipakví sem Skipasmíðastöð Njarðvíkur hyggst reisa. Frumforsenda þess að áformin nái fram að ganga er að ríkissjóður fjármagni uppbyggingu sjóvarnargarða í Njarðvíkurhöfn. Í umræðu um þetta mál hefur ekkert verið minnst á þá staðreynd að áðurnefnt fyrirtæki er eitt af mörgum fyrirtækjum starfandi í þessari grein á landinu. Öll þessi fyrirtæki eru í eigu einkaaðila. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis gerði breytingartillögu við frumvarp til fjárlaga um 350 milljóna króna fjárframlag ríkissjóðs til Hafnabótasjóðs til að fjármagna „umfangsmiklar framkvæmdir í Njarðvíkurhöfn sem hafa verið undirbúningi“. Síðar í meirihlutaáliti fjárlaganefndar segir að tilgangurinn sé atvinnuþróun. Tillagan kemur beint frá meirihluta fjárlaganefndar og virðist eiga sér rætur í málafylgju sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum og forsvarsmanna áðurnefnds fyrirtækis. Þannig kom tillagan ekki frá skrifstofu samgöngumála í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu eins og er venjan þegar þessi málaflokkur er annars vegar. Frumvarp til fjárlaga var svo samþykkt í þessari mynd að lokinni annarri umræðu um frumvarpið síðastliðinn föstudag. Ríkisvaldið rænir starfsmenn annara fyrirtækja stöfum sínum Hafnabótasjóður veitir ríkisstyrki til hafnargerðar á grundvelli hafnalaga en samkvæmt lögunum er heimilt að veita framlög úr ríkissjóði til þeirra verkefna á sviði hafnargerðar sem mælt er fyrir um í lögunum. Þar er m.a. kveðið á um nýframkvæmdir við skjólgarða og brimvarnir. Skilyrði fyrir úthlutun styrkja úr ríkissjóði eru meðal annars að um sé að ræða „framkvæmd sem hefur mikla þýðingu fyrir almannahagsmuni á viðkomandi stað“ og að „framlag ríkissjóðs raski ekki ótilhlýðilega samkeppni milli hafna samkvæmt ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.“ Framlag ríkisins til uppbyggingar í Njarðvíkurhöfn er eingöngu til þess að liðka fyrir skipaþjónustuklasanum sem áður er getið og er forsenda þess að Skipasmíðastöð Njarðvíkur geti reist yfirbyggða skipakví á staðnum. Hvaða þýðingu hefur það fyrir almannahagsmuni að áform þessa fyrirtækis verði að veruleika? Það nægir ekki að framkvæmdin leiði til fjölgunar starfa til að skilyrði laganna séu uppfyllt. Þetta framlag til Hafnabótasjóðs vegna framkvæmda í Njarðvíkurhöfn er í reynd lítt dulbúinn ríkisstyrkur til þessa eina fyrirtækis, Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur. Að framansögðu virtu er vandséð að framkvæmdin uppfylli skilyrði hafnalaga sem gerir þessa fjárveitingu til Hafnabótasjóðs enn einkennilegri. Hér er verið að veita 350 milljónir króna til verkefnis sem að öllum líkindum gengur í berhögg við almenn jafnræðissjónarmið hér innanlands, svo ekki sé minnst á ríkisstyrkjareglur Evrópusambandsins og þar með ákvæði EES-samningsins. Svo virðist sem breytingartillaga meirihluta fjárlaganefndar sé algjörlega vanhugsuð enda virðast þingmennirnir sem að henni standa ekkert hafa hugleitt hvaða áhrif svona ríkisframlag hefur á frjálsa samkeppni í landinu. Það er ekkert sem mælir sérstaklega með því að ríkið styrki skipaþjónustu í Njarðvík enda eru einkafyrirtæki, t.d. í Reykjavík, á Akureyri og í Hafnarfirði, sem sinna slíkri þjónustu. Þarna er verið að hygla einu fyrirtæki, Skipasmíðastöð Njarðvíkur, á kostnað annarra fyrirtækja í sömu atvinnugrein. Við vitum ekki hvort þingmenn Reykjavíkur-kjördæmanna, Norðausturkjördæmis og Suðvesturkjördæmis geri sér grein fyrir hvaða afleiðingar þetta gæti haft fyrir störf í þessum kjördæmum hjá fyrirtækjum í skipaþjónustu vegna röskunar á samkeppni. Í raun og veru eru þingmenn að senda starfsmönnum fyrirtækja okkar þau skilaboð að þeir vilji leggja sitt af mörkum til að afleggja störf þeirra á starfstöðvum okkar. Meirihluti fjárlaganefndar vill því stuðla að því að starfsmenn okkar verði rændir störfum sínum og þau flutt annað. Við hvetjum alþingismenn til að falla frá þessari breytingartillögu fyrir þriðju umræðu fjárlagafrumvarpsins og hætta við 350 milljóna króna framlag til Hafnabótasjóðs vegna uppbyggingar í Njarðvíkurhöfn. Hér er um að ræða ríkisstyrk og þar með óeðlilegt inngrip ríkisvaldsins inn í frjálsa samkeppni á markaði fyrir þjónustu, viðgerðir og viðhald skipa. Á engan hátt er óeðlilegt að fyrirtækið sem mun njóta þessa ríkisstyrks leggi sjálft út fjármuni vegna eigin uppbyggingar. Höfundar eru Eiríkur S. Jóhannsson framkvæmdastjóri Slippsins Akureyri ehf., Bjarni Thoroddsen framkvæmdastjóri Stálsmiðjunnar-Framtaks ehf. og Eiríkur Ormur Víglundsson framkvæmdastjóri Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun