Hafa ítrekað bent á að sóttvarnir séu ekki í lagi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. desember 2020 12:11 Sema Erla er formaður Solaris. Aðsend/Eva Sigurðardóttir Formaður hjálparsamtakanna Solaris segir það ekki koma á óvart að klasasmit hafi komið upp í búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Samtökin hafi ítrekað bent á að sóttvörnum sé ábótavant í úrræðunum. Umsækjandi um alþjóðlega vernd sem dvelur í búsetuúrræði á vegum Hafnarfjarðarbæjar greindist með kórónuveiruna fyrr í vikunni. Úrræðið er rekið af Hafnarfjarðarbæ samkvæmt samningi við Útlendingastofnun. Aðrir íbúar fóru þegar í sóttkví þegar smitið kom upp. Alls hafa nú átta íbúar greinst með veiruna, þar af sex í gær. Fram kemur í tilkynningu frá Útlendingastofnun að gripið hafi verið til allra viðeigandi ráðstafana til að ná tökum á útbreiðslunni og þau smituðu flutt í farsóttahús í samvinnu við almannavarnir. Hafnarfjarðarbær þjónusti þá sem dvelji í sóttkví. Sema Erla Serndar, formaður hjálparsamtakanna Solaris, segir að það ekki koma á óvart að smit sé komið upp í úrræði þar sem umsækjendur um alþjóðlega vernd dvelja. „Við í Solaris höfum ítrekað síðan faraldurinn kom upp bent á að það skorti á sóttvörnum í úrræðum á vegum Útlendingastofnunar,“ segir Sema Erla. Hvernig þá? „Þeir staðir sem ég hef til dæmis farið á hefur ekki verið sápa, það hefur ekki verið spritt og það hefur vantað vökva til að þrífa yfirborðsfleti og sums staðar hefur íbúum ekki verið útveguð gríma,“ segir Sema Erla. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun er mikil áhersla lögð á að einstaklingar sem dvelji í úrræðum á vegum stofnunarinnar geti gætt að einstaklingsbundnum sóttvörnum með því að hafa góðan aðgang að spritti og grímum. Þá hafi til að mynda sameiginleg eldunaraðstaða verið tekin úr notkun til að tryggja fjarlægð. Einnig sé áhersla lögð á að koma viðeigandi upplýsingum á framfæri til íbúa um mikilvægi sóttvarna. Til þessa hafi engin smit komið upp í úrræðum á vegum Útlendingastofnunar. Þá segist Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, ekki vita til þess að sóttvörnum hafi verið ábótavant í úrræðinu. „Ég veit að það er ekki rétt að sóttvarnir séu tipp topp í úrræðunum. Við í Solaris höfum farið oftar en einu sinni á staði á höfuðborgarsvæðinu með sóttvarnir,“ segir Sema Erla. Meðal annars í úrræðið í Hafnarfirði þar sem smitin komu upp. „Við erum ítrekað búin að benda á þetta en því miður virðist lítið sem ekkert hafi verið gert í því þar sem við höfum þurft að bregðast við oftar en einu sinni,“ segir Sema. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Einn bekkur í sóttkví í tengslum við klasasmitið Sextán nemendur og tveir kennarar Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði eru í sóttkví eftir að nemandi greindist með kórónuveiruna fyrr í vikunni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nemandinn einn íbúa búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði, hvar klasasmit veirunnar hefur komið upp. 11. desember 2020 11:31 Klasasmitið rakið til búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði Klasasmit kórónuveirunnar sem komið hefur upp á höfuðborgarsvæðinu er rakið til búsetuúrræðis á vegum félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fyrir fjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 10:44 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Umsækjandi um alþjóðlega vernd sem dvelur í búsetuúrræði á vegum Hafnarfjarðarbæjar greindist með kórónuveiruna fyrr í vikunni. Úrræðið er rekið af Hafnarfjarðarbæ samkvæmt samningi við Útlendingastofnun. Aðrir íbúar fóru þegar í sóttkví þegar smitið kom upp. Alls hafa nú átta íbúar greinst með veiruna, þar af sex í gær. Fram kemur í tilkynningu frá Útlendingastofnun að gripið hafi verið til allra viðeigandi ráðstafana til að ná tökum á útbreiðslunni og þau smituðu flutt í farsóttahús í samvinnu við almannavarnir. Hafnarfjarðarbær þjónusti þá sem dvelji í sóttkví. Sema Erla Serndar, formaður hjálparsamtakanna Solaris, segir að það ekki koma á óvart að smit sé komið upp í úrræði þar sem umsækjendur um alþjóðlega vernd dvelja. „Við í Solaris höfum ítrekað síðan faraldurinn kom upp bent á að það skorti á sóttvörnum í úrræðum á vegum Útlendingastofnunar,“ segir Sema Erla. Hvernig þá? „Þeir staðir sem ég hef til dæmis farið á hefur ekki verið sápa, það hefur ekki verið spritt og það hefur vantað vökva til að þrífa yfirborðsfleti og sums staðar hefur íbúum ekki verið útveguð gríma,“ segir Sema Erla. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun er mikil áhersla lögð á að einstaklingar sem dvelji í úrræðum á vegum stofnunarinnar geti gætt að einstaklingsbundnum sóttvörnum með því að hafa góðan aðgang að spritti og grímum. Þá hafi til að mynda sameiginleg eldunaraðstaða verið tekin úr notkun til að tryggja fjarlægð. Einnig sé áhersla lögð á að koma viðeigandi upplýsingum á framfæri til íbúa um mikilvægi sóttvarna. Til þessa hafi engin smit komið upp í úrræðum á vegum Útlendingastofnunar. Þá segist Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, ekki vita til þess að sóttvörnum hafi verið ábótavant í úrræðinu. „Ég veit að það er ekki rétt að sóttvarnir séu tipp topp í úrræðunum. Við í Solaris höfum farið oftar en einu sinni á staði á höfuðborgarsvæðinu með sóttvarnir,“ segir Sema Erla. Meðal annars í úrræðið í Hafnarfirði þar sem smitin komu upp. „Við erum ítrekað búin að benda á þetta en því miður virðist lítið sem ekkert hafi verið gert í því þar sem við höfum þurft að bregðast við oftar en einu sinni,“ segir Sema.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Einn bekkur í sóttkví í tengslum við klasasmitið Sextán nemendur og tveir kennarar Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði eru í sóttkví eftir að nemandi greindist með kórónuveiruna fyrr í vikunni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nemandinn einn íbúa búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði, hvar klasasmit veirunnar hefur komið upp. 11. desember 2020 11:31 Klasasmitið rakið til búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði Klasasmit kórónuveirunnar sem komið hefur upp á höfuðborgarsvæðinu er rakið til búsetuúrræðis á vegum félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fyrir fjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 10:44 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Einn bekkur í sóttkví í tengslum við klasasmitið Sextán nemendur og tveir kennarar Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði eru í sóttkví eftir að nemandi greindist með kórónuveiruna fyrr í vikunni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nemandinn einn íbúa búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði, hvar klasasmit veirunnar hefur komið upp. 11. desember 2020 11:31
Klasasmitið rakið til búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði Klasasmit kórónuveirunnar sem komið hefur upp á höfuðborgarsvæðinu er rakið til búsetuúrræðis á vegum félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fyrir fjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 10:44