Opið bréf til ráðherra allra barna Kolbrún Helga Pálsdóttir og Sema Erla Serdar skrifa 11. desember 2020 14:30 Kæri Ásmundur Einar, félags- og barnamálaráðherra, við viljum byrja á því að þakka þér fyrir einlægt og mikilvægt viðtal í Morgunblaðinu á dögunum. Þar fjallaðir þú um æskuna þína og þá erfiðleika sem þú þurftir að takast á við - erfiðleika sem ekkert barn á að þurfa að upplifa. Þú fjallaðir um steininn í maganum sem ágerðist þegar aðstæður voru erfiðar. Okkur langar í því samhengi að segja þér frá vinkonum okkar, systrunum Coumbu og Marie sem eru sex ára og þriggja ára. Óhætt er að segja að þær systur búa við aðstæður sem ekkert barn á að þurfa að búa við. Ekki fullorðnir heldur. Fyrir meira en mánuði síðan fengu þær að vita að brottvísa eigi þeim frá Íslandi, landinu sem þær eru fæddar og uppaldar í. Eina landinu sem þær þekkja. Þar sem foreldrar þeirra eru ekki fæddir hér á landi mega þau ekki vera hér lengur, en þau hafa þó verið hér í sjö ár! Getur þú ímyndað þér steininn í maga stúlknanna? Coumba, sem finnst ekkert betra en hakk og spaghettí og finnst skemmtilegast að leika sér með slím, veltir fáu öðru fyrir sér þessa dagana en hvort hún fái að búa á Íslandi og biður móður sína í sífellu um að sýna sér „hversu margir vilja leyfa okkur að vera á Íslandi“ og er þar með að biðja móður sína um að sýna sér hversu margir hafa skrifað undir og mótmælt með því brottvísun fjölskyldunnar frá Íslandi. Þess má geta að 20.655 undirskriftir til stuðnings fjölskyldunnar voru afhentar dómsmálaráðherra fyrir ekki svo löngu. Allt sem stúlkurnar þekkja; Ísland, vinirnir, skólinn, verður, ef ekkert breytist, hrifsað frá þeim fyrr en síðar. Þær verða bókstaflega rifnar upp með rótum. Þær þekkja ekkert nema kókómjólk og kleinur, dimman vetur og þrettán jólasveina, líkt og önnur íslensk börn. Er það til of mikils mælst að þær fái að halda í öryggi sitt og skjól svo þær geti velt fyrir sér venjulegum vandamálum sem íslensk börn velta fyrir sér. Í hvaða rauðu föt þær eiga að fara í á rauða daginn á föstudaginn eða að það sé enn og aftur soðin ýsa í matinn í skólanum? Það er kominn desember og systurnar vita ekki betur en að þeim verði vísað úr landi hvað úr hverju. Eftir nokkra daga vakna íslensk börn eldsnemma á hverjum morgni og þeytast spennt að glugganum og kíkja í skóinn. Coumba vaknar og spyr mömmu sína hvort það sé ekki búið að leyfa þeim að búa á Íslandi. Þú bjóst til titilinn barnamálaráðherra og sagðir það vera vegna þess að þú vilt gera allt sem í þínu valdi stendur til að börn á Íslandi þurfi ekki að upplifa þennan kvíðahnút sem þú þurftir að upplifa. Við trúum þér og berum mikla virðingu fyrir því. Það verður þá að eiga við öll börn. Þú verður þá að beita þér fyrir öll börn. Líka systurnar Coumbu og Marie, sem hafa ekkert gert til þess að þurfa að upplifa þann kvíða, hræðslu, streitu og örvæntingu sem einkennir hvern einasta dag hjá þeim. Það verður að koma í veg fyrir að steininn í maganum á þeim haldi áfram að vaxa. Áður en hann springur. Við skorum á þig kæri Ásmundur, kæri barnamálaráðherra, að beita þér fyrir því að mál stúlknanna og foreldra þeirra fái farsæla lausn án frekari tafa en það virðist nú sitja fast inni hjá kærunefnd útlendingamála. Fjölskyldan hefur þjáðst nógu lengi. Það minnsta sem við getum gert er að veita þeim skjól hér til frambúðar og við biðjum þig um aðstoð við að gera það að raunveruleika. Með von um jákvæð viðbrögð, Kolbrún Helga Pálsdóttir og Sema Erla Serdar vinkonur Coumbu, Marie og foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Hælisleitendur Sema Erla Serdar Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri Ásmundur Einar, félags- og barnamálaráðherra, við viljum byrja á því að þakka þér fyrir einlægt og mikilvægt viðtal í Morgunblaðinu á dögunum. Þar fjallaðir þú um æskuna þína og þá erfiðleika sem þú þurftir að takast á við - erfiðleika sem ekkert barn á að þurfa að upplifa. Þú fjallaðir um steininn í maganum sem ágerðist þegar aðstæður voru erfiðar. Okkur langar í því samhengi að segja þér frá vinkonum okkar, systrunum Coumbu og Marie sem eru sex ára og þriggja ára. Óhætt er að segja að þær systur búa við aðstæður sem ekkert barn á að þurfa að búa við. Ekki fullorðnir heldur. Fyrir meira en mánuði síðan fengu þær að vita að brottvísa eigi þeim frá Íslandi, landinu sem þær eru fæddar og uppaldar í. Eina landinu sem þær þekkja. Þar sem foreldrar þeirra eru ekki fæddir hér á landi mega þau ekki vera hér lengur, en þau hafa þó verið hér í sjö ár! Getur þú ímyndað þér steininn í maga stúlknanna? Coumba, sem finnst ekkert betra en hakk og spaghettí og finnst skemmtilegast að leika sér með slím, veltir fáu öðru fyrir sér þessa dagana en hvort hún fái að búa á Íslandi og biður móður sína í sífellu um að sýna sér „hversu margir vilja leyfa okkur að vera á Íslandi“ og er þar með að biðja móður sína um að sýna sér hversu margir hafa skrifað undir og mótmælt með því brottvísun fjölskyldunnar frá Íslandi. Þess má geta að 20.655 undirskriftir til stuðnings fjölskyldunnar voru afhentar dómsmálaráðherra fyrir ekki svo löngu. Allt sem stúlkurnar þekkja; Ísland, vinirnir, skólinn, verður, ef ekkert breytist, hrifsað frá þeim fyrr en síðar. Þær verða bókstaflega rifnar upp með rótum. Þær þekkja ekkert nema kókómjólk og kleinur, dimman vetur og þrettán jólasveina, líkt og önnur íslensk börn. Er það til of mikils mælst að þær fái að halda í öryggi sitt og skjól svo þær geti velt fyrir sér venjulegum vandamálum sem íslensk börn velta fyrir sér. Í hvaða rauðu föt þær eiga að fara í á rauða daginn á föstudaginn eða að það sé enn og aftur soðin ýsa í matinn í skólanum? Það er kominn desember og systurnar vita ekki betur en að þeim verði vísað úr landi hvað úr hverju. Eftir nokkra daga vakna íslensk börn eldsnemma á hverjum morgni og þeytast spennt að glugganum og kíkja í skóinn. Coumba vaknar og spyr mömmu sína hvort það sé ekki búið að leyfa þeim að búa á Íslandi. Þú bjóst til titilinn barnamálaráðherra og sagðir það vera vegna þess að þú vilt gera allt sem í þínu valdi stendur til að börn á Íslandi þurfi ekki að upplifa þennan kvíðahnút sem þú þurftir að upplifa. Við trúum þér og berum mikla virðingu fyrir því. Það verður þá að eiga við öll börn. Þú verður þá að beita þér fyrir öll börn. Líka systurnar Coumbu og Marie, sem hafa ekkert gert til þess að þurfa að upplifa þann kvíða, hræðslu, streitu og örvæntingu sem einkennir hvern einasta dag hjá þeim. Það verður að koma í veg fyrir að steininn í maganum á þeim haldi áfram að vaxa. Áður en hann springur. Við skorum á þig kæri Ásmundur, kæri barnamálaráðherra, að beita þér fyrir því að mál stúlknanna og foreldra þeirra fái farsæla lausn án frekari tafa en það virðist nú sitja fast inni hjá kærunefnd útlendingamála. Fjölskyldan hefur þjáðst nógu lengi. Það minnsta sem við getum gert er að veita þeim skjól hér til frambúðar og við biðjum þig um aðstoð við að gera það að raunveruleika. Með von um jákvæð viðbrögð, Kolbrún Helga Pálsdóttir og Sema Erla Serdar vinkonur Coumbu, Marie og foreldra.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun