Barack Obama spilaði á sínum tíma körfubolta með Punahou menntaskólanum á Havaíeyjum og treyja hans frá þeim tíma sló met LeBron James síðastliðinn föstudag.
Treyjan hans Barack Obama seldist nefnilega á 192 þúsund dollara á uppboði í Beverly Hills í Kaliforníu en það gera meira en 24 milljónir íslenskra króna.
Barack Obama's high school basketball jersey has sold for $192,000! A new World Record for a high school jersey sold at auction!
— Basketball Forever (@Bballforeverfb) December 7, 2020
The price broke the previous record set by LeBron, whose 2002 St. Vincent-St. Mary's jersey sold for $187,500 in 2019.
(via Julien's Auctions) pic.twitter.com/qSAzxYsE1O
Með þessu er treyja Obama orðinn verðmætasta menntaskólatreyja sögunnar en gamla metið átti treyja LeBron James síðan hann spilað með St. Vincent-St. Mary´s menntaskólanum.
Treyja LeBrons seldist á rúma 187 þúsund dollara á sínum tíma en það var treyjan sem LeBron James var í á forsíðu Sports Illustrated árið 2002 undir fyrirsögninni „The Chosen One“ eða hinn útvaldi.
Barack Obama spilaði í treyju 23 hjá Punahou skólanum veturinn 1978-79 og hjálpaði liði sínu að verða fylkismeistari.
Athygli vekur að Obama spilaði í treyju 23 en Michael Jordan kom ekki inn í NBA-deildina fyrr en árið 1984 og var á þeim tíma ennþá í Emsley A. Laney menntaskólanum í Norður-Karólínu.