Fyrirliði körfuboltalandsliðsins með pistil: „Erum að minnka atvinnumöguleika hjá okkar efnilegustu leikmönnum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 1. desember 2020 22:18 Hörður Axel í landsleik gegn Slóvakíu fyrr á árinu. vísir/vilhelm Fyrirliði körfuboltalandsliðsins sá sig knúinn til þess að skrifa pistil um stöðuna í æfinga- og keppnismálum hér á landi. Hörður Axel Vilhjálmsson, fyrirliði körfuboltalandsliðsins og leikmaður Keflavíkur, er ekki sáttur við að hér ríki enn bann á æfingar og keppni afreksíþróttafólks. Hörður Axel skrifar í dag langan pistil á Facebook síðu sína þar sem hann fer yfir stöðuna og fer m.a. yfir það hversu marga klukkutíma ungt afreksíþróttafólk hefur misst úr á árinu. „Ég hef ekki talað um opinberlega málefni í langan tíma en núna finnst mér, ég vera knúinn til þess,“ sagði Hörður Axel þar sem hann fór yfir hversu lengi húsin hafa lokuð. Einnig fór hann yfir marga af okkar helsta afreksíþróttafólki í gegnum tíðina. Þar nefndi hann m.a. Gylfa Sigurðsson, Ólaf Stefánsson og Helenu Sverrisdóttir. „Ég get skilið að haldið er aftur af keppni, en að hafa lokað íþróttahús fyrir öllum sem eldri eru en 15 ára er fyrir mér óskiljanlegt. Íþróttir á Íslandi í dag eru ekki áhugamannadeildir. Íþróttir eru orðin jafn mikil atvinnugrein og hver önnur.“ „En með þessu erum við að minnka atvinnumöguleiki i framtíðinni hjá okkar efnilegustu leikmönnum, þar sem þau fá ekki að æfa á meðan leikmenn í öðrum löndum sem eru í samkeppni um framtíðarstörf við þessa leikmenn geta bætt sig daglega vegna þess að þar er ekkert búið að stoppa.“ Allan pistilinn má lesa hér að neðan. Hörður Axel Vilhjálmsson með pistil: Afreksíþróttir. Ég hef ekki talað um opinberleg málefni í langan tíma en núna finnst mér, ég vera knúinn til þess. Þegar ég ólst upp voru allar mínar helstu fyrirmyndir íþróttarmenn. Michael Jordan, Kobe Bryant, Tony Parker, Herbert Arnarson,Logi Gunnars, Jón Arnór, Helgi Jónas, Óli Stef og þar frameftir götunum. Það sem ég heyrði um alla þessa gaura var að þeir lögðu meira á sig en hinir, það væri engin töfra leið að árangri, bara þrotlaus vinna. Mitt eina markmið í lífinu var að verða atvinnumaður í körfubolta og í mínum huga var ekkert sem gat stoppað mig þvi ég lagði það mikla vinnu á mig að á endanum var ég sannfærður um að sú vinna myndi skila mér þangað sem ég ætlaði. Ég byrjaði á 2 misheppnuðum tilraunum í atvinnumennsku sem urðu í raun bara olía á eldinn og ýtti við mér að leggja enn meira á mig til að ná mínum markmiðum. Í 3 ár áður en ég fer út æfði ég meira en ég myndi ráðleggja nokkrum manni. Ég æfði á morgnanna, hliðraði hádeginu í skólanum svo ég gæti æft þá, svo liðsæfingar á kvöldin. Ég æfði um 5-6 klst á dag sem varð til þess að ég náði mínum markmiðum að fara út og spila i mörgum af sterkustu deildum Evrópu. Eina ástæðan af hverju ég komst í þær deildir og lið sem ég hef spilað með var vegna þess að ég var tilbúinn að leggja meira á mig en flestallir sem ég þekkti. Ef við tökum Reykjavikurlið sem dæmi þá hafa þau ekki náð að komast inn í íþróttarhús frá 6 Október. Sem gera 9 desember 64 daga sem leikmenn þeirra félaga hafa ekki getað stundað sína íþrótt. Ef leynist þar einhver jafn bilaður og ég var á mínum yngri árum þá er búið að stela af þeim einstaklingi 384 klst af æfingum, æfingum sem hann getur aldrei fengið aftur. Það er nefnilega þannig með íþróttir er að þær eru kapp við tímann. Þú verður að leggja inn vinnuna og helst sem fyrst til að ná forskoti, til að viðhalda forskotinu verður þú að spýta í svo aðrir nái þér ekki. Líftími íþróttarmanna er styttri en gengur og gerist í öðrum atvinnugreinum. Sem þýðir að hver dagur án æfinga er dýrmætur. Í öllum faraldrinum hefur verið stimplað í okkur að standa saman, ef við stöndum saman þá mun þetta fara vel. En hvert hefur verið okkar helsta sameiningartákn seinustu ára/áratuga sem þjóð? Fyrir mér augljóslega ekki hlutlaust mat, en þá eru það íþróttir. Landsliðin okkar hafa náð árangri sem á ekki að sjást á heimsvísu fyrir jafn litla þjóð og við erum. Silfur á olympíuleikum í handbolta kk Brons á Evropumeistaramóti í handbolta kk Öll stórmót sem farið hafa fram í handbolta kk Tvö stórmót í fótbolta kk Þrjú stórmót í fótbolta kvk Tvö stórmót í körfubolta kk Þetta er íþróttalíf Íslendinga í þremur stærstu hópíþróttum Íslands seinustu 12 ár. Hvað er sameiginlegt með öllum þessum liðum? Að mínu mati eru það lið sem hafa margt sameiginlegt, leggjast allir á eitt til að ná árangri. Allt leikmenn sem hafa gert allt sem þeir geta til að ná sem lengst í sinni íþrótt. Allt stoltir Íslendingar sem spila með hjartanu og oftar en ekki er fólk frá öðrum þjóðum farið að halda með Íslandi útaf samheldni liðsins, baráttu og ósérhlífni leikmanna. Hver hefur ekki heyrt sögur af Loga Gunnars í Njarðvík með Benna Gumm a morgnanna þegar hann var unglingur. Sögur af Gylfa Sig á æfingarsvæðinu lengur en allir að æfa aukaspyrnur og spyrnur frá öllum mögulegum stöðum. Óla Stef að lyfta olympiskar lyftingar á undan öðrum hópíþróttarleikmönnum til að reyna ná forskoti. Einstaklingsæfingar Helenu Sverris með Kuki sem æfði öðruvísi en tíðkaðist á þeim tíma. Það er nefnilega ekki bara keppni sem er verið að taka af íþróttarmönnum sem leitast eftir að ná langt. Það er verið að hindra að framtíðar afreksmenn, framtíðar atvinnumenn, framtíðar gleðigjafar og sameiningartákn þjóðarinnar nái sínum markmiðum og draumum. Ég get skilið að haldið er aftur af keppni, en að hafa lokað íþróttarhús fyrir öllum sem eldri eru en 15 ára er fyrir mér óskiljanlegt. Íþróttir á Íslandi í dag eru ekki áhugamannadeildir. Íþróttir eru orðin jafn mikil atvinnugrein og hver önnur. Skólar hafa skiljanlega haldist opnir sem og allar menntastofnanir þó með viðeigandi takmörkunum. Verknám í skólum hefur haldist en samt hafa íþróttir alveg lagst niður. Ég ætla ekki að fara út í forvarnirnar sem íþróttir eru enda er það óþarfi þvi það vita flestir. En með þessu erum við að minnka atvinnumöguleiki i framtíðinni hjá okkar efnilegustu leikmönnum, þar sem þau fá ekki að æfa á meðan leikmenn í öðrum löndum sem eru í samkeppni um framtíðarstörf við þessa leikmenn geta bætt sig daglega vegna þess að þar er ekkert búið að stoppa. Búðir hafa haldist opnar með takmörkunum og svæði hólfuð niður inn í búðunum, smáralind og Kringlan eru opin. Bíó eru opin með hólfunum. Hvað heldur aftur að yfirvöldum að leyfa æfingar þar sem 1-4 koma saman í rúmlega 600 fermetra húsnæði með frammúr skarandi loftræstingu? Þar sem um 30-50 metrar geta verið á milli hvers og eins, hver með sinn bolta og sína körfu. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson, fyrirliði körfuboltalandsliðsins og leikmaður Keflavíkur, er ekki sáttur við að hér ríki enn bann á æfingar og keppni afreksíþróttafólks. Hörður Axel skrifar í dag langan pistil á Facebook síðu sína þar sem hann fer yfir stöðuna og fer m.a. yfir það hversu marga klukkutíma ungt afreksíþróttafólk hefur misst úr á árinu. „Ég hef ekki talað um opinberlega málefni í langan tíma en núna finnst mér, ég vera knúinn til þess,“ sagði Hörður Axel þar sem hann fór yfir hversu lengi húsin hafa lokuð. Einnig fór hann yfir marga af okkar helsta afreksíþróttafólki í gegnum tíðina. Þar nefndi hann m.a. Gylfa Sigurðsson, Ólaf Stefánsson og Helenu Sverrisdóttir. „Ég get skilið að haldið er aftur af keppni, en að hafa lokað íþróttahús fyrir öllum sem eldri eru en 15 ára er fyrir mér óskiljanlegt. Íþróttir á Íslandi í dag eru ekki áhugamannadeildir. Íþróttir eru orðin jafn mikil atvinnugrein og hver önnur.“ „En með þessu erum við að minnka atvinnumöguleiki i framtíðinni hjá okkar efnilegustu leikmönnum, þar sem þau fá ekki að æfa á meðan leikmenn í öðrum löndum sem eru í samkeppni um framtíðarstörf við þessa leikmenn geta bætt sig daglega vegna þess að þar er ekkert búið að stoppa.“ Allan pistilinn má lesa hér að neðan. Hörður Axel Vilhjálmsson með pistil: Afreksíþróttir. Ég hef ekki talað um opinberleg málefni í langan tíma en núna finnst mér, ég vera knúinn til þess. Þegar ég ólst upp voru allar mínar helstu fyrirmyndir íþróttarmenn. Michael Jordan, Kobe Bryant, Tony Parker, Herbert Arnarson,Logi Gunnars, Jón Arnór, Helgi Jónas, Óli Stef og þar frameftir götunum. Það sem ég heyrði um alla þessa gaura var að þeir lögðu meira á sig en hinir, það væri engin töfra leið að árangri, bara þrotlaus vinna. Mitt eina markmið í lífinu var að verða atvinnumaður í körfubolta og í mínum huga var ekkert sem gat stoppað mig þvi ég lagði það mikla vinnu á mig að á endanum var ég sannfærður um að sú vinna myndi skila mér þangað sem ég ætlaði. Ég byrjaði á 2 misheppnuðum tilraunum í atvinnumennsku sem urðu í raun bara olía á eldinn og ýtti við mér að leggja enn meira á mig til að ná mínum markmiðum. Í 3 ár áður en ég fer út æfði ég meira en ég myndi ráðleggja nokkrum manni. Ég æfði á morgnanna, hliðraði hádeginu í skólanum svo ég gæti æft þá, svo liðsæfingar á kvöldin. Ég æfði um 5-6 klst á dag sem varð til þess að ég náði mínum markmiðum að fara út og spila i mörgum af sterkustu deildum Evrópu. Eina ástæðan af hverju ég komst í þær deildir og lið sem ég hef spilað með var vegna þess að ég var tilbúinn að leggja meira á mig en flestallir sem ég þekkti. Ef við tökum Reykjavikurlið sem dæmi þá hafa þau ekki náð að komast inn í íþróttarhús frá 6 Október. Sem gera 9 desember 64 daga sem leikmenn þeirra félaga hafa ekki getað stundað sína íþrótt. Ef leynist þar einhver jafn bilaður og ég var á mínum yngri árum þá er búið að stela af þeim einstaklingi 384 klst af æfingum, æfingum sem hann getur aldrei fengið aftur. Það er nefnilega þannig með íþróttir er að þær eru kapp við tímann. Þú verður að leggja inn vinnuna og helst sem fyrst til að ná forskoti, til að viðhalda forskotinu verður þú að spýta í svo aðrir nái þér ekki. Líftími íþróttarmanna er styttri en gengur og gerist í öðrum atvinnugreinum. Sem þýðir að hver dagur án æfinga er dýrmætur. Í öllum faraldrinum hefur verið stimplað í okkur að standa saman, ef við stöndum saman þá mun þetta fara vel. En hvert hefur verið okkar helsta sameiningartákn seinustu ára/áratuga sem þjóð? Fyrir mér augljóslega ekki hlutlaust mat, en þá eru það íþróttir. Landsliðin okkar hafa náð árangri sem á ekki að sjást á heimsvísu fyrir jafn litla þjóð og við erum. Silfur á olympíuleikum í handbolta kk Brons á Evropumeistaramóti í handbolta kk Öll stórmót sem farið hafa fram í handbolta kk Tvö stórmót í fótbolta kk Þrjú stórmót í fótbolta kvk Tvö stórmót í körfubolta kk Þetta er íþróttalíf Íslendinga í þremur stærstu hópíþróttum Íslands seinustu 12 ár. Hvað er sameiginlegt með öllum þessum liðum? Að mínu mati eru það lið sem hafa margt sameiginlegt, leggjast allir á eitt til að ná árangri. Allt leikmenn sem hafa gert allt sem þeir geta til að ná sem lengst í sinni íþrótt. Allt stoltir Íslendingar sem spila með hjartanu og oftar en ekki er fólk frá öðrum þjóðum farið að halda með Íslandi útaf samheldni liðsins, baráttu og ósérhlífni leikmanna. Hver hefur ekki heyrt sögur af Loga Gunnars í Njarðvík með Benna Gumm a morgnanna þegar hann var unglingur. Sögur af Gylfa Sig á æfingarsvæðinu lengur en allir að æfa aukaspyrnur og spyrnur frá öllum mögulegum stöðum. Óla Stef að lyfta olympiskar lyftingar á undan öðrum hópíþróttarleikmönnum til að reyna ná forskoti. Einstaklingsæfingar Helenu Sverris með Kuki sem æfði öðruvísi en tíðkaðist á þeim tíma. Það er nefnilega ekki bara keppni sem er verið að taka af íþróttarmönnum sem leitast eftir að ná langt. Það er verið að hindra að framtíðar afreksmenn, framtíðar atvinnumenn, framtíðar gleðigjafar og sameiningartákn þjóðarinnar nái sínum markmiðum og draumum. Ég get skilið að haldið er aftur af keppni, en að hafa lokað íþróttarhús fyrir öllum sem eldri eru en 15 ára er fyrir mér óskiljanlegt. Íþróttir á Íslandi í dag eru ekki áhugamannadeildir. Íþróttir eru orðin jafn mikil atvinnugrein og hver önnur. Skólar hafa skiljanlega haldist opnir sem og allar menntastofnanir þó með viðeigandi takmörkunum. Verknám í skólum hefur haldist en samt hafa íþróttir alveg lagst niður. Ég ætla ekki að fara út í forvarnirnar sem íþróttir eru enda er það óþarfi þvi það vita flestir. En með þessu erum við að minnka atvinnumöguleiki i framtíðinni hjá okkar efnilegustu leikmönnum, þar sem þau fá ekki að æfa á meðan leikmenn í öðrum löndum sem eru í samkeppni um framtíðarstörf við þessa leikmenn geta bætt sig daglega vegna þess að þar er ekkert búið að stoppa. Búðir hafa haldist opnar með takmörkunum og svæði hólfuð niður inn í búðunum, smáralind og Kringlan eru opin. Bíó eru opin með hólfunum. Hvað heldur aftur að yfirvöldum að leyfa æfingar þar sem 1-4 koma saman í rúmlega 600 fermetra húsnæði með frammúr skarandi loftræstingu? Þar sem um 30-50 metrar geta verið á milli hvers og eins, hver með sinn bolta og sína körfu.
Hörður Axel Vilhjálmsson með pistil: Afreksíþróttir. Ég hef ekki talað um opinberleg málefni í langan tíma en núna finnst mér, ég vera knúinn til þess. Þegar ég ólst upp voru allar mínar helstu fyrirmyndir íþróttarmenn. Michael Jordan, Kobe Bryant, Tony Parker, Herbert Arnarson,Logi Gunnars, Jón Arnór, Helgi Jónas, Óli Stef og þar frameftir götunum. Það sem ég heyrði um alla þessa gaura var að þeir lögðu meira á sig en hinir, það væri engin töfra leið að árangri, bara þrotlaus vinna. Mitt eina markmið í lífinu var að verða atvinnumaður í körfubolta og í mínum huga var ekkert sem gat stoppað mig þvi ég lagði það mikla vinnu á mig að á endanum var ég sannfærður um að sú vinna myndi skila mér þangað sem ég ætlaði. Ég byrjaði á 2 misheppnuðum tilraunum í atvinnumennsku sem urðu í raun bara olía á eldinn og ýtti við mér að leggja enn meira á mig til að ná mínum markmiðum. Í 3 ár áður en ég fer út æfði ég meira en ég myndi ráðleggja nokkrum manni. Ég æfði á morgnanna, hliðraði hádeginu í skólanum svo ég gæti æft þá, svo liðsæfingar á kvöldin. Ég æfði um 5-6 klst á dag sem varð til þess að ég náði mínum markmiðum að fara út og spila i mörgum af sterkustu deildum Evrópu. Eina ástæðan af hverju ég komst í þær deildir og lið sem ég hef spilað með var vegna þess að ég var tilbúinn að leggja meira á mig en flestallir sem ég þekkti. Ef við tökum Reykjavikurlið sem dæmi þá hafa þau ekki náð að komast inn í íþróttarhús frá 6 Október. Sem gera 9 desember 64 daga sem leikmenn þeirra félaga hafa ekki getað stundað sína íþrótt. Ef leynist þar einhver jafn bilaður og ég var á mínum yngri árum þá er búið að stela af þeim einstaklingi 384 klst af æfingum, æfingum sem hann getur aldrei fengið aftur. Það er nefnilega þannig með íþróttir er að þær eru kapp við tímann. Þú verður að leggja inn vinnuna og helst sem fyrst til að ná forskoti, til að viðhalda forskotinu verður þú að spýta í svo aðrir nái þér ekki. Líftími íþróttarmanna er styttri en gengur og gerist í öðrum atvinnugreinum. Sem þýðir að hver dagur án æfinga er dýrmætur. Í öllum faraldrinum hefur verið stimplað í okkur að standa saman, ef við stöndum saman þá mun þetta fara vel. En hvert hefur verið okkar helsta sameiningartákn seinustu ára/áratuga sem þjóð? Fyrir mér augljóslega ekki hlutlaust mat, en þá eru það íþróttir. Landsliðin okkar hafa náð árangri sem á ekki að sjást á heimsvísu fyrir jafn litla þjóð og við erum. Silfur á olympíuleikum í handbolta kk Brons á Evropumeistaramóti í handbolta kk Öll stórmót sem farið hafa fram í handbolta kk Tvö stórmót í fótbolta kk Þrjú stórmót í fótbolta kvk Tvö stórmót í körfubolta kk Þetta er íþróttalíf Íslendinga í þremur stærstu hópíþróttum Íslands seinustu 12 ár. Hvað er sameiginlegt með öllum þessum liðum? Að mínu mati eru það lið sem hafa margt sameiginlegt, leggjast allir á eitt til að ná árangri. Allt leikmenn sem hafa gert allt sem þeir geta til að ná sem lengst í sinni íþrótt. Allt stoltir Íslendingar sem spila með hjartanu og oftar en ekki er fólk frá öðrum þjóðum farið að halda með Íslandi útaf samheldni liðsins, baráttu og ósérhlífni leikmanna. Hver hefur ekki heyrt sögur af Loga Gunnars í Njarðvík með Benna Gumm a morgnanna þegar hann var unglingur. Sögur af Gylfa Sig á æfingarsvæðinu lengur en allir að æfa aukaspyrnur og spyrnur frá öllum mögulegum stöðum. Óla Stef að lyfta olympiskar lyftingar á undan öðrum hópíþróttarleikmönnum til að reyna ná forskoti. Einstaklingsæfingar Helenu Sverris með Kuki sem æfði öðruvísi en tíðkaðist á þeim tíma. Það er nefnilega ekki bara keppni sem er verið að taka af íþróttarmönnum sem leitast eftir að ná langt. Það er verið að hindra að framtíðar afreksmenn, framtíðar atvinnumenn, framtíðar gleðigjafar og sameiningartákn þjóðarinnar nái sínum markmiðum og draumum. Ég get skilið að haldið er aftur af keppni, en að hafa lokað íþróttarhús fyrir öllum sem eldri eru en 15 ára er fyrir mér óskiljanlegt. Íþróttir á Íslandi í dag eru ekki áhugamannadeildir. Íþróttir eru orðin jafn mikil atvinnugrein og hver önnur. Skólar hafa skiljanlega haldist opnir sem og allar menntastofnanir þó með viðeigandi takmörkunum. Verknám í skólum hefur haldist en samt hafa íþróttir alveg lagst niður. Ég ætla ekki að fara út í forvarnirnar sem íþróttir eru enda er það óþarfi þvi það vita flestir. En með þessu erum við að minnka atvinnumöguleiki i framtíðinni hjá okkar efnilegustu leikmönnum, þar sem þau fá ekki að æfa á meðan leikmenn í öðrum löndum sem eru í samkeppni um framtíðarstörf við þessa leikmenn geta bætt sig daglega vegna þess að þar er ekkert búið að stoppa. Búðir hafa haldist opnar með takmörkunum og svæði hólfuð niður inn í búðunum, smáralind og Kringlan eru opin. Bíó eru opin með hólfunum. Hvað heldur aftur að yfirvöldum að leyfa æfingar þar sem 1-4 koma saman í rúmlega 600 fermetra húsnæði með frammúr skarandi loftræstingu? Þar sem um 30-50 metrar geta verið á milli hvers og eins, hver með sinn bolta og sína körfu.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti