Fjallið ætlar að berjast við atvinnuboxara í næsta mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2020 08:00 Hafþór Júlíus Björnsson sést hér blóðugur eftir eina æfingu sína á dögunum. Instagram/@thorbjornsson Hafþór Júlíus Björnsson ætlar ekki bara að undirbúa sig fyrir bardagann á móti Eddie Hall með æfingum. Hann ætlar líka að berjast við atvinnuboxara í fyrsta mánuðinum á nýju ári. Boxbardaga Fjallsins Hafþórs Júlíusar Björnssonar og Bretans Eddie Hall verður í Las Vegas í september og íslenski kraftakarlinn og fyrrum sterkasti maður heims hefur unnið markvisst af því að breyta sér úr aflraunamanni yfir í boxara á undanförnum mánuðum. Hafþór Júlíus hefur leyft fylgjendum sínum að sjá frá æfingum sínum og það leyni sér ekki að hann er í mikilli framför. Það er samt allt annað að æfa eða að keppa á móti reyndum boxara og Eddie Hall er reyndari en okkar maður. Hafthor Bjornsson vs. Steven Ward Exhibition on January 16 https://t.co/ZqUTa9ukIe pic.twitter.com/mz3rdJpr7Z— BoxingScene.com (@boxingscene) December 2, 2020 Hafþór fór því skrefinu lengra í undirbúningi sínum með því að leita uppi atvinnuboxara til að berjast við sig í hringnum. Hafþór Júlíus Björnsson hefur nú tilkynnt um það að hann mun berjast við Steven Ward í næsta mánuði. Bardaginn mun fara fram í Reykjavík og hefur verið settur á 16. janúar næstkomandi. Steven Ward hefur viðurnefnið „Quiet Man“ eða „Þögli maðurinn“ sett yfir á íslensku. Steven Ward er frá Belfast á Norður-Írlandi og er fyrrum Evrópumeistari í léttvigt. Hann kom til greina fyrir valið á boxbardaga ársins 2019 þegar hann vann Liam Conroy í svakalegum bardaga í Ulster Hall í Belfast. Ward barðist síðast í september og vann þá sigur á Jone Volau í sínum fyrsta bardaga í léttþungavigt. Það verður athyglisvert að sjá Fjallið í þessum æfingabardaga en Hafþór Júlíus ætlar að senda hann út ókeypis á sínum miðlum og hefur því ekkert að fela þótt að bardaginn gæti endaði illa. Hér fyrir neðan má sjá tilkynningu Hafþórs. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Box Tengdar fréttir „Thor veit ekki hvað er að fara gerast“ Það er minna en ár þangað til að Englendingurinn Eddie Hall og Íslendingurinn ætla að berjast í Las Vegas. 3. desember 2020 07:01 Hversu langt hefði Hafþór Júlíus getað náð í körfubolta? Í Körfuboltakvöldi Kjartans Atla Kjartanssonar síðastliðið föstudagskvöld var farið yfir ýmis málefni tengd körfubolta þó ekkert sé leikið hér á landi um þessar mundir. 30. nóvember 2020 07:00 Fjallið útskýrði af hverju hann hætti í aflraunum Hafþór Júlíus Björnsson sat fyrir svörum aðdáenda á YouTube síðu sinni í gær. 28. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira
Boxbardaga Fjallsins Hafþórs Júlíusar Björnssonar og Bretans Eddie Hall verður í Las Vegas í september og íslenski kraftakarlinn og fyrrum sterkasti maður heims hefur unnið markvisst af því að breyta sér úr aflraunamanni yfir í boxara á undanförnum mánuðum. Hafþór Júlíus hefur leyft fylgjendum sínum að sjá frá æfingum sínum og það leyni sér ekki að hann er í mikilli framför. Það er samt allt annað að æfa eða að keppa á móti reyndum boxara og Eddie Hall er reyndari en okkar maður. Hafthor Bjornsson vs. Steven Ward Exhibition on January 16 https://t.co/ZqUTa9ukIe pic.twitter.com/mz3rdJpr7Z— BoxingScene.com (@boxingscene) December 2, 2020 Hafþór fór því skrefinu lengra í undirbúningi sínum með því að leita uppi atvinnuboxara til að berjast við sig í hringnum. Hafþór Júlíus Björnsson hefur nú tilkynnt um það að hann mun berjast við Steven Ward í næsta mánuði. Bardaginn mun fara fram í Reykjavík og hefur verið settur á 16. janúar næstkomandi. Steven Ward hefur viðurnefnið „Quiet Man“ eða „Þögli maðurinn“ sett yfir á íslensku. Steven Ward er frá Belfast á Norður-Írlandi og er fyrrum Evrópumeistari í léttvigt. Hann kom til greina fyrir valið á boxbardaga ársins 2019 þegar hann vann Liam Conroy í svakalegum bardaga í Ulster Hall í Belfast. Ward barðist síðast í september og vann þá sigur á Jone Volau í sínum fyrsta bardaga í léttþungavigt. Það verður athyglisvert að sjá Fjallið í þessum æfingabardaga en Hafþór Júlíus ætlar að senda hann út ókeypis á sínum miðlum og hefur því ekkert að fela þótt að bardaginn gæti endaði illa. Hér fyrir neðan má sjá tilkynningu Hafþórs. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson)
Box Tengdar fréttir „Thor veit ekki hvað er að fara gerast“ Það er minna en ár þangað til að Englendingurinn Eddie Hall og Íslendingurinn ætla að berjast í Las Vegas. 3. desember 2020 07:01 Hversu langt hefði Hafþór Júlíus getað náð í körfubolta? Í Körfuboltakvöldi Kjartans Atla Kjartanssonar síðastliðið föstudagskvöld var farið yfir ýmis málefni tengd körfubolta þó ekkert sé leikið hér á landi um þessar mundir. 30. nóvember 2020 07:00 Fjallið útskýrði af hverju hann hætti í aflraunum Hafþór Júlíus Björnsson sat fyrir svörum aðdáenda á YouTube síðu sinni í gær. 28. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira
„Thor veit ekki hvað er að fara gerast“ Það er minna en ár þangað til að Englendingurinn Eddie Hall og Íslendingurinn ætla að berjast í Las Vegas. 3. desember 2020 07:01
Hversu langt hefði Hafþór Júlíus getað náð í körfubolta? Í Körfuboltakvöldi Kjartans Atla Kjartanssonar síðastliðið föstudagskvöld var farið yfir ýmis málefni tengd körfubolta þó ekkert sé leikið hér á landi um þessar mundir. 30. nóvember 2020 07:00
Fjallið útskýrði af hverju hann hætti í aflraunum Hafþór Júlíus Björnsson sat fyrir svörum aðdáenda á YouTube síðu sinni í gær. 28. nóvember 2020 07:00