Skólum og verslunum lokað í Þýskalandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. desember 2020 13:00 Angela Merkel kynnti í dag hertar aðgerðir sem taka gild á miðvikudaginn í Þýskalandi. EPA/RAINER KEUENHOF Angela Merkel Þýskalandskanslari boðaði í dag verulega hertar aðgerðir í Þýskalandi vegna covid-19. Meðal annars stendur til að loka verslunum, skólum og barnadaggæslu. Nýjar reglur munu taka gildi frá og með næsta miðvikudegi að því er Deutsche Welle greinir frá. Ráðstafanirnar sem taka gildi á miðvikudag verða í gildi að minnsta kosti til 10. janúar í von um að draga úr útbreiðslu covid-19, í þessari annarri bylgju faraldursins í Evrópu. Mikið álag hefur verið á heilbrigðiskerfið í Þýskalandi líkt og víða annars staðar. Viðbúið er að hertar ráðstafanir muni hafa gríðarleg áhrif á verslunarmenn, menntakerfið og almenning allan nú í aðdraganda jólanna. Allar „ónauðsynlegar verslanir og þjónusta“ skulu vera lokaðar til 10. janúar og má þar meðal annars nefna hárgreiðslustofur sem hafa verið opnar undanfarið. Þá eru skólar hvattir til að senda nemendur heim og halda áfram kennslu um netið auk þess sem mælst er til þess að jólafríið verði lengt til 10. janúar. Leikskólum verður jafnframt lokað en foreldrum verður gert kleift að taka launað leyfi til að annast börn sín. Atvinnurekendur eru hvattir til að láta starfsfólk vinna heima og neysla áfengis á almannafæri verður óheimil. Trúarstofnunum verður heimilt að halda starfsemi gangandi og halda helgiathafnir sé öllum hreinlætis- og sóttvarnareglum fylgt en fjöldasöngur verður ekki heimilaður. Ríki þýska sambandsríkisins hafa ennþá hug á að slaka á reglum milli 24. og 26. desember svo nánasta fjölskylda geti varið jólunum saman. Hvert heimili má í þessa þrjá daga bjóða allt að fjórum fullorðnum frá öðrum heimilum í heimsókn en aðeins úr nánustu fjölskyldu. Börn undir fjórtán ára aldri teljast ekki með. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sjá meira
Ráðstafanirnar sem taka gildi á miðvikudag verða í gildi að minnsta kosti til 10. janúar í von um að draga úr útbreiðslu covid-19, í þessari annarri bylgju faraldursins í Evrópu. Mikið álag hefur verið á heilbrigðiskerfið í Þýskalandi líkt og víða annars staðar. Viðbúið er að hertar ráðstafanir muni hafa gríðarleg áhrif á verslunarmenn, menntakerfið og almenning allan nú í aðdraganda jólanna. Allar „ónauðsynlegar verslanir og þjónusta“ skulu vera lokaðar til 10. janúar og má þar meðal annars nefna hárgreiðslustofur sem hafa verið opnar undanfarið. Þá eru skólar hvattir til að senda nemendur heim og halda áfram kennslu um netið auk þess sem mælst er til þess að jólafríið verði lengt til 10. janúar. Leikskólum verður jafnframt lokað en foreldrum verður gert kleift að taka launað leyfi til að annast börn sín. Atvinnurekendur eru hvattir til að láta starfsfólk vinna heima og neysla áfengis á almannafæri verður óheimil. Trúarstofnunum verður heimilt að halda starfsemi gangandi og halda helgiathafnir sé öllum hreinlætis- og sóttvarnareglum fylgt en fjöldasöngur verður ekki heimilaður. Ríki þýska sambandsríkisins hafa ennþá hug á að slaka á reglum milli 24. og 26. desember svo nánasta fjölskylda geti varið jólunum saman. Hvert heimili má í þessa þrjá daga bjóða allt að fjórum fullorðnum frá öðrum heimilum í heimsókn en aðeins úr nánustu fjölskyldu. Börn undir fjórtán ára aldri teljast ekki með.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sjá meira