Yfirmenn hjá FBI sleppa við refsingar vegna ásakana um kynferðisbrot Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2020 14:56 Fyrrverandi starfsmaður Alríkislögreglunnar sem kölluð er Becky, segir yfirmann sinn hafa sleikt sig og káfað á sér í samkvæmi. AP/David Zalubowski Yfirmenn hjá Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa ítrekað verið sakaðir um kynferðisbrot á undanförnum árum. Engum hefur þó verið refsað, jafnvel þó rannsóknir hafi stutt ásakanir gegn þeim. Í einu tilfelli settist aðstoðarframkvæmdastjóri í helgan stein eftir að hann var sakaður um að káfa á konu. Annar yfirmaður hætti eftir að hafa áreitt minnst átta starfsmenn sína kynferðislega. Einn til viðbótar settist einnig í helgan stein eftir að hann var sakaður um að hafa kúgað unga samstarfskonu sína til kynlífsathafna. Þetta er meðal dæma sem rannsókn AP fréttaveitunnar hefur leitt í ljós og í öllum þessum tilvikum héldu mennirnir fullum eftirlaunum sínum og öðrum kjörum og var ekkert refsað. Rannsókn AP sýndi fram á að minnst sex yfirmenn hafa verið sakaðir um kynferðisbrot á síðustu fimm árum. Þar á meðal eru tvær nýjar ásakanir sem litu dagsins ljós í þessari viku þar sem konur segja yfirmenn sína hafa brotið á sér kynferðislega. Þar eru ekki talin með tilfelli þar sem yfirmenn í FBI hafa ekki gefið upp að þeir hafi átt í sambandi við undirmenn sína. Þeim tilfellum hefur víst farið mjög fjölgandi á undanförnum árum. Svo mikið að rannsakendur hjá innri endurskoðenda FBI hafa lýst yfir áhyggjum af því og kallað eftir stefnubreytingu. Einn viðmælandi fréttaveitunnar kvartaði yfir því að yfirmaður hennar hefði sleikt hana í framan og káfað á henni í samkvæmi árið 2017. Hún segir kvörtunum sem þessum sópað undir teppið. Höfuðstöðvar Alríkislögreglu Bandaríkjanna í Washington DC.AP/J. David Ake Segir mönnum gert kleift að sleppa við refsingu Lögmaður konunnar sem hefur sakað yfirmann sinn um að kúga sig til kynferðisathafna segir það stefnu meðal yfirmanna FBI að gera stjórnendum sem hafa verið sakaðir um kynferðisbrot kleift að setjast hljóðlega í helgan stein og sleppa þannig við nokkurs konar refsingu. AP segir einnig að ásakanirnar hafi fangað athygli þingmanna og annarra sem hafa látið þessi mál sig varða. Kallað hefur verið eftir því að utanaðkomandi aðilar verði fengnir til að fara yfir innri rannsóknir FBI og að uppljóstrarar fái ákveðna vernd. Rúmlega 35 þúsund manns starfa hjá FBI og fréttaveitan segir embættið gefa lítið upp verðandi ásakanir um kynferðislegt ofbeldi. Bandaríkin Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Í einu tilfelli settist aðstoðarframkvæmdastjóri í helgan stein eftir að hann var sakaður um að káfa á konu. Annar yfirmaður hætti eftir að hafa áreitt minnst átta starfsmenn sína kynferðislega. Einn til viðbótar settist einnig í helgan stein eftir að hann var sakaður um að hafa kúgað unga samstarfskonu sína til kynlífsathafna. Þetta er meðal dæma sem rannsókn AP fréttaveitunnar hefur leitt í ljós og í öllum þessum tilvikum héldu mennirnir fullum eftirlaunum sínum og öðrum kjörum og var ekkert refsað. Rannsókn AP sýndi fram á að minnst sex yfirmenn hafa verið sakaðir um kynferðisbrot á síðustu fimm árum. Þar á meðal eru tvær nýjar ásakanir sem litu dagsins ljós í þessari viku þar sem konur segja yfirmenn sína hafa brotið á sér kynferðislega. Þar eru ekki talin með tilfelli þar sem yfirmenn í FBI hafa ekki gefið upp að þeir hafi átt í sambandi við undirmenn sína. Þeim tilfellum hefur víst farið mjög fjölgandi á undanförnum árum. Svo mikið að rannsakendur hjá innri endurskoðenda FBI hafa lýst yfir áhyggjum af því og kallað eftir stefnubreytingu. Einn viðmælandi fréttaveitunnar kvartaði yfir því að yfirmaður hennar hefði sleikt hana í framan og káfað á henni í samkvæmi árið 2017. Hún segir kvörtunum sem þessum sópað undir teppið. Höfuðstöðvar Alríkislögreglu Bandaríkjanna í Washington DC.AP/J. David Ake Segir mönnum gert kleift að sleppa við refsingu Lögmaður konunnar sem hefur sakað yfirmann sinn um að kúga sig til kynferðisathafna segir það stefnu meðal yfirmanna FBI að gera stjórnendum sem hafa verið sakaðir um kynferðisbrot kleift að setjast hljóðlega í helgan stein og sleppa þannig við nokkurs konar refsingu. AP segir einnig að ásakanirnar hafi fangað athygli þingmanna og annarra sem hafa látið þessi mál sig varða. Kallað hefur verið eftir því að utanaðkomandi aðilar verði fengnir til að fara yfir innri rannsóknir FBI og að uppljóstrarar fái ákveðna vernd. Rúmlega 35 þúsund manns starfa hjá FBI og fréttaveitan segir embættið gefa lítið upp verðandi ásakanir um kynferðislegt ofbeldi.
Bandaríkin Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira