22 milljarða samdráttur í veitingageiranum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2020 07:55 Veitingamenn hafa þurft að sæta takmörkunum á sínum rekstri vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda auk þess sem mikil fækkun ferðamanna hefur haft mikil áhrif á tekjuöflun í geiranum. Vísir/Vilhelm Kortavelta í veitingageiranum hefur dregist saman um 22 milljarða að raunvirði frá því í mars á þessu ári þar til í október sé miðað við veltuna á árinu 2019. Þetta leiðir greining Samtaka atvinnulífsins (SA) í ljós en fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag. Eins og þekkt er hefur kórónuveirufaraldurinn leikið veitingabransann grátt. Ferðamönnum hefur fækkað gríðarlega á árinu og þá hefur geirinn þurft að sæta takmörkunum varðandi fjölda viðskiptavina og opnunartíma í sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda. Greining SA leiðir í ljós að kortavelta frá erlendum ferðamönnum hefur dregist saman um nær 19 milljarða á því tímabili sem greiningin nær til. Samdráttur í innlendri kortaveltu er því um þrír milljarðar. Þá hafa þúsundir starfa í bransanum glatast þrátt fyrir ýmsar aðgerðir stjórnvalda sem ætlað er að vinna gegn auknu atvinnuleysi. Ófyrirsjáanleiki ofan á mikið tekjutap Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, segir í samtali við Fréttablaðið að um þriðjungur tekna veitingageirans undanfarin ár hafi komið frá erlendum ferðamönnum. Reksturinn sé því ansi háður þeim hópi viðskiptavina enda megi flokka veitingageirann sem hluta af ferðaþjónustunni. Ofan á mikið tekjutap hafi veitingamenn síðan þurft að eiga við mikinn ófyrirsjáanleika í sínum rekstri að sögn Önnu Hrefnu. „Ítrekað hafa verið gerðar breytingar á fyrirkomulagi sóttvarna innanlands með skömmum fyrirvara frá því faraldurinn hófst. Það hefur því reynst erfitt að halda utan um bókanir, aðfangakaup og starfsmannahald með þá óvissu sem er uppi um aðgerðir hverju sinni. Þetta kemur auðvitað niður á rekstrinum,“ segir Anna Hrefna. Því hafi margir veitingamenn ekki getað annað en hætt rekstri á meðan aðrir hafi gripið til hagræðingaraðgerða sem fækkað hafi störfum í greininni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira
Þetta leiðir greining Samtaka atvinnulífsins (SA) í ljós en fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag. Eins og þekkt er hefur kórónuveirufaraldurinn leikið veitingabransann grátt. Ferðamönnum hefur fækkað gríðarlega á árinu og þá hefur geirinn þurft að sæta takmörkunum varðandi fjölda viðskiptavina og opnunartíma í sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda. Greining SA leiðir í ljós að kortavelta frá erlendum ferðamönnum hefur dregist saman um nær 19 milljarða á því tímabili sem greiningin nær til. Samdráttur í innlendri kortaveltu er því um þrír milljarðar. Þá hafa þúsundir starfa í bransanum glatast þrátt fyrir ýmsar aðgerðir stjórnvalda sem ætlað er að vinna gegn auknu atvinnuleysi. Ófyrirsjáanleiki ofan á mikið tekjutap Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, segir í samtali við Fréttablaðið að um þriðjungur tekna veitingageirans undanfarin ár hafi komið frá erlendum ferðamönnum. Reksturinn sé því ansi háður þeim hópi viðskiptavina enda megi flokka veitingageirann sem hluta af ferðaþjónustunni. Ofan á mikið tekjutap hafi veitingamenn síðan þurft að eiga við mikinn ófyrirsjáanleika í sínum rekstri að sögn Önnu Hrefnu. „Ítrekað hafa verið gerðar breytingar á fyrirkomulagi sóttvarna innanlands með skömmum fyrirvara frá því faraldurinn hófst. Það hefur því reynst erfitt að halda utan um bókanir, aðfangakaup og starfsmannahald með þá óvissu sem er uppi um aðgerðir hverju sinni. Þetta kemur auðvitað niður á rekstrinum,“ segir Anna Hrefna. Því hafi margir veitingamenn ekki getað annað en hætt rekstri á meðan aðrir hafi gripið til hagræðingaraðgerða sem fækkað hafi störfum í greininni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira