Fullveldi – Hvers vegna? Þorsteinn Sæmundsson skrifar 1. desember 2020 18:38 Við tölum sjaldan um fullveldið. Kannski finnst okkur að það hafi alltaf verið, sé sjálfsagt. Göngum að því vísu. En fullveldið hefur ekki alltaf verið ekki til staðar, ekki sjálfgefið. Fullveldið kostaði áralanga baráttu ótal manna við konunglegt vald. Þegar framsýnt fólk ákvað fyrir rúmum hundrað árum að Íslendingar skyldu verða þjóð meðal þjóða var það djörf ákvörðun. Ekki síst vegna kringumstæðna árið 1918. Hafís var fyrir landi sem nær aldrei fyrr eða síðar. Eitt stærsta eldgos síðari tíma reið yfir og drepsótt sem lagði 500 manns að velli herjaði á. Samt hafði fólk kjark og fullvissu fyrir því að þessar rétt rúmlega 90 þúsund manneskjur sem byggðu landið á þessum tíma gætu orðið hluti heimsfjölskyldunnar, heimsborgarar. Sem dæmi um hver hugur var í fólki komu nokkrir prófessorar Háskólans saman og stofnuðu Vísindafélag Íslendinga því þeim fannst að frjáls og fullvalda þjóð yrði að eiga slíkt félag. Þessi þrautsegja og kjarkur sem forfeður okkar sýndu á að vera okkur hvatning og innblástur til að varðveita fullveldi Íslands til gæfu fyrir okkur og ófæddar kynslóðir. Til hvers varðveitum við svo fullveldið og hvernig? Varðveisla fullveldis er grundvöllur sjálfsákvörðunarréttar okkar á innlendum og erlendum vettvangi. Þeir eru til sem vilja stíga skref í þá átt að framselja fullveldi okkar erlendum aðilum og við hefur legið nokkrum sinnum að slíkt væri gert eins og við samþykkt EES samningsins á sínum tíma. Nýleg áminning birtist í samþykkt þriðja orkupakkans sem ógnar sannarlega fullveldinu. Trygging fyrir yfirráðum okkar á einstökum auðlindum á jörðu og undir niðri Í hafinu í kringum landið og ekki síst í fólkinu sjálfu, mannauðnum, er grunnur að fullveldi okkar. Við verðum að berjast fyrir og tryggja óskoruð yfirráð okkar Íslendinga yfir gæðum landsins hvort sem það er vatn, heitt eða kalt, jarðnæði með öllum kostum og gæðum, náttúra Íslands heilbrigðir bústofnar og fiskimiðin umhverfis landið, svo fátt eitt sé nefnt. Baráttan fyrir öllu þessu stendur nú sem endranær og mun standa lengi. Baráttan fyrir fullveldi snýst ekki um einangrun lands og lýðs. Þvert á móti er nauðsynlegt að Ísland geti komið fram á alþjóðavettvangi sem frjáls og fullvalda þjóð en ekki viðhengi annarra þjóða. Fullvalda þjóð þarf að geta mætt mæta til leiks sem jafningi. Þetta hefur okkur tekist bærilega á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankans, Alþjóða hvalveiðiráðsins, í NATO, á þingi Evrópuráðsins og víðar. Síðast en ekki síst þurfum við að kynna nýjum kynslóðum enn betur hverju fullveldisbaráttan skilaði og hvað fullveldið er okkur dýrmætt. Það getur hæglega glatast ef ekki er að gætt. Frumvarp um að 1. desember verði almennur frídagur hefur verið lagt nokkrum sinnum fyrir Alþingi undanfarin ár. Frumvarpið hefur því miður ekki náð fram að ganga ennþá en verður flutt nógu oft og nógu lengi til þess að hljóta að lokum samþykki. Þeir sem kveiktu eldana eiga það skilið að þjóðin fái vettvang og tækifæri til að minnast þeirra og baráttunnar fyrir fullveldinu. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Við tölum sjaldan um fullveldið. Kannski finnst okkur að það hafi alltaf verið, sé sjálfsagt. Göngum að því vísu. En fullveldið hefur ekki alltaf verið ekki til staðar, ekki sjálfgefið. Fullveldið kostaði áralanga baráttu ótal manna við konunglegt vald. Þegar framsýnt fólk ákvað fyrir rúmum hundrað árum að Íslendingar skyldu verða þjóð meðal þjóða var það djörf ákvörðun. Ekki síst vegna kringumstæðna árið 1918. Hafís var fyrir landi sem nær aldrei fyrr eða síðar. Eitt stærsta eldgos síðari tíma reið yfir og drepsótt sem lagði 500 manns að velli herjaði á. Samt hafði fólk kjark og fullvissu fyrir því að þessar rétt rúmlega 90 þúsund manneskjur sem byggðu landið á þessum tíma gætu orðið hluti heimsfjölskyldunnar, heimsborgarar. Sem dæmi um hver hugur var í fólki komu nokkrir prófessorar Háskólans saman og stofnuðu Vísindafélag Íslendinga því þeim fannst að frjáls og fullvalda þjóð yrði að eiga slíkt félag. Þessi þrautsegja og kjarkur sem forfeður okkar sýndu á að vera okkur hvatning og innblástur til að varðveita fullveldi Íslands til gæfu fyrir okkur og ófæddar kynslóðir. Til hvers varðveitum við svo fullveldið og hvernig? Varðveisla fullveldis er grundvöllur sjálfsákvörðunarréttar okkar á innlendum og erlendum vettvangi. Þeir eru til sem vilja stíga skref í þá átt að framselja fullveldi okkar erlendum aðilum og við hefur legið nokkrum sinnum að slíkt væri gert eins og við samþykkt EES samningsins á sínum tíma. Nýleg áminning birtist í samþykkt þriðja orkupakkans sem ógnar sannarlega fullveldinu. Trygging fyrir yfirráðum okkar á einstökum auðlindum á jörðu og undir niðri Í hafinu í kringum landið og ekki síst í fólkinu sjálfu, mannauðnum, er grunnur að fullveldi okkar. Við verðum að berjast fyrir og tryggja óskoruð yfirráð okkar Íslendinga yfir gæðum landsins hvort sem það er vatn, heitt eða kalt, jarðnæði með öllum kostum og gæðum, náttúra Íslands heilbrigðir bústofnar og fiskimiðin umhverfis landið, svo fátt eitt sé nefnt. Baráttan fyrir öllu þessu stendur nú sem endranær og mun standa lengi. Baráttan fyrir fullveldi snýst ekki um einangrun lands og lýðs. Þvert á móti er nauðsynlegt að Ísland geti komið fram á alþjóðavettvangi sem frjáls og fullvalda þjóð en ekki viðhengi annarra þjóða. Fullvalda þjóð þarf að geta mætt mæta til leiks sem jafningi. Þetta hefur okkur tekist bærilega á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankans, Alþjóða hvalveiðiráðsins, í NATO, á þingi Evrópuráðsins og víðar. Síðast en ekki síst þurfum við að kynna nýjum kynslóðum enn betur hverju fullveldisbaráttan skilaði og hvað fullveldið er okkur dýrmætt. Það getur hæglega glatast ef ekki er að gætt. Frumvarp um að 1. desember verði almennur frídagur hefur verið lagt nokkrum sinnum fyrir Alþingi undanfarin ár. Frumvarpið hefur því miður ekki náð fram að ganga ennþá en verður flutt nógu oft og nógu lengi til þess að hljóta að lokum samþykki. Þeir sem kveiktu eldana eiga það skilið að þjóðin fái vettvang og tækifæri til að minnast þeirra og baráttunnar fyrir fullveldinu. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun