Fullveldi – Hvers vegna? Þorsteinn Sæmundsson skrifar 1. desember 2020 18:38 Við tölum sjaldan um fullveldið. Kannski finnst okkur að það hafi alltaf verið, sé sjálfsagt. Göngum að því vísu. En fullveldið hefur ekki alltaf verið ekki til staðar, ekki sjálfgefið. Fullveldið kostaði áralanga baráttu ótal manna við konunglegt vald. Þegar framsýnt fólk ákvað fyrir rúmum hundrað árum að Íslendingar skyldu verða þjóð meðal þjóða var það djörf ákvörðun. Ekki síst vegna kringumstæðna árið 1918. Hafís var fyrir landi sem nær aldrei fyrr eða síðar. Eitt stærsta eldgos síðari tíma reið yfir og drepsótt sem lagði 500 manns að velli herjaði á. Samt hafði fólk kjark og fullvissu fyrir því að þessar rétt rúmlega 90 þúsund manneskjur sem byggðu landið á þessum tíma gætu orðið hluti heimsfjölskyldunnar, heimsborgarar. Sem dæmi um hver hugur var í fólki komu nokkrir prófessorar Háskólans saman og stofnuðu Vísindafélag Íslendinga því þeim fannst að frjáls og fullvalda þjóð yrði að eiga slíkt félag. Þessi þrautsegja og kjarkur sem forfeður okkar sýndu á að vera okkur hvatning og innblástur til að varðveita fullveldi Íslands til gæfu fyrir okkur og ófæddar kynslóðir. Til hvers varðveitum við svo fullveldið og hvernig? Varðveisla fullveldis er grundvöllur sjálfsákvörðunarréttar okkar á innlendum og erlendum vettvangi. Þeir eru til sem vilja stíga skref í þá átt að framselja fullveldi okkar erlendum aðilum og við hefur legið nokkrum sinnum að slíkt væri gert eins og við samþykkt EES samningsins á sínum tíma. Nýleg áminning birtist í samþykkt þriðja orkupakkans sem ógnar sannarlega fullveldinu. Trygging fyrir yfirráðum okkar á einstökum auðlindum á jörðu og undir niðri Í hafinu í kringum landið og ekki síst í fólkinu sjálfu, mannauðnum, er grunnur að fullveldi okkar. Við verðum að berjast fyrir og tryggja óskoruð yfirráð okkar Íslendinga yfir gæðum landsins hvort sem það er vatn, heitt eða kalt, jarðnæði með öllum kostum og gæðum, náttúra Íslands heilbrigðir bústofnar og fiskimiðin umhverfis landið, svo fátt eitt sé nefnt. Baráttan fyrir öllu þessu stendur nú sem endranær og mun standa lengi. Baráttan fyrir fullveldi snýst ekki um einangrun lands og lýðs. Þvert á móti er nauðsynlegt að Ísland geti komið fram á alþjóðavettvangi sem frjáls og fullvalda þjóð en ekki viðhengi annarra þjóða. Fullvalda þjóð þarf að geta mætt mæta til leiks sem jafningi. Þetta hefur okkur tekist bærilega á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankans, Alþjóða hvalveiðiráðsins, í NATO, á þingi Evrópuráðsins og víðar. Síðast en ekki síst þurfum við að kynna nýjum kynslóðum enn betur hverju fullveldisbaráttan skilaði og hvað fullveldið er okkur dýrmætt. Það getur hæglega glatast ef ekki er að gætt. Frumvarp um að 1. desember verði almennur frídagur hefur verið lagt nokkrum sinnum fyrir Alþingi undanfarin ár. Frumvarpið hefur því miður ekki náð fram að ganga ennþá en verður flutt nógu oft og nógu lengi til þess að hljóta að lokum samþykki. Þeir sem kveiktu eldana eiga það skilið að þjóðin fái vettvang og tækifæri til að minnast þeirra og baráttunnar fyrir fullveldinu. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við tölum sjaldan um fullveldið. Kannski finnst okkur að það hafi alltaf verið, sé sjálfsagt. Göngum að því vísu. En fullveldið hefur ekki alltaf verið ekki til staðar, ekki sjálfgefið. Fullveldið kostaði áralanga baráttu ótal manna við konunglegt vald. Þegar framsýnt fólk ákvað fyrir rúmum hundrað árum að Íslendingar skyldu verða þjóð meðal þjóða var það djörf ákvörðun. Ekki síst vegna kringumstæðna árið 1918. Hafís var fyrir landi sem nær aldrei fyrr eða síðar. Eitt stærsta eldgos síðari tíma reið yfir og drepsótt sem lagði 500 manns að velli herjaði á. Samt hafði fólk kjark og fullvissu fyrir því að þessar rétt rúmlega 90 þúsund manneskjur sem byggðu landið á þessum tíma gætu orðið hluti heimsfjölskyldunnar, heimsborgarar. Sem dæmi um hver hugur var í fólki komu nokkrir prófessorar Háskólans saman og stofnuðu Vísindafélag Íslendinga því þeim fannst að frjáls og fullvalda þjóð yrði að eiga slíkt félag. Þessi þrautsegja og kjarkur sem forfeður okkar sýndu á að vera okkur hvatning og innblástur til að varðveita fullveldi Íslands til gæfu fyrir okkur og ófæddar kynslóðir. Til hvers varðveitum við svo fullveldið og hvernig? Varðveisla fullveldis er grundvöllur sjálfsákvörðunarréttar okkar á innlendum og erlendum vettvangi. Þeir eru til sem vilja stíga skref í þá átt að framselja fullveldi okkar erlendum aðilum og við hefur legið nokkrum sinnum að slíkt væri gert eins og við samþykkt EES samningsins á sínum tíma. Nýleg áminning birtist í samþykkt þriðja orkupakkans sem ógnar sannarlega fullveldinu. Trygging fyrir yfirráðum okkar á einstökum auðlindum á jörðu og undir niðri Í hafinu í kringum landið og ekki síst í fólkinu sjálfu, mannauðnum, er grunnur að fullveldi okkar. Við verðum að berjast fyrir og tryggja óskoruð yfirráð okkar Íslendinga yfir gæðum landsins hvort sem það er vatn, heitt eða kalt, jarðnæði með öllum kostum og gæðum, náttúra Íslands heilbrigðir bústofnar og fiskimiðin umhverfis landið, svo fátt eitt sé nefnt. Baráttan fyrir öllu þessu stendur nú sem endranær og mun standa lengi. Baráttan fyrir fullveldi snýst ekki um einangrun lands og lýðs. Þvert á móti er nauðsynlegt að Ísland geti komið fram á alþjóðavettvangi sem frjáls og fullvalda þjóð en ekki viðhengi annarra þjóða. Fullvalda þjóð þarf að geta mætt mæta til leiks sem jafningi. Þetta hefur okkur tekist bærilega á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankans, Alþjóða hvalveiðiráðsins, í NATO, á þingi Evrópuráðsins og víðar. Síðast en ekki síst þurfum við að kynna nýjum kynslóðum enn betur hverju fullveldisbaráttan skilaði og hvað fullveldið er okkur dýrmætt. Það getur hæglega glatast ef ekki er að gætt. Frumvarp um að 1. desember verði almennur frídagur hefur verið lagt nokkrum sinnum fyrir Alþingi undanfarin ár. Frumvarpið hefur því miður ekki náð fram að ganga ennþá en verður flutt nógu oft og nógu lengi til þess að hljóta að lokum samþykki. Þeir sem kveiktu eldana eiga það skilið að þjóðin fái vettvang og tækifæri til að minnast þeirra og baráttunnar fyrir fullveldinu. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun