Þetta snýst um okkur, ekki ykkur Guðmundur Gunnarsson skrifar 1. desember 2020 11:15 Bannsett fréttin á forsíðu Fréttablaðsins. Hún var sláandi. Sérstaklega fyrir þá sem tengjast þorpum undir bröttum fjallshlíðum. Fréttin fór nefnilega með okkur aftur til Flateyrar. Aftur kominn janúar, blindhríð, snjóflóð, eignatjón, mannbjörg og kraftaverk. Nýtt hættumat Veðurstofunnar staðfestir það sem heimamenn höfðu haldið fram. Byggðunum er ógnað. Fólk er í hættu. Ekki bara á Flateyri, heldur um allt land. Matið staðfestir jafnframt að hættan er talsvert meiri en áður var talið. Hún er yfirvofandi. Viðvarandi. Minnir á sig í hvert skipti sem Veðurstofan gefur út gula viðvörun. Íbúarnir eru í meiri lífshættu en áður var talið. Samfélögin eru mun verr varin en við héldum. Ég sé enga ástæðu til að sykurhúða það sem þessar upplýsingar staðfesta. Við sváfum á verðinum. Vanmátum hættuna. Skildum ekki alvarleikann. Misstum fókus. Samt lögðum við fé til hliðar. Áttum fyrir varnargörðunum, skipulögðum framkvæmdir og reistum einhverja varnargarða. En við svikum áratugagömul loforð um að klára verkefnið. Við gerðum of lítið og við gerðum það of seint. Við urðum kærulaus. Tókum augun af fjallshlíðinni. En ég er ekki að ávarpa eða ásaka stjórnvöld. Ég er að tala við okkur öll. Ég hef nefnilega dregið lærdóm af reynslunni á Flateyri. Flóðið og fólkið kenndi mér margt. Þau kenndu mér auðmýkt og manngæsku. En hvað varnir okkar gegn eyðileggingarmætti náttúrunnar varðar, þá hef ég lært eftirfarandi lexíu: Við erum í eðli okkar skammsýn og sjálfhverf. Við erum oftast bara að velta okkur upp úr nærumhverfi okkar, daglegu amstri og öllu því sem snertir okkur beint frá degi til dags. Ef maður lifir ekki og hrærist í ákveðnu samfélagi þá skilur maður ekki þarfir þess. Þekkir ekki karakterinn. Þetta á við um okkur öll og er ósköp eðlilegt. Ef maður vill hreyfa við einhverju og hafa áhrif þá þarf maður að byrja á sjálfum sér. Velta því fyrir sér hvað maður sjálfur getur gert. Hvernig getur maður minnt á sig? Látið í sér heyra. Í stóra samhenginu, og þegar við erum að tala um stjórn landsins og ákvarðanir um almannahag, þá er það mín reynsla að því lengra sem maður býr frá ákvarðanaborðinu því hærra þarf maður að tala. Því sjaldnar sem hagsmunum manns bregður fyrir á borði stjórnvalda því oftar þarf maður að láta í sér heyra. Þetta er einfaldlega veruleikinn og það er undir okkur sjálfum komið að aðlaga okkur að honum. Landshlutar og bæjarfélög verða að eiga rödd. Ekki bara eitthvað hvísl sem dofnar út við sýslumörkin, heldur rödd sem heyrist. Rödd sem ruggar borgum. Raskar svefni. Sogar til sín athygli og ryðst inn í sjónsvið fólksins við ákvarðanaborðið. Með látum. Uns sú hugsun nær í gegn að svæðið skipti mál. Að við eigum öll rétt á þjónustu og grunnkerfum. Að við eigum öll rétt á því að öryggi okkar sé tryggt. Það er ekki nóg að halda eina þrumuræðu. Röddin þarf að bergmála. Samfellt og markvisst. Já, já, stundum getur líka verið fínt að barma sér. Halla sér aftur og teikna upp ímyndaða óvini. Kenna öðrum um og yppta öxlum. En ef maður vill eitthvað nógu mikið þá þarf maður að berjast fyrir því. Brýna raustina. Finna bassataktinn. Og það er þetta sem landshlutarnir sem liggja lengst frá ákvörðunum þurfa að tileinka sér. Margar ósamstilltar raddir munu aldrei fanga sömu athygli og ein sterk. Og nei, það þarf ekki að sameina sveitarfélög til að tala einni röddu. Það þarf bara að leggja til hliðar innbyrðis þrætur og beina orkunni að stóru málunum. Tala hærra. Ávarpa fleiri. Draga andann djúpt, rétta úr sér, ræskja sig og þruma yfir allt landið. Minna á öryggið, minna á vegina, minna á náttúruna, minna á fólkið, minna á allt. Uns einhver segir: Þú þarna,....já, þú sem stendur þarna aftast.....við heyrum í þér....við erum að hlusta......gjörðu svo vel. Annars gleymumst við. Og það er þá okkur að kenna. Ekki hinum. Ekki öðrum. Okkur. Höfundur er Vestfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Gunnarsson Ísafjarðarbær Almannavarnir Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Bannsett fréttin á forsíðu Fréttablaðsins. Hún var sláandi. Sérstaklega fyrir þá sem tengjast þorpum undir bröttum fjallshlíðum. Fréttin fór nefnilega með okkur aftur til Flateyrar. Aftur kominn janúar, blindhríð, snjóflóð, eignatjón, mannbjörg og kraftaverk. Nýtt hættumat Veðurstofunnar staðfestir það sem heimamenn höfðu haldið fram. Byggðunum er ógnað. Fólk er í hættu. Ekki bara á Flateyri, heldur um allt land. Matið staðfestir jafnframt að hættan er talsvert meiri en áður var talið. Hún er yfirvofandi. Viðvarandi. Minnir á sig í hvert skipti sem Veðurstofan gefur út gula viðvörun. Íbúarnir eru í meiri lífshættu en áður var talið. Samfélögin eru mun verr varin en við héldum. Ég sé enga ástæðu til að sykurhúða það sem þessar upplýsingar staðfesta. Við sváfum á verðinum. Vanmátum hættuna. Skildum ekki alvarleikann. Misstum fókus. Samt lögðum við fé til hliðar. Áttum fyrir varnargörðunum, skipulögðum framkvæmdir og reistum einhverja varnargarða. En við svikum áratugagömul loforð um að klára verkefnið. Við gerðum of lítið og við gerðum það of seint. Við urðum kærulaus. Tókum augun af fjallshlíðinni. En ég er ekki að ávarpa eða ásaka stjórnvöld. Ég er að tala við okkur öll. Ég hef nefnilega dregið lærdóm af reynslunni á Flateyri. Flóðið og fólkið kenndi mér margt. Þau kenndu mér auðmýkt og manngæsku. En hvað varnir okkar gegn eyðileggingarmætti náttúrunnar varðar, þá hef ég lært eftirfarandi lexíu: Við erum í eðli okkar skammsýn og sjálfhverf. Við erum oftast bara að velta okkur upp úr nærumhverfi okkar, daglegu amstri og öllu því sem snertir okkur beint frá degi til dags. Ef maður lifir ekki og hrærist í ákveðnu samfélagi þá skilur maður ekki þarfir þess. Þekkir ekki karakterinn. Þetta á við um okkur öll og er ósköp eðlilegt. Ef maður vill hreyfa við einhverju og hafa áhrif þá þarf maður að byrja á sjálfum sér. Velta því fyrir sér hvað maður sjálfur getur gert. Hvernig getur maður minnt á sig? Látið í sér heyra. Í stóra samhenginu, og þegar við erum að tala um stjórn landsins og ákvarðanir um almannahag, þá er það mín reynsla að því lengra sem maður býr frá ákvarðanaborðinu því hærra þarf maður að tala. Því sjaldnar sem hagsmunum manns bregður fyrir á borði stjórnvalda því oftar þarf maður að láta í sér heyra. Þetta er einfaldlega veruleikinn og það er undir okkur sjálfum komið að aðlaga okkur að honum. Landshlutar og bæjarfélög verða að eiga rödd. Ekki bara eitthvað hvísl sem dofnar út við sýslumörkin, heldur rödd sem heyrist. Rödd sem ruggar borgum. Raskar svefni. Sogar til sín athygli og ryðst inn í sjónsvið fólksins við ákvarðanaborðið. Með látum. Uns sú hugsun nær í gegn að svæðið skipti mál. Að við eigum öll rétt á þjónustu og grunnkerfum. Að við eigum öll rétt á því að öryggi okkar sé tryggt. Það er ekki nóg að halda eina þrumuræðu. Röddin þarf að bergmála. Samfellt og markvisst. Já, já, stundum getur líka verið fínt að barma sér. Halla sér aftur og teikna upp ímyndaða óvini. Kenna öðrum um og yppta öxlum. En ef maður vill eitthvað nógu mikið þá þarf maður að berjast fyrir því. Brýna raustina. Finna bassataktinn. Og það er þetta sem landshlutarnir sem liggja lengst frá ákvörðunum þurfa að tileinka sér. Margar ósamstilltar raddir munu aldrei fanga sömu athygli og ein sterk. Og nei, það þarf ekki að sameina sveitarfélög til að tala einni röddu. Það þarf bara að leggja til hliðar innbyrðis þrætur og beina orkunni að stóru málunum. Tala hærra. Ávarpa fleiri. Draga andann djúpt, rétta úr sér, ræskja sig og þruma yfir allt landið. Minna á öryggið, minna á vegina, minna á náttúruna, minna á fólkið, minna á allt. Uns einhver segir: Þú þarna,....já, þú sem stendur þarna aftast.....við heyrum í þér....við erum að hlusta......gjörðu svo vel. Annars gleymumst við. Og það er þá okkur að kenna. Ekki hinum. Ekki öðrum. Okkur. Höfundur er Vestfirðingur.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun