Hreyfill og BSR missa öll einkastæðin sín Kjartan Kjartansson skrifar 4. desember 2020 14:00 Biðstæði Hreyfils við Hlemm voru hluti af endurgjaldi fyrir aðstöðu félagsins þar á 7. áratug síðustu aldar. Vísir/Vilhelm Hreyfill og BSR missa sérmerkt leigubifreiðastæði sem þau hafa haft til umráða um áratugaskeið í Reykjavíkurborg um helgina og verður nú öllum þeim sem stunda leigubílaakstur leyft að nota þau. Samgönguráðuneytið synjaði kröfu Hreyfils um að fella ákvörðun borgarinnar úr gildi. Leigubílastöðvarnar tvær hafa haft sérmerkt leigubifreiðastæði í borgarlandinu til afnota lengi. Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti að breyta fyrirkomulagi biðstæðanna í september í fyrra eftir að aðrar leigubílastöðvar fóru fram að öll stæði ætluð leigubílum í borginni yrði opin þeim öllum. Hreyfill kærði ákvörðun borgaryfirvalda í febrúar og krafðist þess að hún yrði ógilt með vísan til hálfrar aldar gamals kaupsamnings. Borgin frestaði áhrifum ákvörðunarinnar á meðan úrskurðar var beðið. Ráðuneytið synjaði kröfunni 25. nóvember. Í kjölfarið sendi lögmaður umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar Hreyfli og BSR bréf á þriðjudag þar sem hann krafðist þess að stöðvarnar fjarlægðu sérmerkingar sínar fyrir 15. janúar. Tilkynnti hann einnig í bréfinu að öðrum starfandi leigubílstjórum í Reykjavík yrði heimilt að leggja í stæðin frá og með laugardeginum 5. desember óháð því hvort að merkingar hefðu þá verið fjarlægðar eða ekki. Vísa til kaupsamnings frá 1969 Í kæru Hreyfils á ákvörðuninni um að gera fyrirtækinu að fjarlægja sérmerkingarnar var byggt á því að það hefði fengið ótímabundin afnot af biðstæðunum í borginni þegar það seldi henni fasteignir, mannvirki og lóðaréttindi við Hlemm og Kalkofnsveg í október árið 1969. Fyrirtækið taldi sig njóta óbeins eignaréttar á stæðunum á grundvelli samningsins. Benti Hreyfill einnig á að félagið hefði haft starfsleyfi vegna biðstæðanna. Ef það yrði afturkallað hefði það skaðleg áhrif á verðmæti rekstursins sem takmarkaði rétt fyrirtækisins til þess að njóta eignar sinnar. Þessum rökum hafnaði borgin. Skýrt hefði verið tekið fram í kaupsamningnum frá 1969 að Hreyfill fengi afnot af 12-15 stæðum um óákveðinn tíma og því væri ljóst að gert hefði verið ráð fyrir tímabundnum afnotum. Afturköllum á starfsleyfi vegna stæðanna væri heldur ekki skerðing á fjárhagslegum hagsmunum eða takmörkun á rétti Hreyfils til þess að njóta eignar. Fyrirtækið væri ekki svipt verðmætum sem gætu talist eign þess. Því yrði áfram heimilt að leggja í stæðin sem voru áður sérmerkt því og einnig í stæði sem voru áður sérmerkt BSR. Stæði merkt Hreyfli við horn Sundlaugavegs og Hrísateigs í Reykjavík. Stöðin þarf að fjarlægja merkingarnar ekki síðar en 15. janúar. Allir leigubílstjórar mega leggja í stæðið frá og með laugardeginum 5. desember.Vísir/Vilhelm Málefnaleg og lögmæt rök fyrir breytingunni Ráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu að málefnaleg og lögmæt rök hefðu búið að baki ákvörðun Reykjavíkurborgar í málinu og synjaði það því kröfu Hreyfils. Beindi ráðuneytið því þó til borgarinnar að gæta betur að andmælarétti í upphafi máls og að benda málsaðila á kæruleið þegar tilkynnt er um ákvörðun sem þessa. Hreyfill hafði haldið því fram að málsmeðferð borgarinnar hefði verið verulega áfátt. Ráðuneytið taldi annmarkana ekki hafa haft áhrif á niðurstöðu málsins og Hreyfill hafi komið að andmælum sínum. Taldi ráðuneytið það ekki í sínu færi að taka kaupsamninginn sem borgin og Hreyfill deildu um til efnislegrar skoðunar þar sem hann væri „einkaréttarlegur gerningur“. Dómstólar þyrftu að skera úr um ágreining um innihald samningsins. Guðmundur Börkur Thorarensen, framkvæmdastjóri BSR, segir að lögmaður stöðvarinnar hafi fengið afrit af bréfi borgarinnar til Hreyfils og úrskurði samgönguráðuneytisins. Hann segir að það á bæ hugsi menn málið og vilji ekki ræða það frekar að svo stöddu. Ekki náðist í framkvæmdastjóra Hreyfils við vinnslu þessarar fréttar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess í gegnum skrifstofu leigubílastöðvarinnar í gær og í dag. Leigubílar Reykjavík Samgöngur Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Viðskipti innlent Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Samstarf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Leigubílastöðvarnar tvær hafa haft sérmerkt leigubifreiðastæði í borgarlandinu til afnota lengi. Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti að breyta fyrirkomulagi biðstæðanna í september í fyrra eftir að aðrar leigubílastöðvar fóru fram að öll stæði ætluð leigubílum í borginni yrði opin þeim öllum. Hreyfill kærði ákvörðun borgaryfirvalda í febrúar og krafðist þess að hún yrði ógilt með vísan til hálfrar aldar gamals kaupsamnings. Borgin frestaði áhrifum ákvörðunarinnar á meðan úrskurðar var beðið. Ráðuneytið synjaði kröfunni 25. nóvember. Í kjölfarið sendi lögmaður umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar Hreyfli og BSR bréf á þriðjudag þar sem hann krafðist þess að stöðvarnar fjarlægðu sérmerkingar sínar fyrir 15. janúar. Tilkynnti hann einnig í bréfinu að öðrum starfandi leigubílstjórum í Reykjavík yrði heimilt að leggja í stæðin frá og með laugardeginum 5. desember óháð því hvort að merkingar hefðu þá verið fjarlægðar eða ekki. Vísa til kaupsamnings frá 1969 Í kæru Hreyfils á ákvörðuninni um að gera fyrirtækinu að fjarlægja sérmerkingarnar var byggt á því að það hefði fengið ótímabundin afnot af biðstæðunum í borginni þegar það seldi henni fasteignir, mannvirki og lóðaréttindi við Hlemm og Kalkofnsveg í október árið 1969. Fyrirtækið taldi sig njóta óbeins eignaréttar á stæðunum á grundvelli samningsins. Benti Hreyfill einnig á að félagið hefði haft starfsleyfi vegna biðstæðanna. Ef það yrði afturkallað hefði það skaðleg áhrif á verðmæti rekstursins sem takmarkaði rétt fyrirtækisins til þess að njóta eignar sinnar. Þessum rökum hafnaði borgin. Skýrt hefði verið tekið fram í kaupsamningnum frá 1969 að Hreyfill fengi afnot af 12-15 stæðum um óákveðinn tíma og því væri ljóst að gert hefði verið ráð fyrir tímabundnum afnotum. Afturköllum á starfsleyfi vegna stæðanna væri heldur ekki skerðing á fjárhagslegum hagsmunum eða takmörkun á rétti Hreyfils til þess að njóta eignar. Fyrirtækið væri ekki svipt verðmætum sem gætu talist eign þess. Því yrði áfram heimilt að leggja í stæðin sem voru áður sérmerkt því og einnig í stæði sem voru áður sérmerkt BSR. Stæði merkt Hreyfli við horn Sundlaugavegs og Hrísateigs í Reykjavík. Stöðin þarf að fjarlægja merkingarnar ekki síðar en 15. janúar. Allir leigubílstjórar mega leggja í stæðið frá og með laugardeginum 5. desember.Vísir/Vilhelm Málefnaleg og lögmæt rök fyrir breytingunni Ráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu að málefnaleg og lögmæt rök hefðu búið að baki ákvörðun Reykjavíkurborgar í málinu og synjaði það því kröfu Hreyfils. Beindi ráðuneytið því þó til borgarinnar að gæta betur að andmælarétti í upphafi máls og að benda málsaðila á kæruleið þegar tilkynnt er um ákvörðun sem þessa. Hreyfill hafði haldið því fram að málsmeðferð borgarinnar hefði verið verulega áfátt. Ráðuneytið taldi annmarkana ekki hafa haft áhrif á niðurstöðu málsins og Hreyfill hafi komið að andmælum sínum. Taldi ráðuneytið það ekki í sínu færi að taka kaupsamninginn sem borgin og Hreyfill deildu um til efnislegrar skoðunar þar sem hann væri „einkaréttarlegur gerningur“. Dómstólar þyrftu að skera úr um ágreining um innihald samningsins. Guðmundur Börkur Thorarensen, framkvæmdastjóri BSR, segir að lögmaður stöðvarinnar hafi fengið afrit af bréfi borgarinnar til Hreyfils og úrskurði samgönguráðuneytisins. Hann segir að það á bæ hugsi menn málið og vilji ekki ræða það frekar að svo stöddu. Ekki náðist í framkvæmdastjóra Hreyfils við vinnslu þessarar fréttar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess í gegnum skrifstofu leigubílastöðvarinnar í gær og í dag.
Leigubílar Reykjavík Samgöngur Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Viðskipti innlent Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Samstarf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira