Trump segir Rudy Giuliani kominn með Covid-19 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2020 20:48 Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður Trump AP/Jacqueline Larma Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta og fyrrverandi borgarstjóri New York, hefur greinst með Covid-19. Frá þessu greinir Trump á Twitter. Giuliani, sem er 76 ára, hefur verið í fararbroddi baráttu Trumps fyrir því að snúa við niðurstöðum forsetakosninganna fyrir mánuði. Ekki kemur fram í tísti Trump hvenær Giuliani greindist eða hvort hann væri með einkenni. „Rudy Giuliani, langbesti borgarstjóri New York fyrr og síðar, og sá sem hefur verið óþreytandi í baráttunni að koma upp um langspilltustu kosningar í sögu Bandaríkjanna hefur greinst með Kína-vírusinn,“ segir Trump og notaði umdeilt orð yfir kórónuvírusinn. „Góðan bata Rudy, við höldum baráttunni áfram.“ Færslu Trump má sjá að neðan. .@RudyGiuliani, by far the greatest mayor in the history of NYC, and who has been working tirelessly exposing the most corrupt election (by far!) in the history of the USA, has tested positive for the China Virus. Get better soon Rudy, we will carry on!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 6, 2020 Trump greindist sjálfur með Covid-19 í október og dvaldi í þrjá daga á sjúkrahúsi í nágrenni Washington DC. Að minnsta kosti fjörutíu manns í nærumhverfi Trump hafa greinst með Covid-19 síðan í lok september. Þeirra á meðal Melania Trump forsetafrú, sonur hennar Barron, Donald Trump yngri auk ráðgjafa og repúblikana. Samkvæmt Johns Hopkins sjúkrahúsinu greindust tæplega 214 þúsund smitaðir vestanhafs í gær. 2254 létu lífið í gær í Bandaríkjunum af völdum Covid-19. Alls hafa rúmlega 280 þúsund manns vestan hafs látist og 14,6 milljónir smitast. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Giuliani, sem er 76 ára, hefur verið í fararbroddi baráttu Trumps fyrir því að snúa við niðurstöðum forsetakosninganna fyrir mánuði. Ekki kemur fram í tísti Trump hvenær Giuliani greindist eða hvort hann væri með einkenni. „Rudy Giuliani, langbesti borgarstjóri New York fyrr og síðar, og sá sem hefur verið óþreytandi í baráttunni að koma upp um langspilltustu kosningar í sögu Bandaríkjanna hefur greinst með Kína-vírusinn,“ segir Trump og notaði umdeilt orð yfir kórónuvírusinn. „Góðan bata Rudy, við höldum baráttunni áfram.“ Færslu Trump má sjá að neðan. .@RudyGiuliani, by far the greatest mayor in the history of NYC, and who has been working tirelessly exposing the most corrupt election (by far!) in the history of the USA, has tested positive for the China Virus. Get better soon Rudy, we will carry on!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 6, 2020 Trump greindist sjálfur með Covid-19 í október og dvaldi í þrjá daga á sjúkrahúsi í nágrenni Washington DC. Að minnsta kosti fjörutíu manns í nærumhverfi Trump hafa greinst með Covid-19 síðan í lok september. Þeirra á meðal Melania Trump forsetafrú, sonur hennar Barron, Donald Trump yngri auk ráðgjafa og repúblikana. Samkvæmt Johns Hopkins sjúkrahúsinu greindust tæplega 214 þúsund smitaðir vestanhafs í gær. 2254 létu lífið í gær í Bandaríkjunum af völdum Covid-19. Alls hafa rúmlega 280 þúsund manns vestan hafs látist og 14,6 milljónir smitast.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira