Joey, Chandler og klámið Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar 4. desember 2020 08:00 Munið þið eftir Friends þættinum The One With The Free Porn? Fyrir ykkur sem ekki voruð ´90s unglingar eins og ég skal ég rifja upp söguþráðinn í örstuttu máli. Samleigjendurnir Joey og Chandler, menn á þrítugsaldri í New York, átta sig á því að þeir hafa óvart náð útsendingu sjónvarpsstöðvar sem sýnir klám allan sólarhringinn. Vá ókeypis klám! Af ótta við að glata þessum nýfengnu lífsgæðum þora þeir ekki fyrir sitt litla líf að skipta um stöð eða slökkva á sjónvarpinu svo klámið gengur viðstöðulaust í stofunni þeirra dögum saman. Það er tvennt í þessu sem mér finnst áhugavert. Í fyrsta lagi er ekki sett spurningamerki við að það sé fullkomlega eðlilegt að þeir vilji horfa á klám og í öðru lagi að þessir ungu menn árið 1998 höfðu ekkert aðgengi að fríu klámi. Í dag hefur önnur þessara staðreynda breyst en hin ekki. Klám er enn alveg normal fyrir alla unga menn til að horfa á en stóra breytingin er sú að nú er klám aðgengilegt allan sólarhringinn og ókeypis í litla tækinu sem fylgir þér út um allt. Þetta aukna aðgengi á ekki bara við um hálfþrítuga menn heldur hafa öll börn og unglingar sama aðgang séu tækin sem þau komast í ekki sérstaklega varin með öryggissíum. Þetta sést líka í könnunum sem eru gerðar meðal unglinga. Hér á Íslandi segist um helmingur stráka í 8.-10. bekk horfa á klám einu sinni í viku eða oftar. Þannig hafa þessir unglingspiltar margir hverjir horft á ótal klukkustundir af klámi áður en þeir stunda kynlíf í fyrsta sinn. Ég hélt fyrirlestur í grunnskóla fyrir nokkru síðan þar sem kennari þakkaði mér sérstaklega fyrir að tala um klám af því strákarnir í 9. bekk væru endalaust talandi um klámið á göngum skólans. Það hafði enginn annar gripið þessa umræðu með unglingunum. Við skuldum unglingum þessa lands að fræða þau um það sem þau vilja vita um kynlíf – því klám er í besta falli léleg kynfræðsla. En í versta falli – og oftar en ekki – er klám beinlínis skaðlegt. Það skaðar viðhorf ungmenna til kynlífs, nándar og samþykkis. Það elur á ranghugmyndum um hvernig líkamar líta út og hvernig samskipti í kynlífi fara fram. Það setur óraunhæfar kröfur á þau sjálf um frammistöðu og athafnir í kynlífi. Ekki nóg með þetta þá er kynlífi og ofbeldi óhikað spyrt saman í klámi – en ýmsar rannsóknir gefa til kynna að mikill meirihluti klámsena á stóru klámveitunum innihaldi ofbeldi gegn konum. Þessi eitraða blanda væntinga og krafna getur ekki verið gott veganesti út kynlífssambönd með öðru fólki. Það þarf sterkt mótvægi með fræðslu um mörk, samþykki, samskipti og valdamun. Stór hluti strákanna er að horfa á klám í hverri viku – fræðslan getur því ekki verið einu sinni á ári. Þetta verður vera gert af fólki í þeirra nærumhverfi – foreldrum, kennurum og frístundastarfsfólki. Á sama tíma þurfum við að skapa samfélag sem hættir að normalísera og upphefja það sem eðlilegan hluta karlmennsku að horfa á klám. Við getum aldrei sagt að við búum í jafnréttissamfélagi þegar stór hluti karlmanna horfir sér til nautnar á efni sem er uppfullt af ofbeldi gegn konum. Hér á Stígamótum greinum við vel áhrif klámsins í sögum þeirra ungu brotaþola sem hingað leita – það er oft eins og verið sé að lýsa einu af þessum fjölmörgu niðurlægjandi og ofbeldisfullu klámmyndböndum af netinu. Ef við viljum koma í veg fyrir frekari þróun í þessa hátt tökum við höndum saman um að fræða ungmenni og breyta viðhorfum samfélags sem þorir ekki að snerta á kláminu. Höfundur er talskona Stígamóta. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Munið þið eftir Friends þættinum The One With The Free Porn? Fyrir ykkur sem ekki voruð ´90s unglingar eins og ég skal ég rifja upp söguþráðinn í örstuttu máli. Samleigjendurnir Joey og Chandler, menn á þrítugsaldri í New York, átta sig á því að þeir hafa óvart náð útsendingu sjónvarpsstöðvar sem sýnir klám allan sólarhringinn. Vá ókeypis klám! Af ótta við að glata þessum nýfengnu lífsgæðum þora þeir ekki fyrir sitt litla líf að skipta um stöð eða slökkva á sjónvarpinu svo klámið gengur viðstöðulaust í stofunni þeirra dögum saman. Það er tvennt í þessu sem mér finnst áhugavert. Í fyrsta lagi er ekki sett spurningamerki við að það sé fullkomlega eðlilegt að þeir vilji horfa á klám og í öðru lagi að þessir ungu menn árið 1998 höfðu ekkert aðgengi að fríu klámi. Í dag hefur önnur þessara staðreynda breyst en hin ekki. Klám er enn alveg normal fyrir alla unga menn til að horfa á en stóra breytingin er sú að nú er klám aðgengilegt allan sólarhringinn og ókeypis í litla tækinu sem fylgir þér út um allt. Þetta aukna aðgengi á ekki bara við um hálfþrítuga menn heldur hafa öll börn og unglingar sama aðgang séu tækin sem þau komast í ekki sérstaklega varin með öryggissíum. Þetta sést líka í könnunum sem eru gerðar meðal unglinga. Hér á Íslandi segist um helmingur stráka í 8.-10. bekk horfa á klám einu sinni í viku eða oftar. Þannig hafa þessir unglingspiltar margir hverjir horft á ótal klukkustundir af klámi áður en þeir stunda kynlíf í fyrsta sinn. Ég hélt fyrirlestur í grunnskóla fyrir nokkru síðan þar sem kennari þakkaði mér sérstaklega fyrir að tala um klám af því strákarnir í 9. bekk væru endalaust talandi um klámið á göngum skólans. Það hafði enginn annar gripið þessa umræðu með unglingunum. Við skuldum unglingum þessa lands að fræða þau um það sem þau vilja vita um kynlíf – því klám er í besta falli léleg kynfræðsla. En í versta falli – og oftar en ekki – er klám beinlínis skaðlegt. Það skaðar viðhorf ungmenna til kynlífs, nándar og samþykkis. Það elur á ranghugmyndum um hvernig líkamar líta út og hvernig samskipti í kynlífi fara fram. Það setur óraunhæfar kröfur á þau sjálf um frammistöðu og athafnir í kynlífi. Ekki nóg með þetta þá er kynlífi og ofbeldi óhikað spyrt saman í klámi – en ýmsar rannsóknir gefa til kynna að mikill meirihluti klámsena á stóru klámveitunum innihaldi ofbeldi gegn konum. Þessi eitraða blanda væntinga og krafna getur ekki verið gott veganesti út kynlífssambönd með öðru fólki. Það þarf sterkt mótvægi með fræðslu um mörk, samþykki, samskipti og valdamun. Stór hluti strákanna er að horfa á klám í hverri viku – fræðslan getur því ekki verið einu sinni á ári. Þetta verður vera gert af fólki í þeirra nærumhverfi – foreldrum, kennurum og frístundastarfsfólki. Á sama tíma þurfum við að skapa samfélag sem hættir að normalísera og upphefja það sem eðlilegan hluta karlmennsku að horfa á klám. Við getum aldrei sagt að við búum í jafnréttissamfélagi þegar stór hluti karlmanna horfir sér til nautnar á efni sem er uppfullt af ofbeldi gegn konum. Hér á Stígamótum greinum við vel áhrif klámsins í sögum þeirra ungu brotaþola sem hingað leita – það er oft eins og verið sé að lýsa einu af þessum fjölmörgu niðurlægjandi og ofbeldisfullu klámmyndböndum af netinu. Ef við viljum koma í veg fyrir frekari þróun í þessa hátt tökum við höndum saman um að fræða ungmenni og breyta viðhorfum samfélags sem þorir ekki að snerta á kláminu. Höfundur er talskona Stígamóta. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar