Ætlar ekki að efna til óeirða í síðasta jólaerindi sínu Birgir Olgeirsson skrifar 12. desember 2020 18:08 Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri. Stöð 2/Friðrik Staða orkumálastjóra hefur verið auglýst laus til umsóknar en doktor Guðni A. Jóhannesson, núverandi orkumálastjóri, mun ekki sækja um. „Ég er að verða sjötugur. Þetta er bara gangur lífsins,“ segir Guðni í samtali við Vísi en hann er að ljúka sínu þriðja skipunartímabili. Hann segir tíma sinn hjá Orkustofnun hafa verið afskaplega fjölbreyttan og skemmtilegan. „Það hefur mikið gerst. Stofnunin fékk aukið hlutverk og tók yfir stjórnsýsluna hjá ráðuneytinu. Með tilkomu þriðja orkupakkans fékk stofnunin sömuleiðis aukna ábyrgð á eftirliti með raforkukerfinu og raforkumarkaðinum. Olíuleitin var mjög spennandi þáttur á sínum tíma þar sem náðist mikill árangur í rannsóknum sem við eigum í okkar sarpi,“ segir Guðni. Það sem hefur gerst á skipunartíma hans á sér einnig neikvæðar hliðar að hans mati og nefnir þar hve mikill kengur sé kominn í orkumálin á Íslandi. „Bæði við að finna og nýta tiltæka orkukosti. Að koma í gegn nauðsynlegum endurbótum á flutningskerfinu. Þetta hefur gengið hægt en gengið þó.“ Guðni er hvað þekktastur fyrir jólaerindi sín þar sem hann hefur sagt sína skoðun nokkuð hreint út og hafa sumir jafnvel fengið nokkuð kaldar jólakveðjur frá honum. „Þú ert einmitt að trufla mig við skriftir,“ segir Guðni sem býst þó ekki við neinum rosalegum bombum í jólaerindi sínum þetta árið. „Jólin hafa verið misjafnlega friðsamleg. En ég stefni ekki að því að efna til óeirða þetta árið. Þetta er þung umræða sem er í dag þar sem togast á annars vegar loftslagsmál og þessi viðleitni að girða af hálendið og mikið af þeim orkukostum sem eru í landinu. Við erum í einstökum málum á Íslandi. Getum framleitt mikið af vistvænni orku á hagkvæmum hætti og ekki mörg lönd sem hafa yfir þeirri stöðu að ráða.“ Hann segir næsta orkumálastjóra þurfa að vera óhræddan við að taka slaginn. „Þú kemst varla nærri pólitískum slag í starfi embættismanns en að vera orkumálastjóri, nema kannski í starfi Seðlabankastjóra.“ „Ég held að það ætti enginn að taka þetta starf nema að geta svarað fyrir og haldið uppi málstað orkugeirans og sýnt fram á nauðsyn þess að orkukerfi okkar séu efld og haldið við þannig að möguleikar okkar til bættra lífsgæða og hagvaxtar séu enn til staðar.“ Iðnaðarráðherra mun skipa nýjan orkumálastjóra 1. maí næstkomandi. Guðni sér fyrir sér að geta bætt golfleik sinn þegar hann lætur af störfum. „Og ef mér endist þrek að sinna orkumálum líka. En þá velur maður sér verkefnin meira sjálfur og gerir það sem manni finnst áhugavert og skemmtilegt, eins og ég gerði nú líka sem orkumálastjóri.“ Orkumál Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
„Ég er að verða sjötugur. Þetta er bara gangur lífsins,“ segir Guðni í samtali við Vísi en hann er að ljúka sínu þriðja skipunartímabili. Hann segir tíma sinn hjá Orkustofnun hafa verið afskaplega fjölbreyttan og skemmtilegan. „Það hefur mikið gerst. Stofnunin fékk aukið hlutverk og tók yfir stjórnsýsluna hjá ráðuneytinu. Með tilkomu þriðja orkupakkans fékk stofnunin sömuleiðis aukna ábyrgð á eftirliti með raforkukerfinu og raforkumarkaðinum. Olíuleitin var mjög spennandi þáttur á sínum tíma þar sem náðist mikill árangur í rannsóknum sem við eigum í okkar sarpi,“ segir Guðni. Það sem hefur gerst á skipunartíma hans á sér einnig neikvæðar hliðar að hans mati og nefnir þar hve mikill kengur sé kominn í orkumálin á Íslandi. „Bæði við að finna og nýta tiltæka orkukosti. Að koma í gegn nauðsynlegum endurbótum á flutningskerfinu. Þetta hefur gengið hægt en gengið þó.“ Guðni er hvað þekktastur fyrir jólaerindi sín þar sem hann hefur sagt sína skoðun nokkuð hreint út og hafa sumir jafnvel fengið nokkuð kaldar jólakveðjur frá honum. „Þú ert einmitt að trufla mig við skriftir,“ segir Guðni sem býst þó ekki við neinum rosalegum bombum í jólaerindi sínum þetta árið. „Jólin hafa verið misjafnlega friðsamleg. En ég stefni ekki að því að efna til óeirða þetta árið. Þetta er þung umræða sem er í dag þar sem togast á annars vegar loftslagsmál og þessi viðleitni að girða af hálendið og mikið af þeim orkukostum sem eru í landinu. Við erum í einstökum málum á Íslandi. Getum framleitt mikið af vistvænni orku á hagkvæmum hætti og ekki mörg lönd sem hafa yfir þeirri stöðu að ráða.“ Hann segir næsta orkumálastjóra þurfa að vera óhræddan við að taka slaginn. „Þú kemst varla nærri pólitískum slag í starfi embættismanns en að vera orkumálastjóri, nema kannski í starfi Seðlabankastjóra.“ „Ég held að það ætti enginn að taka þetta starf nema að geta svarað fyrir og haldið uppi málstað orkugeirans og sýnt fram á nauðsyn þess að orkukerfi okkar séu efld og haldið við þannig að möguleikar okkar til bættra lífsgæða og hagvaxtar séu enn til staðar.“ Iðnaðarráðherra mun skipa nýjan orkumálastjóra 1. maí næstkomandi. Guðni sér fyrir sér að geta bætt golfleik sinn þegar hann lætur af störfum. „Og ef mér endist þrek að sinna orkumálum líka. En þá velur maður sér verkefnin meira sjálfur og gerir það sem manni finnst áhugavert og skemmtilegt, eins og ég gerði nú líka sem orkumálastjóri.“
Orkumál Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira