„Við erum framtíðin“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2020 10:30 Grindavíkurstúlkur fagna hér Íslandsmeistaratitli. KKÍ Ungt körfuboltafólk hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af því að bæði eldra og yngra fólk megi nú æfa íþróttir sínar en ekki þau. Leikmenn í efstu deilum karla og kvenna á Íslandi mega nú æfa á nýjan leik og í fyrra sinn síðan í byrjun október eftir rýmkanir á sóttvarnarreglum. Unglingar landsins eru aftur á móti áfram á rauðu ljósi. Unglingar á aldrinum sextán til átján ára mega ekki æfa en þetta er viðkvæmur aldur þar sem er mikil hætta á brottfalli sem yrði mjög slæmt, ekki aðeins fyrir þau sjálf heldur einnig fyrir framtíð þeirra íþróttagreina á Íslandi. Leikmenn í drengja-, stúlkna- og unglingaflokki í körfubolta hafa nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau vekja athygli á sinni stöðu og setja pressu á að þeim verði leyft að æfa íþrótt sína á nýjan leik. Þessi yfirlýsing er frá ungu körfuboltafólki en flestar íþróttagreinar á Íslandi gætu nú tekið undir þetta með þeim. Það eru margir sem óttast það að þessi kórónuveirufaraldur geti haft mjög alvarleg áhrif meðal unglinga landsins sem hafa ekki mátt æfa í að verða þrjá mánuði. Karen Lind Helgadóttir, sautján ára körfuboltakona frá Akureyri sem spilar með Tindastól, skrifaði þessa yfirlýsingu fyrir hönd leikmanna drengja-, stúlkna- og unglingaflokks í körfubolta á Íslandi. Hana má sjá hér fyrir neðan. Við erum framtíðin Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum að tilkynnt var um nýjar sóttvarnareglur fyrir okkur þjóðina í gær. Í þessum sóttvarnarreglum kom fram að en þá verður 10 manna samkomubann, opnað verður fyrir sundlaugar og úrvalsdeildarlið íþrótta mega byrja æfa aftur. --- Okkur langar að stíga fram og tala fyrir hönd unga fólksins sem hefur að okkar mati einhvern veginn týnst alveg í umræðunni þegar kemur að Covid-19. Okkur finnst fáránlegt að við sem erum á framhaldsskólaaldri séum ekki í forgangi að mega byrja stunda áhugamál okkar, semsagt mæta á æfingar, í æskulýðsstarf, fara í ræktina eða hvert svosem áhugamálið okkar er. Það hefur oft komið fram í rannsóknum að hreyfing er mjög mikilvæg fyrir andlega og líkamlega heilsu og er núna búið að loka á okkar leið til að fá þá útrás sem hreyfing er, í nokkrar vikur og nokkra mánuði ef við teljum allt árið með. --- Það sem okkur langar hins vegar að koma á framfæri er að drengja- ,stúlkna- og unglingaflokkur fá ekki að æfa. Við héldum að þetta myndu vera allra fyrstu flokkarnir til að detta inn í tilslakanir yfirvalda og finnst okkur þetta fáránleg forgangsröðun hjá stjórnvöldum. --- Í stað þess að leyfa æfingar hjá úrvalsdeildarliðum finnst okkur að það hefði fyrst átt að leyfa æfingar hjá öllum yngri flokkum íþróttafélaganna. Við megum ekki gleyma því að flokkarnir okkar tilheyra barna-og unglingastarfi félagsliðanna. -- Unga fólkið er að reyna að gera allt til vinna að sínum stærstu markmiðum, t.d. að verða atvinnumenn, landsliðsmenn, komast út í háskóla eða hvað sem er. Því miður getum við ekkert gert nema fara út að hlaupa í snjónum og gera armbeygjur heima. Þau hafa ekki komist inn í íþróttahús mest megnis af árinu og geta lítið gert til að ná sinni allra bestu frammistöðu í sinni íþrótt. Þetta ár sem við erum að missa af í íþróttahúsinu er eitt af því mikilvægasta hjá okkur, á þessum árum erum við að æfa eins og brjálæðingar, erum á 2-3 æfingum á dag alla daga vikunnar og náum við mestum framförum á þessum árum. Við getum hins vegar ekki gert neitt núna nema gera það besta í stöðunni og gera heimaæfingar og fara út að hlaupa sem okkur finnst ekki vera nóg. --- Það hefur verið mikið í umræðunni að félögin séu að tapa miklum peningum og það sé ein af ástæðum þess að úrvalsdeildarliðin fengu að byrja að æfa aftur. Nú spyr við, hvort er andleg og líkamleg heilsa unglinga eða peningar félaganna mikilvægari? --- Það er gjörsamlega búið að loka á allt líf okkar krakkanna í framhaldsskóla, við fáum ekki að mæta á æfingar, ekki í skólann, ekkert félagslíf, gjörsamlega búið að loka á allt lífið okkar á þessu ári. Félagsþörfin er sennilega aldrei meiri en akkúrat á þessum árum, við erum á mjög viðkæmum aldri og skiptir góð andleg og líkamleg heilsa mjög miklu máli en það er eins og flest öllum sé alveg sama um framtíðina en við unga fólkið eru framtíðin í þessu þjóðfélagi. -- Það er mikilvægt fyrir okkur unga fólkið að við upplifum að það sé hlustað á okkur, að okkar skoðanir og okkar raddir heyrist. Það er okkar upplifun að það sé ekki verið verið að hlusta og ekki verið að koma til móts við okkar þarfir. Það er enginn sem talar við okkar og enginn sem hlustar. Erum við ekki hluti af þessu samfélagi? Er of mikils að ætlast til þess að það sé útskýrt fyrir okkur afhverju við fáum ekki að stunda okkar áhugamál? Það þarf að ræða hlutina, tala og hlusta. Talið við okkur, ekki tala til okkar, hlustið á okkur og heyrið hvað við höfum að segja. --- Við erum FRAMTÍÐIN, Fyrirfram þakkir, Leikmenn drengja-, stúlkna- og unglingaflokks. Körfubolti Íþróttir barna Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Sjá meira
Leikmenn í efstu deilum karla og kvenna á Íslandi mega nú æfa á nýjan leik og í fyrra sinn síðan í byrjun október eftir rýmkanir á sóttvarnarreglum. Unglingar landsins eru aftur á móti áfram á rauðu ljósi. Unglingar á aldrinum sextán til átján ára mega ekki æfa en þetta er viðkvæmur aldur þar sem er mikil hætta á brottfalli sem yrði mjög slæmt, ekki aðeins fyrir þau sjálf heldur einnig fyrir framtíð þeirra íþróttagreina á Íslandi. Leikmenn í drengja-, stúlkna- og unglingaflokki í körfubolta hafa nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau vekja athygli á sinni stöðu og setja pressu á að þeim verði leyft að æfa íþrótt sína á nýjan leik. Þessi yfirlýsing er frá ungu körfuboltafólki en flestar íþróttagreinar á Íslandi gætu nú tekið undir þetta með þeim. Það eru margir sem óttast það að þessi kórónuveirufaraldur geti haft mjög alvarleg áhrif meðal unglinga landsins sem hafa ekki mátt æfa í að verða þrjá mánuði. Karen Lind Helgadóttir, sautján ára körfuboltakona frá Akureyri sem spilar með Tindastól, skrifaði þessa yfirlýsingu fyrir hönd leikmanna drengja-, stúlkna- og unglingaflokks í körfubolta á Íslandi. Hana má sjá hér fyrir neðan. Við erum framtíðin Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum að tilkynnt var um nýjar sóttvarnareglur fyrir okkur þjóðina í gær. Í þessum sóttvarnarreglum kom fram að en þá verður 10 manna samkomubann, opnað verður fyrir sundlaugar og úrvalsdeildarlið íþrótta mega byrja æfa aftur. --- Okkur langar að stíga fram og tala fyrir hönd unga fólksins sem hefur að okkar mati einhvern veginn týnst alveg í umræðunni þegar kemur að Covid-19. Okkur finnst fáránlegt að við sem erum á framhaldsskólaaldri séum ekki í forgangi að mega byrja stunda áhugamál okkar, semsagt mæta á æfingar, í æskulýðsstarf, fara í ræktina eða hvert svosem áhugamálið okkar er. Það hefur oft komið fram í rannsóknum að hreyfing er mjög mikilvæg fyrir andlega og líkamlega heilsu og er núna búið að loka á okkar leið til að fá þá útrás sem hreyfing er, í nokkrar vikur og nokkra mánuði ef við teljum allt árið með. --- Það sem okkur langar hins vegar að koma á framfæri er að drengja- ,stúlkna- og unglingaflokkur fá ekki að æfa. Við héldum að þetta myndu vera allra fyrstu flokkarnir til að detta inn í tilslakanir yfirvalda og finnst okkur þetta fáránleg forgangsröðun hjá stjórnvöldum. --- Í stað þess að leyfa æfingar hjá úrvalsdeildarliðum finnst okkur að það hefði fyrst átt að leyfa æfingar hjá öllum yngri flokkum íþróttafélaganna. Við megum ekki gleyma því að flokkarnir okkar tilheyra barna-og unglingastarfi félagsliðanna. -- Unga fólkið er að reyna að gera allt til vinna að sínum stærstu markmiðum, t.d. að verða atvinnumenn, landsliðsmenn, komast út í háskóla eða hvað sem er. Því miður getum við ekkert gert nema fara út að hlaupa í snjónum og gera armbeygjur heima. Þau hafa ekki komist inn í íþróttahús mest megnis af árinu og geta lítið gert til að ná sinni allra bestu frammistöðu í sinni íþrótt. Þetta ár sem við erum að missa af í íþróttahúsinu er eitt af því mikilvægasta hjá okkur, á þessum árum erum við að æfa eins og brjálæðingar, erum á 2-3 æfingum á dag alla daga vikunnar og náum við mestum framförum á þessum árum. Við getum hins vegar ekki gert neitt núna nema gera það besta í stöðunni og gera heimaæfingar og fara út að hlaupa sem okkur finnst ekki vera nóg. --- Það hefur verið mikið í umræðunni að félögin séu að tapa miklum peningum og það sé ein af ástæðum þess að úrvalsdeildarliðin fengu að byrja að æfa aftur. Nú spyr við, hvort er andleg og líkamleg heilsa unglinga eða peningar félaganna mikilvægari? --- Það er gjörsamlega búið að loka á allt líf okkar krakkanna í framhaldsskóla, við fáum ekki að mæta á æfingar, ekki í skólann, ekkert félagslíf, gjörsamlega búið að loka á allt lífið okkar á þessu ári. Félagsþörfin er sennilega aldrei meiri en akkúrat á þessum árum, við erum á mjög viðkæmum aldri og skiptir góð andleg og líkamleg heilsa mjög miklu máli en það er eins og flest öllum sé alveg sama um framtíðina en við unga fólkið eru framtíðin í þessu þjóðfélagi. -- Það er mikilvægt fyrir okkur unga fólkið að við upplifum að það sé hlustað á okkur, að okkar skoðanir og okkar raddir heyrist. Það er okkar upplifun að það sé ekki verið verið að hlusta og ekki verið að koma til móts við okkar þarfir. Það er enginn sem talar við okkar og enginn sem hlustar. Erum við ekki hluti af þessu samfélagi? Er of mikils að ætlast til þess að það sé útskýrt fyrir okkur afhverju við fáum ekki að stunda okkar áhugamál? Það þarf að ræða hlutina, tala og hlusta. Talið við okkur, ekki tala til okkar, hlustið á okkur og heyrið hvað við höfum að segja. --- Við erum FRAMTÍÐIN, Fyrirfram þakkir, Leikmenn drengja-, stúlkna- og unglingaflokks.
Við erum framtíðin Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum að tilkynnt var um nýjar sóttvarnareglur fyrir okkur þjóðina í gær. Í þessum sóttvarnarreglum kom fram að en þá verður 10 manna samkomubann, opnað verður fyrir sundlaugar og úrvalsdeildarlið íþrótta mega byrja æfa aftur. --- Okkur langar að stíga fram og tala fyrir hönd unga fólksins sem hefur að okkar mati einhvern veginn týnst alveg í umræðunni þegar kemur að Covid-19. Okkur finnst fáránlegt að við sem erum á framhaldsskólaaldri séum ekki í forgangi að mega byrja stunda áhugamál okkar, semsagt mæta á æfingar, í æskulýðsstarf, fara í ræktina eða hvert svosem áhugamálið okkar er. Það hefur oft komið fram í rannsóknum að hreyfing er mjög mikilvæg fyrir andlega og líkamlega heilsu og er núna búið að loka á okkar leið til að fá þá útrás sem hreyfing er, í nokkrar vikur og nokkra mánuði ef við teljum allt árið með. --- Það sem okkur langar hins vegar að koma á framfæri er að drengja- ,stúlkna- og unglingaflokkur fá ekki að æfa. Við héldum að þetta myndu vera allra fyrstu flokkarnir til að detta inn í tilslakanir yfirvalda og finnst okkur þetta fáránleg forgangsröðun hjá stjórnvöldum. --- Í stað þess að leyfa æfingar hjá úrvalsdeildarliðum finnst okkur að það hefði fyrst átt að leyfa æfingar hjá öllum yngri flokkum íþróttafélaganna. Við megum ekki gleyma því að flokkarnir okkar tilheyra barna-og unglingastarfi félagsliðanna. -- Unga fólkið er að reyna að gera allt til vinna að sínum stærstu markmiðum, t.d. að verða atvinnumenn, landsliðsmenn, komast út í háskóla eða hvað sem er. Því miður getum við ekkert gert nema fara út að hlaupa í snjónum og gera armbeygjur heima. Þau hafa ekki komist inn í íþróttahús mest megnis af árinu og geta lítið gert til að ná sinni allra bestu frammistöðu í sinni íþrótt. Þetta ár sem við erum að missa af í íþróttahúsinu er eitt af því mikilvægasta hjá okkur, á þessum árum erum við að æfa eins og brjálæðingar, erum á 2-3 æfingum á dag alla daga vikunnar og náum við mestum framförum á þessum árum. Við getum hins vegar ekki gert neitt núna nema gera það besta í stöðunni og gera heimaæfingar og fara út að hlaupa sem okkur finnst ekki vera nóg. --- Það hefur verið mikið í umræðunni að félögin séu að tapa miklum peningum og það sé ein af ástæðum þess að úrvalsdeildarliðin fengu að byrja að æfa aftur. Nú spyr við, hvort er andleg og líkamleg heilsa unglinga eða peningar félaganna mikilvægari? --- Það er gjörsamlega búið að loka á allt líf okkar krakkanna í framhaldsskóla, við fáum ekki að mæta á æfingar, ekki í skólann, ekkert félagslíf, gjörsamlega búið að loka á allt lífið okkar á þessu ári. Félagsþörfin er sennilega aldrei meiri en akkúrat á þessum árum, við erum á mjög viðkæmum aldri og skiptir góð andleg og líkamleg heilsa mjög miklu máli en það er eins og flest öllum sé alveg sama um framtíðina en við unga fólkið eru framtíðin í þessu þjóðfélagi. -- Það er mikilvægt fyrir okkur unga fólkið að við upplifum að það sé hlustað á okkur, að okkar skoðanir og okkar raddir heyrist. Það er okkar upplifun að það sé ekki verið verið að hlusta og ekki verið að koma til móts við okkar þarfir. Það er enginn sem talar við okkar og enginn sem hlustar. Erum við ekki hluti af þessu samfélagi? Er of mikils að ætlast til þess að það sé útskýrt fyrir okkur afhverju við fáum ekki að stunda okkar áhugamál? Það þarf að ræða hlutina, tala og hlusta. Talið við okkur, ekki tala til okkar, hlustið á okkur og heyrið hvað við höfum að segja. --- Við erum FRAMTÍÐIN, Fyrirfram þakkir, Leikmenn drengja-, stúlkna- og unglingaflokks.
Körfubolti Íþróttir barna Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Sjá meira