Pride hlaut þrenn Grammy-verðlaun á ferli sínum og hlaut jafnframt heiðursverðlaun Grammy árið 2017. Þótt Pride hafi ekki verið fyrsti kántrísöngvarinn sem var dökkur á hörund varð hann fljótt ein fyrsta kántrístjarnan úr röðum svartra í Bandaríkjunum.
Meðal þeirra sem hafa minnst Charley Pride í dag er söngkonan Dolly Partaon. „Ég er svo sorgmædd yfir því að einn af mínum kærustu og elstu vinum, Charley Pride, sé fallinn frá. Það er jafnvel verra að hann lést úr covid-19. En hryllilegur, hryllilegur vírus,“ skrifar Parton á Twitter.
I m so heartbroken that one of my dearest and oldest friends, Charley Pride, has passed away. It s even worse to know that he passed away from COVID-19. What a horrible, horrible virus. Charley, we will always love you. (1/2)
— Dolly Parton (@DollyParton) December 12, 2020
Árið 2000 varð Pride annar kántrísöngvarinn úr röðum svartra til að fá nafn sitt á „Country Music Hall of Fame.“