Icelandair gæti átt erfitt með að manna vélar ef eftirspurn eykst Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2020 16:22 Flugáætlun Icelandair var skorin verulega niður í ljósi áhrifa kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur lítið svigrúm til að bregðast við aukinni eftirspurn á nýju ári að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Ástæðan sé sú að félagið verði að óbreyttu með mjög fáa flugmenn í vinnu í byrjun nýs árs að því er fram kemur í frétt á vef Túrista. Félagið geti aðeins mannað tvær til fimm farþegaþotur eftir áramót. Í frétt Túrista kemur fram að Icelandair hafi í vetur skorið niður flugáætlun sína meira en önnur flugfélög á Norðurlöndum. Uppsagnir um það bil helmings þeirra 139 flugmanna sem nú eru á launaskrá hjá félaginu taka gildi um áramótin og að sögn Jóns Þórs Þorvaldssonar, formanns Félags Íslenskra atvinnuflugmanna er ekkert að frétta af endurráðningu eða afturköllun uppsagna þeirra 68 flugmanna sem að óbreyttu missa vinnuna um áramótin. Jón Þór segir í samtali við Túrista að endanleg ákvörðun þurfi að liggja fyrir á allra næstu dögum en gefa þurfi út vinnuskrá flugmanna fyrir janúarmánuð fimmtán dögum fyrir mánaðamót. Ef ekkert verði að gert verði tæplega sjötíu flugmenn í vinnu eftir áramót sem þýði að flugfélagið geti aðeins mannað nokkrar vélar. „Svigrúmið er lítið sem ekkert til að bregðast við aukinni eftirspurn og það tekur tíma að þjálfa upp flugmenn sem hafa misst vinnuna og þurfa að fara í sí- og endurmenntun. Nýþjálfanir eins og á Boeing 737 Max taka mun lengri tíma eða um 60 daga pr áhöfn þrátt fyrir að menn hafi reynslu af þotuflugi,“ segir Jón Þór í samtali við Túrista. Ferðahugur í Íslendingum Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair sagði í samtali við fréttastofu í vikunni að bókunum væri farið að fjölga, bæði í byrjun nýs árs og ekki síst frá apríl og til loka næsta árs. Jákvæðar fréttir af þróun bóluefnis virðist hafa haft jákvæð áhrif á eftirspurnina. Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Sjá meira
Í frétt Túrista kemur fram að Icelandair hafi í vetur skorið niður flugáætlun sína meira en önnur flugfélög á Norðurlöndum. Uppsagnir um það bil helmings þeirra 139 flugmanna sem nú eru á launaskrá hjá félaginu taka gildi um áramótin og að sögn Jóns Þórs Þorvaldssonar, formanns Félags Íslenskra atvinnuflugmanna er ekkert að frétta af endurráðningu eða afturköllun uppsagna þeirra 68 flugmanna sem að óbreyttu missa vinnuna um áramótin. Jón Þór segir í samtali við Túrista að endanleg ákvörðun þurfi að liggja fyrir á allra næstu dögum en gefa þurfi út vinnuskrá flugmanna fyrir janúarmánuð fimmtán dögum fyrir mánaðamót. Ef ekkert verði að gert verði tæplega sjötíu flugmenn í vinnu eftir áramót sem þýði að flugfélagið geti aðeins mannað nokkrar vélar. „Svigrúmið er lítið sem ekkert til að bregðast við aukinni eftirspurn og það tekur tíma að þjálfa upp flugmenn sem hafa misst vinnuna og þurfa að fara í sí- og endurmenntun. Nýþjálfanir eins og á Boeing 737 Max taka mun lengri tíma eða um 60 daga pr áhöfn þrátt fyrir að menn hafi reynslu af þotuflugi,“ segir Jón Þór í samtali við Túrista. Ferðahugur í Íslendingum Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair sagði í samtali við fréttastofu í vikunni að bókunum væri farið að fjölga, bæði í byrjun nýs árs og ekki síst frá apríl og til loka næsta árs. Jákvæðar fréttir af þróun bóluefnis virðist hafa haft jákvæð áhrif á eftirspurnina.
Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Sjá meira