Með svarta beltið en gat lítið gert þegar hann fékk Fjallið ofan á sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2020 08:01 Hafþór Júlíus Björnsson er búinn að skera sig niður fyrir boxbardagann á næsta ári. Instagram/@thorbjornsson Josh Palmer er með svarta beltið í jiu-jitsu glímuíþróttinni en hann átti fá svör þegar hann fékk tækifæri til að glíma við Hafþór Júlíus Björnsson á dögunum. Hafþór Júlíus Björnsson heldur áfram að undirbúa sig fyrir boxbardagann í Las Vegas á næsta ári og íslenski aflraunamaðurinn er óhræddur við að víkka sjóndeildarhringinn sinn með því að kynnast öðrum bardagaíþróttum. Hafþór Júlíus Björnsson sýndi frá heimsókn sinni til Búdapest á dögunum en hann fékk þá góða kynningu á jiu-jitsu glímuíþróttinni þökk sé heiðurshallarmeðliminum Sebastian „Bas“ Rutten. Eftir að Sebastian „Bas“ Rutten hjálpaði Hafþóri að teygja á og gaf honum nokkur góð ráð þá var komið að smá bardaga á gólfinu. Hafþór Júlíus fékk að reyna sig á móti Josh Palmer sem er með svarta beltið í brasilísku jiu-jitsu. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Palmar sagði frá því í viðtali við Jiu-Jitsu Times að hann hafi ekki getað neitað möguleikanum á því að fá að reyna sig á móti manninum sem lék Fjallið í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Þetta hafi verið of gott tilboð til hafna. Hafþór Júlíus er ekki kallaður Fjallið af ástæðulausu því íslenski kraftajötuninn er engin smásmíði. Hann nýtti líka stærðina og þyngdina vel á móti Josh Palmer sem átti ekki möguleika eftir að hann lenti undir Fjallinu. Josh Palmer afsakaði reyndar með því að hann hefði ekkert glímt síðan í mars vegna kórónuveirufaraldursins en það breytir ekki því að Hafþór var of stór fyrir hann. Palmer talaði líka um það í fyrrnefndu viðtali að hann hafi fyrst og fremst hugsað um að slasa sig ekki. Það er skiljanlegt enda er mikill stærðarmunur á þeim félögum. Palmar slapp sem betur fer ómeiddur frá glímunni við Fjallið. Hafþór Júlíus sagði frá þessu ævintýri sínu í myndbandi á Youtube sem má sjá hér fyrir neðan. Það er mikill áhugi á þessari glím enda hafa yfir 80 þúsund manns horft á myndbandið þegar þetta er skrifað. watch on YouTube Box Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fleiri fréttir Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson heldur áfram að undirbúa sig fyrir boxbardagann í Las Vegas á næsta ári og íslenski aflraunamaðurinn er óhræddur við að víkka sjóndeildarhringinn sinn með því að kynnast öðrum bardagaíþróttum. Hafþór Júlíus Björnsson sýndi frá heimsókn sinni til Búdapest á dögunum en hann fékk þá góða kynningu á jiu-jitsu glímuíþróttinni þökk sé heiðurshallarmeðliminum Sebastian „Bas“ Rutten. Eftir að Sebastian „Bas“ Rutten hjálpaði Hafþóri að teygja á og gaf honum nokkur góð ráð þá var komið að smá bardaga á gólfinu. Hafþór Júlíus fékk að reyna sig á móti Josh Palmer sem er með svarta beltið í brasilísku jiu-jitsu. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Palmar sagði frá því í viðtali við Jiu-Jitsu Times að hann hafi ekki getað neitað möguleikanum á því að fá að reyna sig á móti manninum sem lék Fjallið í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Þetta hafi verið of gott tilboð til hafna. Hafþór Júlíus er ekki kallaður Fjallið af ástæðulausu því íslenski kraftajötuninn er engin smásmíði. Hann nýtti líka stærðina og þyngdina vel á móti Josh Palmer sem átti ekki möguleika eftir að hann lenti undir Fjallinu. Josh Palmer afsakaði reyndar með því að hann hefði ekkert glímt síðan í mars vegna kórónuveirufaraldursins en það breytir ekki því að Hafþór var of stór fyrir hann. Palmer talaði líka um það í fyrrnefndu viðtali að hann hafi fyrst og fremst hugsað um að slasa sig ekki. Það er skiljanlegt enda er mikill stærðarmunur á þeim félögum. Palmar slapp sem betur fer ómeiddur frá glímunni við Fjallið. Hafþór Júlíus sagði frá þessu ævintýri sínu í myndbandi á Youtube sem má sjá hér fyrir neðan. Það er mikill áhugi á þessari glím enda hafa yfir 80 þúsund manns horft á myndbandið þegar þetta er skrifað. watch on YouTube
Box Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fleiri fréttir Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Sjá meira