Aukin hætta á þunglyndi og áfallastreitu hjá þeim sem hafa greinst með Covid-19 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2020 09:53 Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, fer fyrir rannsókninni. Vísir/Vilhelm Frumniðurstöður rannsóknarinnar Líðan þjóðar á tímum Covid-19 sýna að þeir einstaklingar sem hafa greinst með sjúkdóminn eru eftir veikindi sín í aukinni áhættu á að sýna einkenni þunglyndis og áfallastreitu. Þetta á sérstaklega við um þau sem urðu alvarlega veik af sjúkdómnum. Þá eiga svipaðar vísbendingar við þau sem hafa verið í sóttkví eða eiga ættingja sem hafa greinst með Covid-19. Fjallað er um þessar fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar á vef Háskóla Íslands í dag og þá verður Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og sem fer fyrir rannsóknarhópnum, gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Markmið rannsóknarinnar er að afla víðtækrar þekkingar á áhrifum kórónuveirufaraldursins á líðan og lífsgæði landsmanna. Alls skráðu 23 þúsund manns sig til þátttöku í rannsókninni í vor og sumar, þar af um 400 einstaklingar sem greinst hafa með COVID-19. Síðna þá hafa vísindamennirnir unnið að því að greina gögnin og þá sérstaklega beint sjónum sínum að mögulegum áhættuhópum. Frumniðurstöðurnar benda til þess að einstaklingar sem hafa beinlínis komist í snertingu við faraldurinn sýni merki um neikvæð áhrif á geðheilsu. „Þær sýna að einstaklingar sem hafa greinst með COVID-19 eru eftir veikindi sín í aukinni áhættu á að sýna einkenni þunglyndis og áfallastreitu, sérstaklega þau sem urðu verulega veik af sjúkdómnum. Þá eru vísbendingar um neikvæð andleg einkenni meðal einstaklinga sem hafa verið í sóttkví eða eiga ættingja sem hafa greinst með COVID-19,“ segir Unnur Anna á vef HÍ. Hún segir að enn sem komið er séu ekki sterkar vísbendingar um víðtæk slæm áhrif á geðheilbrigði þjóðarinnar vegna faraldursins og/eða sóttvarnaaðgerða yfirvalda. Hins vegar séu dæmi um slíkt erlendis frá þar sem faraldurinn hafi farið úr böndunum. „Við höfum hingað til komist hjá því að missa alveg tök á faraldrinum og neikvæð áhrif á geðheilbrigði virðast því fyrst og fremst koma fram í áhættuhópum, til dæmis meðal þeirra sem verið hafa útsett fyrir smiti innan fjölskyldunnar. Þá eru einnig merki um að einstaklingar sem hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi í faraldrinum séu í aukinni hættu á vanlíðan,“ segir Unnur. Nánar má lesa um málið á vef Háskóla Íslands. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Þá eiga svipaðar vísbendingar við þau sem hafa verið í sóttkví eða eiga ættingja sem hafa greinst með Covid-19. Fjallað er um þessar fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar á vef Háskóla Íslands í dag og þá verður Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og sem fer fyrir rannsóknarhópnum, gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Markmið rannsóknarinnar er að afla víðtækrar þekkingar á áhrifum kórónuveirufaraldursins á líðan og lífsgæði landsmanna. Alls skráðu 23 þúsund manns sig til þátttöku í rannsókninni í vor og sumar, þar af um 400 einstaklingar sem greinst hafa með COVID-19. Síðna þá hafa vísindamennirnir unnið að því að greina gögnin og þá sérstaklega beint sjónum sínum að mögulegum áhættuhópum. Frumniðurstöðurnar benda til þess að einstaklingar sem hafa beinlínis komist í snertingu við faraldurinn sýni merki um neikvæð áhrif á geðheilsu. „Þær sýna að einstaklingar sem hafa greinst með COVID-19 eru eftir veikindi sín í aukinni áhættu á að sýna einkenni þunglyndis og áfallastreitu, sérstaklega þau sem urðu verulega veik af sjúkdómnum. Þá eru vísbendingar um neikvæð andleg einkenni meðal einstaklinga sem hafa verið í sóttkví eða eiga ættingja sem hafa greinst með COVID-19,“ segir Unnur Anna á vef HÍ. Hún segir að enn sem komið er séu ekki sterkar vísbendingar um víðtæk slæm áhrif á geðheilbrigði þjóðarinnar vegna faraldursins og/eða sóttvarnaaðgerða yfirvalda. Hins vegar séu dæmi um slíkt erlendis frá þar sem faraldurinn hafi farið úr böndunum. „Við höfum hingað til komist hjá því að missa alveg tök á faraldrinum og neikvæð áhrif á geðheilbrigði virðast því fyrst og fremst koma fram í áhættuhópum, til dæmis meðal þeirra sem verið hafa útsett fyrir smiti innan fjölskyldunnar. Þá eru einnig merki um að einstaklingar sem hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi í faraldrinum séu í aukinni hættu á vanlíðan,“ segir Unnur. Nánar má lesa um málið á vef Háskóla Íslands.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira