Hjálpræðisherinn stefnir á opnun á nýjum stað eftir helgi Heimir Már Pétursson skrifar 2. desember 2020 20:00 Nýi herkastalinn er glæsileg bygging sem gefur Hjálpræðishernum kost á að auka þjónustu sína við þá sem minnst mega sín í samfélaginu. Stöð 2/Sigurjón Flokksleiðtogi Hjálpræðishersins í Reykjavík vonar að hægt verði að hefja starfsemi í nýjum herkastala strax eftir helgi. Mikil þörf sé á þjónustu við þá sem minnst megi sín en reiknað sé með að allt að átta hundruð manns sæki þjónustu til hersins í viku hverri. Það eru rúm fjögur ár frá því Hjálpræðisherinn kvaddi höfuðstöðvar sínar í miðborginni í rúm hundrað ár og hefur síðan rekið starfsemi sína í mun minna húsnæði í Breiðholti. En nú er allt að verða tilbúið í nýju og glæsilegu húsi hersinis við Suðurlandsbraut sem Hjördís Kristinsdóttir liðsforingi Hjálpræðishersins í Reykjavík vonast til að hægt verði að opna á mánudag. Hjördís Kristinsdóttir liðsforingi Hjálpræðishersins segir mikla þörf vera fyrir þjónustu hersins við þá sem minnst mega sín.Stöð 2/Sigurjón „Það er heilmikil þörf. Við höfum verið að sinna þessum jaðarsettu hópum. Fólki sem er bæði félagslega einangrað og býr við fátækt,“ segir Hjördís. Við opnun eldhússins verði hægt að bjóða fólki hvern virkan dag upp á heitan mat. „En svo bætist náttúrlega við í þessu nýja húsi aðstaða fyrir fólk til að komast í sturtu og fólk getur þvegið af sér fötin. Þannig að þetta verður miklu viðameira en það sem við höfum getað verið að bjóða upp á að undanförnu,“ segir Hjördís. Vegna covid faraldursins verða fulltrúar Hjálpræðishersins ekki á ferðinni í jólasöfnun þessa árs. Þess í stað verður söfnunin rafræn. En sala Herópsins fyrir hver jól er aðaltekjuöflun hersins.Stöð 2/Sigurjón Vegna covid verða fulltrúar hersins ekki á ferli með árlega söfnunarbauka fyrir jólin en skiltum með QR-kóða verður komið fyrir á fjölförnum stöðum þar sem fólk getur tekið eintak af Herópinu og greitt fyrir valda upphæð með símanum. Um eitt til tvö hundruð manns með fjölbreyttan bakgrunn sækir aðstoð Hjálpræðishersins á hverjum degi. „Við erum með fólk sem er heimilislaust, fólk sem er í neyslu, við erum með aldraða og öryrkja. Við erum með fólk sem eru nýjir Íslendingar nýkomnir með kennitölu. Bara alla flóru mannkynsins myndi ég segja,“ segir Hjördís. Hún vonar að covid muni ekki trufla hinn árlega jólakvöldverð og hann geti farið fram með hefðbundnum hætti eða þá í skiptum sóttvarnarhólfum. „Þriðji kosturinn sem væri sá alversti væri sá að við þyrftum að láta fólk koma og sækja matarbakka og pakka í poka.“ En það er alveg klárt að það verður eitthvað gert? „Já við munum mæta okkar hópi. Það er alveg ljóst,“ segir Hjördís Kristinsdóttir. Reykjavík Hjálparstarf Félagasamtök Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Það eru rúm fjögur ár frá því Hjálpræðisherinn kvaddi höfuðstöðvar sínar í miðborginni í rúm hundrað ár og hefur síðan rekið starfsemi sína í mun minna húsnæði í Breiðholti. En nú er allt að verða tilbúið í nýju og glæsilegu húsi hersinis við Suðurlandsbraut sem Hjördís Kristinsdóttir liðsforingi Hjálpræðishersins í Reykjavík vonast til að hægt verði að opna á mánudag. Hjördís Kristinsdóttir liðsforingi Hjálpræðishersins segir mikla þörf vera fyrir þjónustu hersins við þá sem minnst mega sín.Stöð 2/Sigurjón „Það er heilmikil þörf. Við höfum verið að sinna þessum jaðarsettu hópum. Fólki sem er bæði félagslega einangrað og býr við fátækt,“ segir Hjördís. Við opnun eldhússins verði hægt að bjóða fólki hvern virkan dag upp á heitan mat. „En svo bætist náttúrlega við í þessu nýja húsi aðstaða fyrir fólk til að komast í sturtu og fólk getur þvegið af sér fötin. Þannig að þetta verður miklu viðameira en það sem við höfum getað verið að bjóða upp á að undanförnu,“ segir Hjördís. Vegna covid faraldursins verða fulltrúar Hjálpræðishersins ekki á ferðinni í jólasöfnun þessa árs. Þess í stað verður söfnunin rafræn. En sala Herópsins fyrir hver jól er aðaltekjuöflun hersins.Stöð 2/Sigurjón Vegna covid verða fulltrúar hersins ekki á ferli með árlega söfnunarbauka fyrir jólin en skiltum með QR-kóða verður komið fyrir á fjölförnum stöðum þar sem fólk getur tekið eintak af Herópinu og greitt fyrir valda upphæð með símanum. Um eitt til tvö hundruð manns með fjölbreyttan bakgrunn sækir aðstoð Hjálpræðishersins á hverjum degi. „Við erum með fólk sem er heimilislaust, fólk sem er í neyslu, við erum með aldraða og öryrkja. Við erum með fólk sem eru nýjir Íslendingar nýkomnir með kennitölu. Bara alla flóru mannkynsins myndi ég segja,“ segir Hjördís. Hún vonar að covid muni ekki trufla hinn árlega jólakvöldverð og hann geti farið fram með hefðbundnum hætti eða þá í skiptum sóttvarnarhólfum. „Þriðji kosturinn sem væri sá alversti væri sá að við þyrftum að láta fólk koma og sækja matarbakka og pakka í poka.“ En það er alveg klárt að það verður eitthvað gert? „Já við munum mæta okkar hópi. Það er alveg ljóst,“ segir Hjördís Kristinsdóttir.
Reykjavík Hjálparstarf Félagasamtök Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira