Sigríður og Sjallar utan svæðis Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar 4. desember 2020 14:31 Sinn er siðurinn í hverju landi þegar kemur að skyldum og skyldurækni í þeim störfum sem fólk, konur og karlar taka að sér í einhverskonar samfélagsþjónustu. Þau okkar sem starfa í almannaþjónustu og/eða í opinberri þjónustu eru þá oftar ekki bundin í þá klafa lagalega að þurfa bregðast við þeim erindum sem að þeim er beint. Þá annað hvort með því að svara erindum í síma eða á tölvutæku formi. Þetta vitum við öll og gerum ráð fyrir þegar við leitum til þeirrar sem bæði þiggja laun frá okkar sameiginlegum sjóðum og þeim sem inna af hendi verkefni fyrir okkar samfélag. Það á ekki við Alþingismenn, a.m.k ekki þingmenn Sjálfstæðisflokks, já eða yfirstjórn þess flokk sem fengu nærri 200 milljónir úr sameiginlegum sjóðum okkar, okkar sem greiðum skatta hér á landi, til reksturs þess sama flokks árið 2019. Þar er einfaldlega ekki svarað eða einfaldlega utan þjónustusvæðís. Í mínu tilfelli sendi ég kurteisislegt, skýrt og einfalt erindi á 1. þingmann Reykjavíkur suðurs og um leið formann Utanríkismálanefndar sem er ein af þessum fastanefndum Alþingis og tekur á málefnum er varðar utanríkismál og samskipti við erlend ríki. Nú er erindið ekki helsta málið, í mínu tilfelli spurði ég um viðbrögð téðrar nefndar og fomann þess vegna beinna afskipta sendimanns erlends ríkis af einstaka fjölmiðlum hér á landi. Mínar athugasemdir beinast nú að því hvernig við, almenningur eigi að geta treyst þeim flokkum sem fara með lögin okkar, fjöregg okkar samfélags og í mínu tilfelli stýra samskiptum við erlendar þjóðir, ef einn sendir fyrirspurn og fær engin svör, ekkert, punktur og basta. Ég reyndi nokkrar leiðir til að fá mínu máli framgengt en ekki einu sinni háttvirtur þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, Birgir Ármannsson kaus að svara ekki þegar erindu mínu var beint til hans, né heldur allir þeir aðstoðarmenn sem þiggja laun frá okkur öllum til að styðja við kjörna þingmenn sama flokks og Sigríðar Andersen tilheyrir. Ekki einu sinni frá þeim sem stýra í Valhöll. Svartholið er algert þegar kemur að þessari einföldu fyrirspurn a.m.k. Má vera að fyrirspurnin sé óþægileg, hver veit? Hinsvegar verður að velta fyrir sér hvernig flokkur sem hefur setið í ríkistjórnum í yfir 70% af lýðveldistímanum og hefur kallað sig flokk margra stétta, ætlist til að fá traustið til að stýra málum þegar almenningur fær engin svör? Það er ekki kannski ekki von um að traust samfélagsins til starfa Alþingis sé svo lágt sem raun ber vitni ef stærsti og einn af elstu stjórnamálaflokkum landsins kýs að haga sér á þennan veg. Því má færa rök fyrir því að sami flokkur, Sjálfsstæðisflokkurinn sé orðið dálítið ríki í ríkinu, líti á sig merkilegri en hann í raun er. Sigríður Andersen, Birgir og þau hin sem skipa þennan flokk á Alþingi verða einfaldleg að breyta hugarfari sínu til sinna starfa ef þetta er viðkvæðið. Þau buðu sig fram til að vinna fyrir okkur öll. Alþingi var ekki útbúið fyrir þá sem töldu sig meir en aðrir. Koma svo þingmenn Sjálfsstæðisflokks, koma sér í þjónustusamband og tengja við allan almenning! Höfundur er rekstarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Utanríkismál Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Sinn er siðurinn í hverju landi þegar kemur að skyldum og skyldurækni í þeim störfum sem fólk, konur og karlar taka að sér í einhverskonar samfélagsþjónustu. Þau okkar sem starfa í almannaþjónustu og/eða í opinberri þjónustu eru þá oftar ekki bundin í þá klafa lagalega að þurfa bregðast við þeim erindum sem að þeim er beint. Þá annað hvort með því að svara erindum í síma eða á tölvutæku formi. Þetta vitum við öll og gerum ráð fyrir þegar við leitum til þeirrar sem bæði þiggja laun frá okkar sameiginlegum sjóðum og þeim sem inna af hendi verkefni fyrir okkar samfélag. Það á ekki við Alþingismenn, a.m.k ekki þingmenn Sjálfstæðisflokks, já eða yfirstjórn þess flokk sem fengu nærri 200 milljónir úr sameiginlegum sjóðum okkar, okkar sem greiðum skatta hér á landi, til reksturs þess sama flokks árið 2019. Þar er einfaldlega ekki svarað eða einfaldlega utan þjónustusvæðís. Í mínu tilfelli sendi ég kurteisislegt, skýrt og einfalt erindi á 1. þingmann Reykjavíkur suðurs og um leið formann Utanríkismálanefndar sem er ein af þessum fastanefndum Alþingis og tekur á málefnum er varðar utanríkismál og samskipti við erlend ríki. Nú er erindið ekki helsta málið, í mínu tilfelli spurði ég um viðbrögð téðrar nefndar og fomann þess vegna beinna afskipta sendimanns erlends ríkis af einstaka fjölmiðlum hér á landi. Mínar athugasemdir beinast nú að því hvernig við, almenningur eigi að geta treyst þeim flokkum sem fara með lögin okkar, fjöregg okkar samfélags og í mínu tilfelli stýra samskiptum við erlendar þjóðir, ef einn sendir fyrirspurn og fær engin svör, ekkert, punktur og basta. Ég reyndi nokkrar leiðir til að fá mínu máli framgengt en ekki einu sinni háttvirtur þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, Birgir Ármannsson kaus að svara ekki þegar erindu mínu var beint til hans, né heldur allir þeir aðstoðarmenn sem þiggja laun frá okkur öllum til að styðja við kjörna þingmenn sama flokks og Sigríðar Andersen tilheyrir. Ekki einu sinni frá þeim sem stýra í Valhöll. Svartholið er algert þegar kemur að þessari einföldu fyrirspurn a.m.k. Má vera að fyrirspurnin sé óþægileg, hver veit? Hinsvegar verður að velta fyrir sér hvernig flokkur sem hefur setið í ríkistjórnum í yfir 70% af lýðveldistímanum og hefur kallað sig flokk margra stétta, ætlist til að fá traustið til að stýra málum þegar almenningur fær engin svör? Það er ekki kannski ekki von um að traust samfélagsins til starfa Alþingis sé svo lágt sem raun ber vitni ef stærsti og einn af elstu stjórnamálaflokkum landsins kýs að haga sér á þennan veg. Því má færa rök fyrir því að sami flokkur, Sjálfsstæðisflokkurinn sé orðið dálítið ríki í ríkinu, líti á sig merkilegri en hann í raun er. Sigríður Andersen, Birgir og þau hin sem skipa þennan flokk á Alþingi verða einfaldleg að breyta hugarfari sínu til sinna starfa ef þetta er viðkvæðið. Þau buðu sig fram til að vinna fyrir okkur öll. Alþingi var ekki útbúið fyrir þá sem töldu sig meir en aðrir. Koma svo þingmenn Sjálfsstæðisflokks, koma sér í þjónustusamband og tengja við allan almenning! Höfundur er rekstarfræðingur.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar