Með þessu er brotin 130 ára löng hefð en hingað til hefur ekki tíðkast að fyrirskipa aftökur hjá alríkinu á þeim tíma sem líður frá kosningum og uns nýr forseti tekur við embætti.
Ef Trump verður að ósk sinni og fimm verða teknir af lífi á þessu tímabili mun hann skrá sig í sögubækurnar sem sá forseti sem hefur fyrirskipað flestar aftökur á vegum alríkisins í heila öld eða alls þrettán, en í Bandaríkjunum er algengara að aftökur séu framkvæmdar af einstaka ríkjum frekar en á alríkisstiginu.
Þessi refsigleði forsetans er í algjörri andstöðu við áherslur Bidens, sem hefur sagst ætla að vinna að því að afnema dauðarefsinguna í Bandaríkjunum.
Raunar voru dauðarefsingar vegum alríkisins bannaðar í langan tíma og ekki leyfðar á ný fyrr en með hæstaréttardómi árið 1988. Og þrátt fyrir það hafa þær verið afar fátíðar, uns Trump tók við embætti, eða þrjár.