Baðst afsökunar á aðkomu sinni að grimmilegum morðum fyrir aftöku Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2020 09:22 Brandon Bernard var 40 ára gamall þegar hann var tekinn af lífi í gærkvöldi. Hann var dæmdur til dauða árið 1999. Vísir/AP Brandon Bernard, sem dæmdur var til dauða árið 1999, var tekinn af lífi í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Hann var fyrstur af fimm alríkisföngum í Bandaríkjunum sem ríkisstjórn Donalds Trump, fráfarandi forseta, fyrirskipaði nýverið að ætti að taka af lífi áður en hann lætur af embætti í janúar. Bernard var sprautaður með eitri í fangelsi í Indiana í gærkvöldi. Hann var 40 ára gamall og yngsti fangi sem tekinn er af lífi í alríkiskerfi Bandaríkjanna í nærri því 70 ár, samkvæmt frétt BBC. Hann var einn úr hópi manna sem myrtu hjón á grimmilegan hátt í Texas árið 1999. Bernard og fjórir aðrir táningar rændu þau Todd og Stacie Bagley og þvinguðu þau í skott bíls þeirra. Þar skaut hinn nítján ára gamli Christopher Vialva þau til bana og Bernard kveikti í bílnum. Vialva var tekinn af lífi fyrr á árinu. Áður en hann var tekinn af lífi bað Bernard fjölskyldu Bagley hjónanna afsökunnar. Hann sagðist ekki geta sagt meira en það og sagðist hann hafa beðið eftir tækifæri til að biðjast afsökunar. Þá bæði á þeim sársauka sem hann olli fjölskyldumeðlimum hjónanna og eigin fjölskyldu. Áður en ríkisstjórn Trumps hóf aftökur alríkisfanga á nýjan leik fyrr á árinu höfðu einungis þrír menn verið teknir af lífi af alríkinu á síðustu 56 árum. Fyrsta aftakan fór fram í júlí en þá hafði alríkið ekki tekið fanga af lífi í sautján ár. Gangi eftir að taka alla fimm mennina af lífi fyrir 20. janúar verður Trump sá forseti Bandaríkjanna sem hefur fyrirskipað flestar aftökur á vegum alríkisins í heila öld eða alls þrettán, en í Bandaríkjunum er algengara að aftökur séu framkvæmdar af einstaka ríkjum frekar en á alríkisstiginu. Samkvæmt AP fréttaveitunni ræddi móðir Todd Bagley við fjölmiðla eftir aftökuna í gærkvöldi og færði hún Trump, William Barr dómsmálaráðherra, og öðrum starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins þakkir sínar. Hún sagði að án þessa ferlis hefði fjölskylda hennar aldrei fengið þá lokun sem þau þurftu. Þá sagði hún afsökunarbeiðni Bernard og Vialva hafa hjálpað henni mikið. Þar að auki sagðist hún fyrirgefa þeim. Næsta aftaka á að fara fram í dag. Þá á að taka hinn 56 ára gamla Alfred Bourgeois af lífi fyrir að hafa myrt tveggja ára dóttur sína. Bandaríkin Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Bernard var sprautaður með eitri í fangelsi í Indiana í gærkvöldi. Hann var 40 ára gamall og yngsti fangi sem tekinn er af lífi í alríkiskerfi Bandaríkjanna í nærri því 70 ár, samkvæmt frétt BBC. Hann var einn úr hópi manna sem myrtu hjón á grimmilegan hátt í Texas árið 1999. Bernard og fjórir aðrir táningar rændu þau Todd og Stacie Bagley og þvinguðu þau í skott bíls þeirra. Þar skaut hinn nítján ára gamli Christopher Vialva þau til bana og Bernard kveikti í bílnum. Vialva var tekinn af lífi fyrr á árinu. Áður en hann var tekinn af lífi bað Bernard fjölskyldu Bagley hjónanna afsökunnar. Hann sagðist ekki geta sagt meira en það og sagðist hann hafa beðið eftir tækifæri til að biðjast afsökunar. Þá bæði á þeim sársauka sem hann olli fjölskyldumeðlimum hjónanna og eigin fjölskyldu. Áður en ríkisstjórn Trumps hóf aftökur alríkisfanga á nýjan leik fyrr á árinu höfðu einungis þrír menn verið teknir af lífi af alríkinu á síðustu 56 árum. Fyrsta aftakan fór fram í júlí en þá hafði alríkið ekki tekið fanga af lífi í sautján ár. Gangi eftir að taka alla fimm mennina af lífi fyrir 20. janúar verður Trump sá forseti Bandaríkjanna sem hefur fyrirskipað flestar aftökur á vegum alríkisins í heila öld eða alls þrettán, en í Bandaríkjunum er algengara að aftökur séu framkvæmdar af einstaka ríkjum frekar en á alríkisstiginu. Samkvæmt AP fréttaveitunni ræddi móðir Todd Bagley við fjölmiðla eftir aftökuna í gærkvöldi og færði hún Trump, William Barr dómsmálaráðherra, og öðrum starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins þakkir sínar. Hún sagði að án þessa ferlis hefði fjölskylda hennar aldrei fengið þá lokun sem þau þurftu. Þá sagði hún afsökunarbeiðni Bernard og Vialva hafa hjálpað henni mikið. Þar að auki sagðist hún fyrirgefa þeim. Næsta aftaka á að fara fram í dag. Þá á að taka hinn 56 ára gamla Alfred Bourgeois af lífi fyrir að hafa myrt tveggja ára dóttur sína.
Bandaríkin Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira