Jón Páll var dæmdur í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi á mánudag fyrir að nauðga konu á hótelherbergi erlendis árið 2008. Þá var hann dæmdur til að greiða konunni 2,5 milljónir króna í miskabætur.
Björgvin lögmaður Jóns Páls segir skjólstæðing sinn lýsa yfir sakleysi í málinu og því verði málinu áfrýjað til Landsréttar.
Jón Páll tilkynnti starfslok sín hjá leikfélaginu í árslok 2017 og vísaði til þess að geta sökum fjárhagsskorts ekki náð settum markmiðum hjá leikfélaginu. Hann myndi þó stýra leikfélaginu fram á vor.
Svo fór hins vegar ekki því í janúar 2018 var honum gert að hætta sökum vantrausts hjá stjórn Leikfélags Akureyrar. Í ljós kom að stjórnin hafði verið upplýst um ásökun á hendur Jóni Páli um nauðgun.
Jón Páll sendi frá sér yfirlýsingu og sagði að árið 2013 hefði að frumkvæði þolandans í málinu farið af stað vinna að sátt í málinu. Stefnt hefði verið að henni þegar MeToo-byltingin fór af stað.