Bætir í kuldakastið eftir því sem líður á daginn fyrir norðan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2020 14:00 Sólin sleikti toppinn á Bláfjalli í Mývatnssveit í dag í tólf stiga frosti. Rosabaugur lét einnig sjá sig. Mynd/Ragnhildir Hólm Sigurðardóttir Fastlega má gera ráð fyrir því að það kólni enn frekar á Norðausturlandi eftir því sem líður á daginn. Lægsti hitastig á láglendi sem mælst hefur í dag var á Hvanneyri. Vel hefur gengið að veita heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu. Spáð hafði verið talsverðu kuldakasti nú um helgina og reiknað var með mesta kuldanum í morgunsárið. Það sem af er degi hefur hitastig mælst lægst á Hvanneyri, -16,8 gráður. Einnig hefur verið kalt á Þingvöllum og Húsafelli, þar sem kuldinn hefur lægst farið niður í -16,1 gráðu. Í höfuðborginni hefur einnig verið kalt en þó hefur vel gengið að veita heitu vatni samkvæmt tilkynningu frá Veitum. Höfuðborgarbúar voru beðnir um að spara heita vatnið um helgina. Virðast þeir hafa fylgt þeim tilmælum en noktun hefur ekki náð þeim hæðum sem Veitur reiknuðu með. Álagið verður áfram mikið á hitaveituna fram á sunnudagskvöld og því er fólk áfram hvatt til að fara sparlega með heita vatnið Mesta frost sem mælst hefur á landinu í dag var á Dyngjujökli þar sem veðurstöð Veðurstofunnar mældi -23,8 gráður. Kuldapollar sem hreyfast ekki neitt Á Norðausturlandi hefur einnig verið kalt í dag og var frostið um -10 gráður á Akureyri um hádegisbilið. Frekar er þó gert ráð fyrir að það kólni enn frekar þar eftir því sem líður á daginn. „Ég held að hitatölur gætu enn átt að fara neðar á Norðausturlandi. Það er enn ekki búið að ná hámarki kuldakastið þar, segir Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hvað veldur? „Það er af því að það var skýjað og norðanátt þar. Með þessari norðanátt síðustu daga hefur borist mjög kaldur loftmassi yfir landið. Svo þegar lægir og léttir til þá er grunnt lag af lofti alveg næst jörðu sem að kólnar vegna útgeislunar í skammdeginu. Sólinn er náttúrulega ekki að gera neitt gagn núna. Það er kalt á Akureyri, og gæti farið kólnandi.Vísir/Tryggvi Það myndast svokallað hitahvarf og þá verður alltaf kaldara og kaldara þetta neðsta lag. Það verður þyngra og þyngra eftir því sem það kólnar og þá haggast það ekki neitt. Þegar þetta tvennt spilar saman, að loftmassinn er kaldur eftir norðanáttina og það lægir og léttir til, þá er þetta neðsta lag bara í friði að kólna og hreyfist ekki neitt,“ segir Teitur. Veðurhorfur á landinu Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða bjart veður, en 5-10 m/s og stöku él með suðvestur- og vesturströndinni seinnipartinn. Frost 3 til 17 stig, kaldast í innsveitum. Gengur í austan 8-15 m/s á Suður- og Vesturlandi síðdegis á morgun og snjókoma með köflum, en slydda eða rigning á láglendi um kvöldið og hlánar. Hægari vindur á Norður- og Austurlandi, áfram bjart og kalt veður á þeim slóðum. Hitastaðan yfir landinu klukkan 18 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag: Suðaustan 5-13 m/s og rigning eða snjókoma með köflum, einkum vestast á landinu. Hiti 0 til 4 stig. Bjartviðri á Norður- og Austurlandi og frost 1 til 7 stig. Á þriðjudag: Suðlæg eða breytileg átt 3-8. Dálítil snjókoma af og til, en rigning með suðurströndinni. Þurrt að kalla norðaustanlands. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust syðst. Á miðvikudag: Suðaustan 13-18 og rigning eða slydda, Hiti 1 til 6 stig. Heldur hægari vindur og dálítil snjókoma um landið norðanvert, hiti um frostmark. Á fimmtudag og föstudag: Austlæg átt og rigning með köflum sunnantil á landinu, en þurrt norðanlands. Hiti 2 til 7 stig. Veður Akureyri Tengdar fréttir Frost á bilinu þrjú til sextán stig í dag Það verður nokkuð kalt í veðri í dag, en frostið verður yfirleitt á bilinu þrjú til sextán stig, kaldast í innsveitum norðanlands. 5. desember 2020 07:39 Kaldasti tíminn í fyrramálið: „Kæmi ekki á óvart að sjá mæla skríða undir 20 stigin“ Norðanáttin er farin að gefa eftir en þá nær kalda loftið yfir landinu að komast niður að yfirborðinu og verður kaldasti tíminn í fyrramálið að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 4. desember 2020 07:01 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Spáð hafði verið talsverðu kuldakasti nú um helgina og reiknað var með mesta kuldanum í morgunsárið. Það sem af er degi hefur hitastig mælst lægst á Hvanneyri, -16,8 gráður. Einnig hefur verið kalt á Þingvöllum og Húsafelli, þar sem kuldinn hefur lægst farið niður í -16,1 gráðu. Í höfuðborginni hefur einnig verið kalt en þó hefur vel gengið að veita heitu vatni samkvæmt tilkynningu frá Veitum. Höfuðborgarbúar voru beðnir um að spara heita vatnið um helgina. Virðast þeir hafa fylgt þeim tilmælum en noktun hefur ekki náð þeim hæðum sem Veitur reiknuðu með. Álagið verður áfram mikið á hitaveituna fram á sunnudagskvöld og því er fólk áfram hvatt til að fara sparlega með heita vatnið Mesta frost sem mælst hefur á landinu í dag var á Dyngjujökli þar sem veðurstöð Veðurstofunnar mældi -23,8 gráður. Kuldapollar sem hreyfast ekki neitt Á Norðausturlandi hefur einnig verið kalt í dag og var frostið um -10 gráður á Akureyri um hádegisbilið. Frekar er þó gert ráð fyrir að það kólni enn frekar þar eftir því sem líður á daginn. „Ég held að hitatölur gætu enn átt að fara neðar á Norðausturlandi. Það er enn ekki búið að ná hámarki kuldakastið þar, segir Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hvað veldur? „Það er af því að það var skýjað og norðanátt þar. Með þessari norðanátt síðustu daga hefur borist mjög kaldur loftmassi yfir landið. Svo þegar lægir og léttir til þá er grunnt lag af lofti alveg næst jörðu sem að kólnar vegna útgeislunar í skammdeginu. Sólinn er náttúrulega ekki að gera neitt gagn núna. Það er kalt á Akureyri, og gæti farið kólnandi.Vísir/Tryggvi Það myndast svokallað hitahvarf og þá verður alltaf kaldara og kaldara þetta neðsta lag. Það verður þyngra og þyngra eftir því sem það kólnar og þá haggast það ekki neitt. Þegar þetta tvennt spilar saman, að loftmassinn er kaldur eftir norðanáttina og það lægir og léttir til, þá er þetta neðsta lag bara í friði að kólna og hreyfist ekki neitt,“ segir Teitur. Veðurhorfur á landinu Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða bjart veður, en 5-10 m/s og stöku él með suðvestur- og vesturströndinni seinnipartinn. Frost 3 til 17 stig, kaldast í innsveitum. Gengur í austan 8-15 m/s á Suður- og Vesturlandi síðdegis á morgun og snjókoma með köflum, en slydda eða rigning á láglendi um kvöldið og hlánar. Hægari vindur á Norður- og Austurlandi, áfram bjart og kalt veður á þeim slóðum. Hitastaðan yfir landinu klukkan 18 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag: Suðaustan 5-13 m/s og rigning eða snjókoma með köflum, einkum vestast á landinu. Hiti 0 til 4 stig. Bjartviðri á Norður- og Austurlandi og frost 1 til 7 stig. Á þriðjudag: Suðlæg eða breytileg átt 3-8. Dálítil snjókoma af og til, en rigning með suðurströndinni. Þurrt að kalla norðaustanlands. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust syðst. Á miðvikudag: Suðaustan 13-18 og rigning eða slydda, Hiti 1 til 6 stig. Heldur hægari vindur og dálítil snjókoma um landið norðanvert, hiti um frostmark. Á fimmtudag og föstudag: Austlæg átt og rigning með köflum sunnantil á landinu, en þurrt norðanlands. Hiti 2 til 7 stig.
Veður Akureyri Tengdar fréttir Frost á bilinu þrjú til sextán stig í dag Það verður nokkuð kalt í veðri í dag, en frostið verður yfirleitt á bilinu þrjú til sextán stig, kaldast í innsveitum norðanlands. 5. desember 2020 07:39 Kaldasti tíminn í fyrramálið: „Kæmi ekki á óvart að sjá mæla skríða undir 20 stigin“ Norðanáttin er farin að gefa eftir en þá nær kalda loftið yfir landinu að komast niður að yfirborðinu og verður kaldasti tíminn í fyrramálið að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 4. desember 2020 07:01 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Frost á bilinu þrjú til sextán stig í dag Það verður nokkuð kalt í veðri í dag, en frostið verður yfirleitt á bilinu þrjú til sextán stig, kaldast í innsveitum norðanlands. 5. desember 2020 07:39
Kaldasti tíminn í fyrramálið: „Kæmi ekki á óvart að sjá mæla skríða undir 20 stigin“ Norðanáttin er farin að gefa eftir en þá nær kalda loftið yfir landinu að komast niður að yfirborðinu og verður kaldasti tíminn í fyrramálið að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 4. desember 2020 07:01