Fjórtán reknir úr bandaríska hernum eftir dauða Guillen Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. desember 2020 20:54 Guillen hvarf í lok aprílmánaðar af herstöðinni Fort Hood. Lík hennar fannst ekki fyrr en í lok júní. Getty/Rich Fury Bandaríski herinn hefur ákveðið að reka eða víkja fjórtán hermönnum frá Fort Hood herstöðinni frá störfum. Um er að ræða bæði yfirmenn í hernum og lægra setta hermenn. Að sögn hersins hafa þeir verið reknir vegna ítrekaðs ofbeldis, þar á meðal morða og kynferðisbrota, á stöðinni. Bandaríski herinn hóf rannsókn á aðstæðum á herstöðinni eftir að hermaðurinn Vanessa Guillen var myrt í apríl á þessu ári. Vanessa hafði greint fjölskyldu sinni frá því áður en hún var myrt að hún hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni en hafi ekki þorað að greina hernum frá því. Ryan McCarthy, hermálaráðherra Bandaríkjanna, segir að vandamálin í Fort Hood megi rekja beint til mistaka yfirmanna á stöðinni. Þá hefur herin breytt verklagsreglum um það hve langur tími skuli líða frá því að hermaður hverfi þar til mál hans er tekið til rannsóknar. Nú munu yfirmenn þurfa að skrá stöðu hermanns sem horfinn er sem „fjarverandi – óþekkt“ í allt að 48 tíma eftir að hermaðurinn hverfur. Á sama tíma þurfa yfirmenn að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að reyna að finna einstaklinginn og skera úr um hvort að hann hafi látið sig hverfa af sjálfsdáðum eða ekki áður en yfirmaðurinn skráir það niður að hann sé fjarverandi án leyfist (e. Awol). Meðal þeirra sem reknir voru af stöðinni í dag eru Scott Efflandt og Jeffry Broadwater sem báðir voru undirhershöfðingjar (e. major general). Guillen var tvítug þegar hún hvarf og spurðist ekkert til hennar í um tvo mánuði áður en lík hennar fannst í lok júní. Rannsakendur segja dánarorsök hennar hafa verið höfuðhögg sem henni var veitt í Fort Hood. Stuttu eftir að hún hvarf stóð fjölskylda hennar að daglegum mótmælum fyrir utan Fort Hood til þess að krefja yfirmenn Guillen um að hennar yrði leitað. Viðbrögðum hersins við morðinu á Guillen og tíðni ofbeldisverka innan hersins hefur verið harðlega mótmælt.Getty/Rich Fury Aaron Robinson, tæknisérfræðingur í hernum, var sakaður um morðið en hann tók eigið líf þann 1. júlí síðastliðinn þegar lögreglan gerði tilraun til að handtaka hann. Að sögn fjölskyldu Guillen hafði Robinson ítrekað beitt hana kynferðislegu áreiti en herinn segir að Guillen hafi aldrei látið vita af því að hún hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Morðið er enn í rannsókn. Kærasta Robinson, Cecily Anne Aguilar, er grunuð um að hafa átt aðild að morðinu. Tuttugu og fimm hermenn sem störfuðu í Fort Hood, sem er ein stærsta herstöð Bandaríkjanna þar í landi, hafa á þessu ári látist, annað hvort af völdum sjálfsvígs, morðs eða af slysförum. Fort Hood er alræmt fyrir ofbeldi og hefur fjöldi kvenna sem starfað hafa í hernum greint frá ofbeldi sem þær urðu fyrir á starfstíma sínum síðan Guillen hvarf. Bandaríkin Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Bandaríski herinn hóf rannsókn á aðstæðum á herstöðinni eftir að hermaðurinn Vanessa Guillen var myrt í apríl á þessu ári. Vanessa hafði greint fjölskyldu sinni frá því áður en hún var myrt að hún hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni en hafi ekki þorað að greina hernum frá því. Ryan McCarthy, hermálaráðherra Bandaríkjanna, segir að vandamálin í Fort Hood megi rekja beint til mistaka yfirmanna á stöðinni. Þá hefur herin breytt verklagsreglum um það hve langur tími skuli líða frá því að hermaður hverfi þar til mál hans er tekið til rannsóknar. Nú munu yfirmenn þurfa að skrá stöðu hermanns sem horfinn er sem „fjarverandi – óþekkt“ í allt að 48 tíma eftir að hermaðurinn hverfur. Á sama tíma þurfa yfirmenn að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að reyna að finna einstaklinginn og skera úr um hvort að hann hafi látið sig hverfa af sjálfsdáðum eða ekki áður en yfirmaðurinn skráir það niður að hann sé fjarverandi án leyfist (e. Awol). Meðal þeirra sem reknir voru af stöðinni í dag eru Scott Efflandt og Jeffry Broadwater sem báðir voru undirhershöfðingjar (e. major general). Guillen var tvítug þegar hún hvarf og spurðist ekkert til hennar í um tvo mánuði áður en lík hennar fannst í lok júní. Rannsakendur segja dánarorsök hennar hafa verið höfuðhögg sem henni var veitt í Fort Hood. Stuttu eftir að hún hvarf stóð fjölskylda hennar að daglegum mótmælum fyrir utan Fort Hood til þess að krefja yfirmenn Guillen um að hennar yrði leitað. Viðbrögðum hersins við morðinu á Guillen og tíðni ofbeldisverka innan hersins hefur verið harðlega mótmælt.Getty/Rich Fury Aaron Robinson, tæknisérfræðingur í hernum, var sakaður um morðið en hann tók eigið líf þann 1. júlí síðastliðinn þegar lögreglan gerði tilraun til að handtaka hann. Að sögn fjölskyldu Guillen hafði Robinson ítrekað beitt hana kynferðislegu áreiti en herinn segir að Guillen hafi aldrei látið vita af því að hún hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Morðið er enn í rannsókn. Kærasta Robinson, Cecily Anne Aguilar, er grunuð um að hafa átt aðild að morðinu. Tuttugu og fimm hermenn sem störfuðu í Fort Hood, sem er ein stærsta herstöð Bandaríkjanna þar í landi, hafa á þessu ári látist, annað hvort af völdum sjálfsvígs, morðs eða af slysförum. Fort Hood er alræmt fyrir ofbeldi og hefur fjöldi kvenna sem starfað hafa í hernum greint frá ofbeldi sem þær urðu fyrir á starfstíma sínum síðan Guillen hvarf.
Bandaríkin Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira