Starfsfólk Landspítalans þarf að borga með jólagjöfinni sinni í ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2020 06:00 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Mikið hefur mætt á þeim á Covid-19 árinu sem 2020 hefur verið líkt og þúsundum starfsmanna Landspítalans. Vísir/Vilhelm Um sex þúsund starfsmenn Landspítalans hafa fengið jólagjöf sína í hendur. Um er að ræða sjö þúsund króna gjafabréf í skóbúðina Skechers sem er að finna í Kringlunni og Smáralind. Auk þess fylgdi súkkulaði frá Omnom. Fréttastofu hafa borist ábendingar frá bæði hjúkrunarfræðingum og læknum sem hrista hausinn yfir gjöfinni í ár. Sumir hafa látið óánægju sína í ljós á samfélagsmiðlum. Eins og þessi hjúkunarfræðingur. gleðilegt ár hjúkrunar + covid 🥰 hérna er blaut tuska í andlitið, jólakveðja LSH 🎅🏻🎅🏻🎅🏻 pic.twitter.com/AB3W8wdPsz— mjög mikilvæg áminning, drekka vatn (@herreguddm) December 11, 2020 Töluverð umræða hefur skapast um jólagjöfina í ár og sumir bent á að líklega dugi hún aðeins fyrir hálfu skópari í Skechers, það er að segja einum skó. Vinn á LSH og var að sjá núna hvað ég fæ í jólagjöf. Maður skellir sér kannski á eina Skechers haa 🙂 nei afsakið einn skó af Skechers pari því ódýrasta parið kostar 15.000 kr. 🙂 https://t.co/ZDxdPb5wuc— Obba (@thorbjorga) December 12, 2020 Lausleg athugun fréttastofunnar leiddi þó í ljós að ódýrustu skórnir hjá Sketchers kosta 7038 krónur. Svo starfsmenn Landspítalans munu þurfa að strauja kortið sama hvaða skór verða fyrir valinu. Borga með gjöfinni. Gjafabréfið gildir í fjögur ár. Reyndar er það svo að Vísis hefur heimildir fyrir því að fjölmargar deildir innan Landspítalans ræða hvað best sé að gera í stöðunni. Ódýrustu skórnir í Skechers kosta með afslætti 7038 krónur. Gjafabréf starfsmanna Landspítalans dugar því næstum því, þó ekki alveg, fyrir ódýrustu skónum.Skechers Vísir hefur heyrt af deildum þar sem til umræðu er að safna gjafabréfunum saman og gefa til góðs málefnis. Hefur Fjölskylduhjálp og Rauði krossinn verið nefnd í því samhengi. Tvö gjafabréf gætu hjálpað einstaklingum sem á þurfa að halda að kaupa sér góða skó. Samskiptastjóri vill ekki eyðileggja eftirvæntinguna Vísir sendi fyrirspurn á Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóra samkskiptadeildar Landspítala, og spurði út í gjöfina. Hann svaraði því til að gjafirnar væru alltaf mjög litlar því starfsmenn væru sex þúsund. Starfsfólk Landspítalans hefur verið í eldlínunni á árinu.Vísir/Vilhelm „Annað væri ugglaust litið hornauga,“ sagði Stefán Hrafn. Allir fengju sömu gjöfina en hann væri ekki meðvitaður um hver gjöfin væri í ár. „Eyðileggjum varla eftirvæntingu starfsfólks með því að upplýsa það fyrirfram,“ sagði Stefán í svari sínu en vísaði að öðru leyti á Ástu Bjarnadóttur á skrifstofu mannauðsmála hjá Landspítalanum. 8500 krónur í Kokka í fyrra Jólagjöf Landspítalans rataði líka í fréttirnar í fyrra. Þá fengu starfsmenn spítalans gjafabréf í Kokka á Laugavegi sem er búsáhaldaverslun á Laugavegi sem selur vöru í vandaðri kantinum. Gjafabréfið þá var upp á 8500 krónur. Ásta sagði þá í samtali við DV að Landspítalinn leitaði árlega eftir tilboðum frá fyrirtækjum og aðilum varðandi jólagjafirnar. Það væri vinna sem færi í gang á sumrin. „Ákvörðunin byggist síðan meðal annars á því hversu mikinn afslátt fyrirtækið er tilbúið að bjóða, og einnig er leitast við að hafa fjölbreytni á milli ára, þannig að allir starfsmenn geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Slíkur afsláttur er ekki í boði ef keypt er almennt bankakort eða gjafakort sem gildir t.d. í allar verslanir í tiltekinni verslunarmiðstöð. Aðilar sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu árlega verkefni okkar geta haft samband við skrifstofu mannauðsmála.“ Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála á spítalanum, segir að jólagjöfin til starfsmanna í ár hafi kostað talsvert meira en undanfarin ár eða samanlegt um 36 milljónir króna. Bjarni Ármannsson og Pétur Þór Halldórsson eiga 40 prósenta hlut hvor í S4S ehf sem sérhæfir sig í smásölu á skófatnaði í sérverslunum. Þar á meðal í Skechers, Ellingsen, Steinari Waage og fleiri verslunum. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um kostnað Landspítalans við gjafirnar. Landspítalinn Jólagjafir fyrirtækja Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Fréttastofu hafa borist ábendingar frá bæði hjúkrunarfræðingum og læknum sem hrista hausinn yfir gjöfinni í ár. Sumir hafa látið óánægju sína í ljós á samfélagsmiðlum. Eins og þessi hjúkunarfræðingur. gleðilegt ár hjúkrunar + covid 🥰 hérna er blaut tuska í andlitið, jólakveðja LSH 🎅🏻🎅🏻🎅🏻 pic.twitter.com/AB3W8wdPsz— mjög mikilvæg áminning, drekka vatn (@herreguddm) December 11, 2020 Töluverð umræða hefur skapast um jólagjöfina í ár og sumir bent á að líklega dugi hún aðeins fyrir hálfu skópari í Skechers, það er að segja einum skó. Vinn á LSH og var að sjá núna hvað ég fæ í jólagjöf. Maður skellir sér kannski á eina Skechers haa 🙂 nei afsakið einn skó af Skechers pari því ódýrasta parið kostar 15.000 kr. 🙂 https://t.co/ZDxdPb5wuc— Obba (@thorbjorga) December 12, 2020 Lausleg athugun fréttastofunnar leiddi þó í ljós að ódýrustu skórnir hjá Sketchers kosta 7038 krónur. Svo starfsmenn Landspítalans munu þurfa að strauja kortið sama hvaða skór verða fyrir valinu. Borga með gjöfinni. Gjafabréfið gildir í fjögur ár. Reyndar er það svo að Vísis hefur heimildir fyrir því að fjölmargar deildir innan Landspítalans ræða hvað best sé að gera í stöðunni. Ódýrustu skórnir í Skechers kosta með afslætti 7038 krónur. Gjafabréf starfsmanna Landspítalans dugar því næstum því, þó ekki alveg, fyrir ódýrustu skónum.Skechers Vísir hefur heyrt af deildum þar sem til umræðu er að safna gjafabréfunum saman og gefa til góðs málefnis. Hefur Fjölskylduhjálp og Rauði krossinn verið nefnd í því samhengi. Tvö gjafabréf gætu hjálpað einstaklingum sem á þurfa að halda að kaupa sér góða skó. Samskiptastjóri vill ekki eyðileggja eftirvæntinguna Vísir sendi fyrirspurn á Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóra samkskiptadeildar Landspítala, og spurði út í gjöfina. Hann svaraði því til að gjafirnar væru alltaf mjög litlar því starfsmenn væru sex þúsund. Starfsfólk Landspítalans hefur verið í eldlínunni á árinu.Vísir/Vilhelm „Annað væri ugglaust litið hornauga,“ sagði Stefán Hrafn. Allir fengju sömu gjöfina en hann væri ekki meðvitaður um hver gjöfin væri í ár. „Eyðileggjum varla eftirvæntingu starfsfólks með því að upplýsa það fyrirfram,“ sagði Stefán í svari sínu en vísaði að öðru leyti á Ástu Bjarnadóttur á skrifstofu mannauðsmála hjá Landspítalanum. 8500 krónur í Kokka í fyrra Jólagjöf Landspítalans rataði líka í fréttirnar í fyrra. Þá fengu starfsmenn spítalans gjafabréf í Kokka á Laugavegi sem er búsáhaldaverslun á Laugavegi sem selur vöru í vandaðri kantinum. Gjafabréfið þá var upp á 8500 krónur. Ásta sagði þá í samtali við DV að Landspítalinn leitaði árlega eftir tilboðum frá fyrirtækjum og aðilum varðandi jólagjafirnar. Það væri vinna sem færi í gang á sumrin. „Ákvörðunin byggist síðan meðal annars á því hversu mikinn afslátt fyrirtækið er tilbúið að bjóða, og einnig er leitast við að hafa fjölbreytni á milli ára, þannig að allir starfsmenn geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Slíkur afsláttur er ekki í boði ef keypt er almennt bankakort eða gjafakort sem gildir t.d. í allar verslanir í tiltekinni verslunarmiðstöð. Aðilar sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu árlega verkefni okkar geta haft samband við skrifstofu mannauðsmála.“ Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála á spítalanum, segir að jólagjöfin til starfsmanna í ár hafi kostað talsvert meira en undanfarin ár eða samanlegt um 36 milljónir króna. Bjarni Ármannsson og Pétur Þór Halldórsson eiga 40 prósenta hlut hvor í S4S ehf sem sérhæfir sig í smásölu á skófatnaði í sérverslunum. Þar á meðal í Skechers, Ellingsen, Steinari Waage og fleiri verslunum. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um kostnað Landspítalans við gjafirnar.
Landspítalinn Jólagjafir fyrirtækja Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira