„Alvarlegt hvernig farið er með Landspítalann“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. desember 2020 15:45 Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir alvarlegt að gerð sé aðhaldskrafa á heilbrigðisstofnanir nú á tímum heimsfaraldurs kórónuveiru. Formaður fjárlaganefndar segir að krónutölur þurfi að skoða í stærra samhengi hvað varðar aðhaldskröfur á Landspítalann. Hann vill að því verði hætt að setja almennar aðhaldskröfur og vill að tekin verði upp ný aðferðafræði í staðinn. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, skiptust á skoðunum um fjárlagafrumvarpið í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Gert er ráð fyrir að ríkissjóður verði rekinn með nokkur hundruð milljarða halla á næstu árum. Aðspurð sagðist Oddný ekki vera á þeirri skoðun að öllum þessum fjármunum yrði varið þangað sem þörfin sé mest. „Nei því miður þá er það ekki í öllum tilfellum, auðvitað eru margar ágætar tillögur þarna innan um og við í Samfylkingunni samþykktum mjög margar tillögur meirihluta nefndarinnar,“ sagði Oddný. Nefndi hún sem dæmi fjármagn sem ætlað er til fjölgunar hjúkrunarrýma og viðbótarfjármagn sem ætlað er inn í framhaldsskólakerfið. „Það sem er hins vegar alvarlegt er hvernig farið er með Landspítalann og að aðhaldskrafa sé gerð á heilbrigðiskerfið í stöðunni sem við erum í,“ sagði Oddný. „Aðhaldskrafan er um tveir milljarðar á kerfið í heild, ég held að það séu 400 milljónir á Landspítalann sjálfan og Landspítalinn þarf síðan að glíma við uppsafnaðan halla upp á fjóra milljarða. Og stjórnarliðar virðast ekki ætla að hreyfa sig í þessu,“ sagði Oddný. Ekki megi í sífellu benda á allt fjármagnið sem varið sé í byggingu nýs Landspítala. „Milljónirnar í ný verkefni og betri þjónustu eru örfáar,“ bætti Oddný við. Hún hafi jafnframt áhyggjur af stöðu atvinnulausra og þeirra sem þurfi á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga að halda. Vill hætta almennum aðhaldskröfum „Ég held að hrærigrauturinn sé aðallega út af umræðunni. Nú erum við með lög um opinber fjármál sem eru býsna skír. Ef að stofnun fer umfram fjárheimildir þá skal sá halli sem myndast, eða afgangur, flytjast á milli ára eins og í dæmi Landspítalans,“ sagði Willum. „Þar að auki sé almenn aðhaldskrafa sem er 0,5 prósent og við getum haft allar skoðanir á því hvort það sé skynsamlegt að vera með almenna aðhaldskröfu í kerfinu eður ei. Mitt mat er að við ættum að fara út í allt aðra aðferðafræði,“ sagði Willum. Aðhaldskrafan feli í sér að stjórnendur þurfi að leita að möguleikum til hagræðingar í kerfinu, án þess að það komi niður á þjónustu. Willum Þór Þórsson er formaður fjárlaganefndar.vísir „Fjárhæðirnar sem við erum að tala um í þessu samhengi eiga ekki að rugla svona umræðuna. 400 milljónir eru þessi hagræðing á móti 80 milljörðum sem spítalinn er með í sínum rekstri,“ sagði Willum og ítrekaði að þessi 400 milljóna aðhaldskrafa eigi ekki að skila sér í lakari þjónustu. „Ég var svona að vona að eftir því sem árin liðu að við gætum náð þessari umræðu niður í eitthvert eðlilegt horf,“ segir Willum. „Þessi halli sem við erum að tala um, þetta er um 1% af heildarumfanginu sem hefur safnast upp á einhverjum þremur árum.“ „Það er skilningur allra að þessi halli er bara innan sviga og til hliðar,“ sagði Willum. Um sé að ræða „bókhaldsstærð“ sem ekki eigi að koma niður á þjónustu og ekki verði dregin af þeim fjármunum sem renna til spítalans til að mæta kostnaði vegna kórónuveirufaraldursins. Í faraldrinum hafi áherslan hafa verið að bregðast við honum og sá kostnaður sem fallið hafi til sökum þessa hafi verið bættur upp með um sex milljörðum í fjáraukalögum. „Ég er fylgjandi því til framtíðar að við förum að hætta svona almennu aðhaldi inn í kerfinu. Við eigum bara að segja, kalla þetta endurmat útgjalda. Sú aðferðafræði er í vinnslu og þá geta menn bara lagst yfir sinn rekstur, sem að þekkja hann miklu betur en við sem erum um þetta að fjalla, sem eru stofnuninni alla daga, og þeir segja við getum gert þetta svona og hagrætt á þessu sviði, án þess að það komi niður á þjónustunni,“ sagði Willum. Jón Steindór Valdimarsson er þingmaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í fjárlaganefnd.visir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í fjárlaganefnd segir ýmislegt gott að finna í fjárlagafrumvarpinu þótt annað mætti betur fara að hans mati. „Ríkisstjórnin er svo sem ekkert öfundsverð af þeirri stöðu sem uppi er, en það er margt í þessu frumvarpi sem er gott, skárra væri það nú,“ sagði Jón Steindór. Viðreisn hafi stutt margar ef ekki flestar aðgerðir sem gripið hafi verið til. „En það þýðir ekki það að það sé ekki ýmislegt þarna að okkar mati sem að hefði mátt betur fara.“ Til dæmis hafi Viðreisn lagt fram eigin tillögur sem lutu að atvinnuleysi, tillögu um að koma til móts við sveitarfélög vegna félagsþjónustu og þá kveðst hann undrandi yfir því að ekki sé gert ráð fyrir neinu nýju fjármagni til að mæta kostnaði sem ný lög, sem kveða á um að sálfræðiþjónusta falli undir sjúkratryggingar, hafi í för með sér. Síðari hluta viðtalsins á Sprengisandi má heyra í spilaranum hér að neðan. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sprengisandur Alþingi Fjárlagafrumvarp 2021 Heilbrigðismál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, skiptust á skoðunum um fjárlagafrumvarpið í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Gert er ráð fyrir að ríkissjóður verði rekinn með nokkur hundruð milljarða halla á næstu árum. Aðspurð sagðist Oddný ekki vera á þeirri skoðun að öllum þessum fjármunum yrði varið þangað sem þörfin sé mest. „Nei því miður þá er það ekki í öllum tilfellum, auðvitað eru margar ágætar tillögur þarna innan um og við í Samfylkingunni samþykktum mjög margar tillögur meirihluta nefndarinnar,“ sagði Oddný. Nefndi hún sem dæmi fjármagn sem ætlað er til fjölgunar hjúkrunarrýma og viðbótarfjármagn sem ætlað er inn í framhaldsskólakerfið. „Það sem er hins vegar alvarlegt er hvernig farið er með Landspítalann og að aðhaldskrafa sé gerð á heilbrigðiskerfið í stöðunni sem við erum í,“ sagði Oddný. „Aðhaldskrafan er um tveir milljarðar á kerfið í heild, ég held að það séu 400 milljónir á Landspítalann sjálfan og Landspítalinn þarf síðan að glíma við uppsafnaðan halla upp á fjóra milljarða. Og stjórnarliðar virðast ekki ætla að hreyfa sig í þessu,“ sagði Oddný. Ekki megi í sífellu benda á allt fjármagnið sem varið sé í byggingu nýs Landspítala. „Milljónirnar í ný verkefni og betri þjónustu eru örfáar,“ bætti Oddný við. Hún hafi jafnframt áhyggjur af stöðu atvinnulausra og þeirra sem þurfi á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga að halda. Vill hætta almennum aðhaldskröfum „Ég held að hrærigrauturinn sé aðallega út af umræðunni. Nú erum við með lög um opinber fjármál sem eru býsna skír. Ef að stofnun fer umfram fjárheimildir þá skal sá halli sem myndast, eða afgangur, flytjast á milli ára eins og í dæmi Landspítalans,“ sagði Willum. „Þar að auki sé almenn aðhaldskrafa sem er 0,5 prósent og við getum haft allar skoðanir á því hvort það sé skynsamlegt að vera með almenna aðhaldskröfu í kerfinu eður ei. Mitt mat er að við ættum að fara út í allt aðra aðferðafræði,“ sagði Willum. Aðhaldskrafan feli í sér að stjórnendur þurfi að leita að möguleikum til hagræðingar í kerfinu, án þess að það komi niður á þjónustu. Willum Þór Þórsson er formaður fjárlaganefndar.vísir „Fjárhæðirnar sem við erum að tala um í þessu samhengi eiga ekki að rugla svona umræðuna. 400 milljónir eru þessi hagræðing á móti 80 milljörðum sem spítalinn er með í sínum rekstri,“ sagði Willum og ítrekaði að þessi 400 milljóna aðhaldskrafa eigi ekki að skila sér í lakari þjónustu. „Ég var svona að vona að eftir því sem árin liðu að við gætum náð þessari umræðu niður í eitthvert eðlilegt horf,“ segir Willum. „Þessi halli sem við erum að tala um, þetta er um 1% af heildarumfanginu sem hefur safnast upp á einhverjum þremur árum.“ „Það er skilningur allra að þessi halli er bara innan sviga og til hliðar,“ sagði Willum. Um sé að ræða „bókhaldsstærð“ sem ekki eigi að koma niður á þjónustu og ekki verði dregin af þeim fjármunum sem renna til spítalans til að mæta kostnaði vegna kórónuveirufaraldursins. Í faraldrinum hafi áherslan hafa verið að bregðast við honum og sá kostnaður sem fallið hafi til sökum þessa hafi verið bættur upp með um sex milljörðum í fjáraukalögum. „Ég er fylgjandi því til framtíðar að við förum að hætta svona almennu aðhaldi inn í kerfinu. Við eigum bara að segja, kalla þetta endurmat útgjalda. Sú aðferðafræði er í vinnslu og þá geta menn bara lagst yfir sinn rekstur, sem að þekkja hann miklu betur en við sem erum um þetta að fjalla, sem eru stofnuninni alla daga, og þeir segja við getum gert þetta svona og hagrætt á þessu sviði, án þess að það komi niður á þjónustunni,“ sagði Willum. Jón Steindór Valdimarsson er þingmaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í fjárlaganefnd.visir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í fjárlaganefnd segir ýmislegt gott að finna í fjárlagafrumvarpinu þótt annað mætti betur fara að hans mati. „Ríkisstjórnin er svo sem ekkert öfundsverð af þeirri stöðu sem uppi er, en það er margt í þessu frumvarpi sem er gott, skárra væri það nú,“ sagði Jón Steindór. Viðreisn hafi stutt margar ef ekki flestar aðgerðir sem gripið hafi verið til. „En það þýðir ekki það að það sé ekki ýmislegt þarna að okkar mati sem að hefði mátt betur fara.“ Til dæmis hafi Viðreisn lagt fram eigin tillögur sem lutu að atvinnuleysi, tillögu um að koma til móts við sveitarfélög vegna félagsþjónustu og þá kveðst hann undrandi yfir því að ekki sé gert ráð fyrir neinu nýju fjármagni til að mæta kostnaði sem ný lög, sem kveða á um að sálfræðiþjónusta falli undir sjúkratryggingar, hafi í för með sér. Síðari hluta viðtalsins á Sprengisandi má heyra í spilaranum hér að neðan.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sprengisandur Alþingi Fjárlagafrumvarp 2021 Heilbrigðismál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira