„Við erum með hörkureynslu í farteskinu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. desember 2020 22:00 Erna Hreinsdóttir og Ásgrímur Már Friðriksson hafa sameinað krafta sína í nýju fyrirtæki. Viðar Logi Erna Hreinsdóttir og Ásgrímur Már Friðriksson hafa farið af stað með nýtt hönnunar- og markaðsstúdíó þar sem þau geta nýtt einstaklega vel sína reynslu úr tískubransanum. Þau hafa síðustu vikur unnið örþætti um fatahönnun í miðborginni og fer fyrsti þáttur í loftið á Vísi á morgun. „Við Ási höfum verið í kringum hvort annað heillengi og umgengst sömu kreðsur í gegnum tíðina. Þannig við eiginlega kynntumst aldrei heldur var hann Ásgrímur alltaf þarna bara,“ segir Erna um það hvernig þau kynntust. „Við höfum fengist við svipuð verkefni áður og komum bæði úr skapandi geira með menntun úr listaháskólum, síðan tók lífið við og okkar reynsla samtvinnast „asskoti“ vel saman. Í vor hóaði Ási svo í mig og spurði hvort ég væri ekki til í að gera eitthvað með honum og fiska eftir verkefnum saman því hann væri jú, með svo fínt skrifstofupláss handa okkur. Síðan höfum við verið að bralla ýmislegt saman.“ „Ég var nýútskrifaður úr meistaranámi í markaðsfræði og langaði að fara að vinna verkefnum tengdu náminu á meira skapandi vegu. Mér finnst best að vinna í teymi og þegar það kom að því að vinna blóðbróðir kom bara engin annar til greina,“ bætir Ási við. Sérstaða og sérstök fagurfræði Blóð er hönnunar- og markaðsstúdíó og opnaði í kvöld síðan blodstudio.com. „Við viljum fara óheflaðar leiðir í okkar sköpun og vinnuumhverfi. Við erum með hörkureynslu í farteskinu hvað varðar framsetningu á vörumerkjum og sjónrænni miðlun sem gera okkur kleift að takast á við mjög skapandi verkefni á öllum stærðargráðum,“ segir Erna. „Besti þáttur við samstarfið okkar er fjölhæfni okkar beggja og víðtæk reynsla sem gerir okkur kleift að takast á við flest verkefni með sérstöðu og sérstakri fagurfræði,“ segir Ási. En af hverju nafnið Blóð? „Það er eins og það er, þegar finna á nafn þá getur það orðið snúið. Ég hef hins vegar lengi langað til að gera eitthvað með yfirskriftinni Blóð, mér finnst það svo fallegt orð sem getur þýtt svo margt. Ég hef svo mikla trú á þessu samstarfi okkar að þér tímdi að gefa stofunni okkar þetta nafn. Ég þurfti ekki að snúa upp á hendina á Ása nema einn hring,“ segir Erna. Litrík veröld miðborgarinnar Þetta öfluga tvíeyki hlaut styrk frá Miðborgarsjóði til þess að framleiða örmyndbönd sem fjalla um miðborgarlífið. Myndböndin verða sýnd hér á Vísi og á samfélagsmiðlum og fer það fyrsta í loftið á morgun. „Við kusum að fjalla um fatahönnuði sem hanna og selja afurð sína í miðborginni og fengum að skyggnast inn í veröld þeirra sem oft á tíðum er mjög litrík og spennandi,“ útskýrir Erna. Erna og Ási bíða spennt eftir árinu 2021.Viðar Logi „Flestir þekkja einungis heim hönnuða út frá ljósmyndum eða almennri kynningu á vörum þeirra en við kafa dýpra og leyfa áhorfendum að kynnast fólkinu á bak við vörurnar.“ Á bakvið vöruna er nafnið á örþáttunum og verða þeir sex talsins. „Tilgangurinn var að mynda persónulegri tengslamyndun á milli hönnuða og neytenda. Ég held að með aukinni neyslu og auknu framboði á vörum, á fólk það til að gleyma uppruna varanna en öllum vörum fylgir mikil vinna og kostnaður, þá bæði í þróun, rannsóknum og framleiðslu,“ segir Ási. „Hugmyndin að þáttunum kom auðveldlega því íslensk fatahönnun stendur okkur Ásgrími mjög nærri. Við höfum bæði fengist lengi við íslenska tísku en þó með mismunandi hætti, hann er fatahönnuður að mennt og ég hef bæði skrifað um tísku og fengist við stíliseringu heillengi. Okkur langar að varpa ljósi á þá miklu vinnu sem er þar að baki.“ Upprisa í fatahönnun Þau segja að það hafi gengið vonum framar að hitta alla hönnuðina, enda flestir í kallfæri frá þeim. Ási segir að þær áskoranir sem fatahönnuðir séu að glíma við í augnablikinu séu margskonar. „Auðvitað er almennt erfitt að starfa sem fatahönnuður á Íslandi vegna smæðar á markaði og takmarkanna í framleiðsluleiðum og efniviði. Samt eru við núna að sjá upprisu í greininni en við látum myndböndin fjalla nánar um það.“ Myndböndin verða sýnd á hverjum fimmtudegi fram að jólum, svo hefjum við aftur sýningar eftir áramót í þrjá fimmtudaga þar á eftir. „Við erum að fást við nokkur verk sem eru í vinnslu og það er mjög skemmtilegur andi í kringum okkur núna. Það eru svo margir að ráðast á eitthvað nýtt og svo margt spennandi að fara að gerast í atvinnulífinu í borginni svo að komandi tíð og tímar lofa góðu. Það er mikil jákvæðni í kringum okkur sem gefur manni byr undir báða vængi,“ segir Erna. Ási tekur undir og segir að það sé mjög margt í deiglunni. „Sem dæmi má nefna að við erum búin að vera í undirbúningi fyrir mjög spennandi og nýtt snyrtivörumerki. Merkið er íslenskt og með margt spennandi í pípunum.“ Ef þau ættu að lýsa árinu 2020 hjá sér í einu orði velur Ási orðið æðruleysi. Erna segir að fordæmalausa hörmungarárið 2020 hafi í hennar tilfelli verið dásamlegt. „Ég hef gífurlegar væntingar fyrir komandi ár, enda lofar stjörnuspáin mín mér því. Ég fer náttúrulega eftir henni í einu og öllu. Plönin mín fyrir 2021 eru þess vegna að skapa meira og skemmta mér enn meira,“ segir Erna. „Ég er mjög spenntur fyrir árinu 2021 en hangsið sem einkenndi 2020 hefur verið nýtt sem undirbúningstími fyrir alla snilldina sem við hjá Blóð ætlum okkur.“ Tíska og hönnun Reykjavík Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Við Ási höfum verið í kringum hvort annað heillengi og umgengst sömu kreðsur í gegnum tíðina. Þannig við eiginlega kynntumst aldrei heldur var hann Ásgrímur alltaf þarna bara,“ segir Erna um það hvernig þau kynntust. „Við höfum fengist við svipuð verkefni áður og komum bæði úr skapandi geira með menntun úr listaháskólum, síðan tók lífið við og okkar reynsla samtvinnast „asskoti“ vel saman. Í vor hóaði Ási svo í mig og spurði hvort ég væri ekki til í að gera eitthvað með honum og fiska eftir verkefnum saman því hann væri jú, með svo fínt skrifstofupláss handa okkur. Síðan höfum við verið að bralla ýmislegt saman.“ „Ég var nýútskrifaður úr meistaranámi í markaðsfræði og langaði að fara að vinna verkefnum tengdu náminu á meira skapandi vegu. Mér finnst best að vinna í teymi og þegar það kom að því að vinna blóðbróðir kom bara engin annar til greina,“ bætir Ási við. Sérstaða og sérstök fagurfræði Blóð er hönnunar- og markaðsstúdíó og opnaði í kvöld síðan blodstudio.com. „Við viljum fara óheflaðar leiðir í okkar sköpun og vinnuumhverfi. Við erum með hörkureynslu í farteskinu hvað varðar framsetningu á vörumerkjum og sjónrænni miðlun sem gera okkur kleift að takast á við mjög skapandi verkefni á öllum stærðargráðum,“ segir Erna. „Besti þáttur við samstarfið okkar er fjölhæfni okkar beggja og víðtæk reynsla sem gerir okkur kleift að takast á við flest verkefni með sérstöðu og sérstakri fagurfræði,“ segir Ási. En af hverju nafnið Blóð? „Það er eins og það er, þegar finna á nafn þá getur það orðið snúið. Ég hef hins vegar lengi langað til að gera eitthvað með yfirskriftinni Blóð, mér finnst það svo fallegt orð sem getur þýtt svo margt. Ég hef svo mikla trú á þessu samstarfi okkar að þér tímdi að gefa stofunni okkar þetta nafn. Ég þurfti ekki að snúa upp á hendina á Ása nema einn hring,“ segir Erna. Litrík veröld miðborgarinnar Þetta öfluga tvíeyki hlaut styrk frá Miðborgarsjóði til þess að framleiða örmyndbönd sem fjalla um miðborgarlífið. Myndböndin verða sýnd hér á Vísi og á samfélagsmiðlum og fer það fyrsta í loftið á morgun. „Við kusum að fjalla um fatahönnuði sem hanna og selja afurð sína í miðborginni og fengum að skyggnast inn í veröld þeirra sem oft á tíðum er mjög litrík og spennandi,“ útskýrir Erna. Erna og Ási bíða spennt eftir árinu 2021.Viðar Logi „Flestir þekkja einungis heim hönnuða út frá ljósmyndum eða almennri kynningu á vörum þeirra en við kafa dýpra og leyfa áhorfendum að kynnast fólkinu á bak við vörurnar.“ Á bakvið vöruna er nafnið á örþáttunum og verða þeir sex talsins. „Tilgangurinn var að mynda persónulegri tengslamyndun á milli hönnuða og neytenda. Ég held að með aukinni neyslu og auknu framboði á vörum, á fólk það til að gleyma uppruna varanna en öllum vörum fylgir mikil vinna og kostnaður, þá bæði í þróun, rannsóknum og framleiðslu,“ segir Ási. „Hugmyndin að þáttunum kom auðveldlega því íslensk fatahönnun stendur okkur Ásgrími mjög nærri. Við höfum bæði fengist lengi við íslenska tísku en þó með mismunandi hætti, hann er fatahönnuður að mennt og ég hef bæði skrifað um tísku og fengist við stíliseringu heillengi. Okkur langar að varpa ljósi á þá miklu vinnu sem er þar að baki.“ Upprisa í fatahönnun Þau segja að það hafi gengið vonum framar að hitta alla hönnuðina, enda flestir í kallfæri frá þeim. Ási segir að þær áskoranir sem fatahönnuðir séu að glíma við í augnablikinu séu margskonar. „Auðvitað er almennt erfitt að starfa sem fatahönnuður á Íslandi vegna smæðar á markaði og takmarkanna í framleiðsluleiðum og efniviði. Samt eru við núna að sjá upprisu í greininni en við látum myndböndin fjalla nánar um það.“ Myndböndin verða sýnd á hverjum fimmtudegi fram að jólum, svo hefjum við aftur sýningar eftir áramót í þrjá fimmtudaga þar á eftir. „Við erum að fást við nokkur verk sem eru í vinnslu og það er mjög skemmtilegur andi í kringum okkur núna. Það eru svo margir að ráðast á eitthvað nýtt og svo margt spennandi að fara að gerast í atvinnulífinu í borginni svo að komandi tíð og tímar lofa góðu. Það er mikil jákvæðni í kringum okkur sem gefur manni byr undir báða vængi,“ segir Erna. Ási tekur undir og segir að það sé mjög margt í deiglunni. „Sem dæmi má nefna að við erum búin að vera í undirbúningi fyrir mjög spennandi og nýtt snyrtivörumerki. Merkið er íslenskt og með margt spennandi í pípunum.“ Ef þau ættu að lýsa árinu 2020 hjá sér í einu orði velur Ási orðið æðruleysi. Erna segir að fordæmalausa hörmungarárið 2020 hafi í hennar tilfelli verið dásamlegt. „Ég hef gífurlegar væntingar fyrir komandi ár, enda lofar stjörnuspáin mín mér því. Ég fer náttúrulega eftir henni í einu og öllu. Plönin mín fyrir 2021 eru þess vegna að skapa meira og skemmta mér enn meira,“ segir Erna. „Ég er mjög spenntur fyrir árinu 2021 en hangsið sem einkenndi 2020 hefur verið nýtt sem undirbúningstími fyrir alla snilldina sem við hjá Blóð ætlum okkur.“
Tíska og hönnun Reykjavík Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira