Íslenskur tónlistariðnaður undirbýr sig fyrir ný tækifæri Stefán Árni Pálsson skrifar 7. desember 2020 17:02 Framtíðin gæti litið öðruvísi út á tónleikum. Hér má sjá mikla stemningu meðal áhorfenda á Iceland Airwaves fyrir heimsfaraldurinn. Á miðvikudaginn og fimmtudaginn fara fram fyrirlestrar, umræður og vinnusmiðjur í nafni tónlistarhraðalsins Firestarter. Þar verður áherslan á áhrif heimsfaraldur á þá starfsemi sem snýr að lifandi tónlistarflutningi og þá nýju framtíð sem blasir við tónleikastöðum, tónlistarhátíðum, tónleikahöldurum, tónlistarfólkinu sjálfu og tónleikaferðum þess í kjölfar COVID-19. Markmiðið með viðburðinum er að styðja við nýjar hugmyndir og auka verðmætasköpun í íslensku tónlistarumhverfi á tímum þegar miklar breytingar eru að eiga sér stað og fjölmörg tækifæri blasa við. Á meðal fyrirlesara á vinnusmiðjunni er Marc Geiger sem til ársins 2020 var einn af æðstu yfirmönnum William Morris Entertainment, einnar stærstu bókunarskrifstofu heims, auk þess að vera einn af stofnendum Lollapalooza tónlistarhátíðarinnar en hann fer nú fyrir verkefni sem kallast Save Live sem snýst um að koma tónleikastöðum til bjargar á tímum heimsfaraldurs. Deilir reynslu sinni á streymi Opnunarerindið verður í höndum Oisin Lunny sem er margverðlaunaður markaðsmaður, þekktur fyrirlesari um málefni sem tengjast listum og menningu og tækni og greinahöfundur fyrir m.a. Forbes og The Guardian. Beverley Whitrick frá Music Venue Trust í Brelandi mun veita þátttakendum innsýn í framtíð tónleikastaða en Music Venue Trust eru góðgerðasamtök sem vinna að því að vernda, bæta og tryggja tilvist sjálfstæðra tónleikastaða. Að lokum mun Ísleifur Þórhallsson hjá Senu Live segja frá tilrauninni með Live from Reykjavík streymishátíðina og fjalla um hvernig tónlistarhátíðir og tónleikahald almennt muni breytast í kjölfar COVID auk þess sem tónlistarmaðurinn Svavar Knútur mun deila af sinni reynslu af streymi á tímum COVID-19 og fjalla um þau tækifæri sem blasa við tónlistarfólki þegar kemur að streymi. Að fyrirlestrum loknum býðst þátttakendum að sækja vinnusmiðju sem miðar að því að rækta tónlistarfrumkvöðla, styrkja umgjörð viðskipta og efla tengsl tónlistar við umhverfi nýsköpunar og tækni. Umsjón með verkefninu er í höndum Icelandic Startups sem hefur í áraraðir veitt aðstoð við þróun viðskiptahugmynda og leitt saman hóp hagaðila með verðmætasköpun að leiðarljósi. Á vinnusmiðjunni verður farið yfir mótun nýrra viðskiptahugmynda, markaðssetningu á samfélagsmiðlum og gerð rekstraráætlana. Viðburðurinn fer fram með rafrænum hætti. Hægt er að skrá sig til þátttöku á vefsíðu Firestarter fram til miðnættis þann 8. desember. Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Fleiri fréttir 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Sjá meira
Þar verður áherslan á áhrif heimsfaraldur á þá starfsemi sem snýr að lifandi tónlistarflutningi og þá nýju framtíð sem blasir við tónleikastöðum, tónlistarhátíðum, tónleikahöldurum, tónlistarfólkinu sjálfu og tónleikaferðum þess í kjölfar COVID-19. Markmiðið með viðburðinum er að styðja við nýjar hugmyndir og auka verðmætasköpun í íslensku tónlistarumhverfi á tímum þegar miklar breytingar eru að eiga sér stað og fjölmörg tækifæri blasa við. Á meðal fyrirlesara á vinnusmiðjunni er Marc Geiger sem til ársins 2020 var einn af æðstu yfirmönnum William Morris Entertainment, einnar stærstu bókunarskrifstofu heims, auk þess að vera einn af stofnendum Lollapalooza tónlistarhátíðarinnar en hann fer nú fyrir verkefni sem kallast Save Live sem snýst um að koma tónleikastöðum til bjargar á tímum heimsfaraldurs. Deilir reynslu sinni á streymi Opnunarerindið verður í höndum Oisin Lunny sem er margverðlaunaður markaðsmaður, þekktur fyrirlesari um málefni sem tengjast listum og menningu og tækni og greinahöfundur fyrir m.a. Forbes og The Guardian. Beverley Whitrick frá Music Venue Trust í Brelandi mun veita þátttakendum innsýn í framtíð tónleikastaða en Music Venue Trust eru góðgerðasamtök sem vinna að því að vernda, bæta og tryggja tilvist sjálfstæðra tónleikastaða. Að lokum mun Ísleifur Þórhallsson hjá Senu Live segja frá tilrauninni með Live from Reykjavík streymishátíðina og fjalla um hvernig tónlistarhátíðir og tónleikahald almennt muni breytast í kjölfar COVID auk þess sem tónlistarmaðurinn Svavar Knútur mun deila af sinni reynslu af streymi á tímum COVID-19 og fjalla um þau tækifæri sem blasa við tónlistarfólki þegar kemur að streymi. Að fyrirlestrum loknum býðst þátttakendum að sækja vinnusmiðju sem miðar að því að rækta tónlistarfrumkvöðla, styrkja umgjörð viðskipta og efla tengsl tónlistar við umhverfi nýsköpunar og tækni. Umsjón með verkefninu er í höndum Icelandic Startups sem hefur í áraraðir veitt aðstoð við þróun viðskiptahugmynda og leitt saman hóp hagaðila með verðmætasköpun að leiðarljósi. Á vinnusmiðjunni verður farið yfir mótun nýrra viðskiptahugmynda, markaðssetningu á samfélagsmiðlum og gerð rekstraráætlana. Viðburðurinn fer fram með rafrænum hætti. Hægt er að skrá sig til þátttöku á vefsíðu Firestarter fram til miðnættis þann 8. desember.
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Fleiri fréttir 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Sjá meira