Lagið, eins og heiti þess gefur til kynna, er jólalag, enda styttist óðfluga í hátíðirnar. Því var ekki úr vegi að fá sveitina til að flytja ljúfa jólatóna fyrir áhorfendur.
GÓSS samanstendur af þeim Sigurði Guðmundssyni, Sigríði Thorlacius og Guðmundi Óskari, en nafn sveitarinnar er myndað úr upphafsstöfum þeirra.
Flutning sveitarinnar má sjá hér að neðan.