Hamskipti osta í hafi Þorsteinn Sæmundsson skrifar 30. nóvember 2020 14:00 Nýlega bárust þau tíðindi að evrópskir ostar breyttu eðli sínu á leið yfir hafið á leið til Íslands. Þessar eðlisbreytingar höfðu í för með sér gerbreytta tollmeðferð. Í stað þess að ostarnir bæru magn- og verðtolla í samræmi við alþjóðlega tollskrá brá svo við að með íblöndun olíu og hersluefnis að ca. 18% hluta kölluðust þeir ,,vegan ostar“ og urðu þeir með öllu tollfrjálsir. Ostarnir sem hér um ræðir eru einkum notaðir á flatbökur. Engum sögum fer af verðlækkun á flatbökum vegna sparnaðar innflytjenda sem ætla má að hafi numið um 300 milljónum á síðustu tólf mánuðum. Hins vegar vildi svo til að þegar rannsókn var hafin á innflutningnum tóku neytendur við sér og gerbreyttu neyslumynstri sínu?!. Þannig voru flutt inn að jafnaði þrjátíu tonn á mánuði af tollfrjálsum ,,vegan ostum“ síðustu misseri. í kjölfar athugunar á innflutningnum var tekið til við rannsókn á tollafgreiðslu ostanna og viti menn! Í síðasta mánuði voru flutt inn tvö tonn af vegan osti í stað þrjátíu tonna næstu mánuði á undan. Svona breytist neyslumynstur landans undraskjótt eða hvað? Lesandi góður ef þér líður eins og mér það er að segja að finnast þú hafa verið plataður verð ég að segja að það er líklega rétt tilfinning. Það er búið að hafa okkur að fíflum og ekki í fyrsta sinn. Sé skyndilegur niðurskurður í innflutningi ,,vegan osta“ raunverulegur hefur verið brotið á þrem aðilum. Í fyrsta lagi ríkissjóði (sem eru okkar peningar) sem orðið hefur af verulegum tekjum. Í öðru lagi hefur verið brotið gegn bændum en ætla má að innflutningur ,vegan osta“ fyrstu tíu mánuði ársins nemi sem svarar mjólkurframleiðslu tíu til tólf meðal kúabúa. Í þriðja lagi gagnvart neytendum því ekki virðist innflutningur tollfrjálsra ,,vegan osta“ hafa skilað sér í lægra verði. Sem betur fer leyfa lög að tollafgreiðslur séu skoðaðar og endurákvarðaðar sex ár aftur í tímann. Treysta verður tollyfirvöldum til að framfylgja lögum . Sú atburðarrás sem lýst er hér að framan sýnir svo ekki sé um villst nauðsyn öflugs tolleftirlits. Því miður er það svo að núverandi valdhafar virðast ekki hafa gert sér grein fyrir því. Miðflokkurinn hefur í þrjú ár flutt tillögur við fjárlagaafgreiðslu um auknar fjárheimildir til tollgæslu til að gera þeim mögulegt að sinna skyldum sínum. Þær tillögur hafa því miður allar verið felldar. Atburðarrásin sem lýst er hér að ofan sýnir svo ekki sé um villst að aukið tolleftirlit gerir meira en að standa undir sér. Það er liður í tekjuöflun ríkissjóðs, með því að sjá til þess að farið sé að settum reglum og að þegar álögð gjöld innheimtist eins og vera ber. Því miður er margt sem bendir til þess að tollundanskot eigi sér stað víðar ,til dæmis mögulega við innflutning svo kallaðra smásendinga. Í fyrra lífi greinarhöfundar vann hann við tollembætti sem tók til við að skoða stærra hlutfall sendinga til að ganga úr skugga um rétta tollflokkun og að kaupverð væri rétt upp gefið. Í stuttu máli varð þetta breytta verklag til þess að nokkur hundruð milljónir innheimtust í ríkissjóð á ári hverju. Embættið sem hér um ræðir fékk ekkert hrós, né hvatningu fyrir ómakið. Þvert á móti var reynt að gera því erfiðara um vik. Undanskot gjalda og skatta hafa verið landlægt vandamál á Íslandi ærið lengi. Löngu er kominn tími til að taka á þessari ósvinnu. Ekki einasta verður ríkissjóður af réttmætum tekjum heldur skekkja öll undanskot heilbrigða samkeppni. Von mín stendur til að ráðherra fjármála og þingmeirihluti hans sjái loks ljósið og samþykki hærri fjárheimildir til tolleftirlits við fjárlagaafgreiðslu nú fyrir jólin. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Skattar og tollar Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Nýlega bárust þau tíðindi að evrópskir ostar breyttu eðli sínu á leið yfir hafið á leið til Íslands. Þessar eðlisbreytingar höfðu í för með sér gerbreytta tollmeðferð. Í stað þess að ostarnir bæru magn- og verðtolla í samræmi við alþjóðlega tollskrá brá svo við að með íblöndun olíu og hersluefnis að ca. 18% hluta kölluðust þeir ,,vegan ostar“ og urðu þeir með öllu tollfrjálsir. Ostarnir sem hér um ræðir eru einkum notaðir á flatbökur. Engum sögum fer af verðlækkun á flatbökum vegna sparnaðar innflytjenda sem ætla má að hafi numið um 300 milljónum á síðustu tólf mánuðum. Hins vegar vildi svo til að þegar rannsókn var hafin á innflutningnum tóku neytendur við sér og gerbreyttu neyslumynstri sínu?!. Þannig voru flutt inn að jafnaði þrjátíu tonn á mánuði af tollfrjálsum ,,vegan ostum“ síðustu misseri. í kjölfar athugunar á innflutningnum var tekið til við rannsókn á tollafgreiðslu ostanna og viti menn! Í síðasta mánuði voru flutt inn tvö tonn af vegan osti í stað þrjátíu tonna næstu mánuði á undan. Svona breytist neyslumynstur landans undraskjótt eða hvað? Lesandi góður ef þér líður eins og mér það er að segja að finnast þú hafa verið plataður verð ég að segja að það er líklega rétt tilfinning. Það er búið að hafa okkur að fíflum og ekki í fyrsta sinn. Sé skyndilegur niðurskurður í innflutningi ,,vegan osta“ raunverulegur hefur verið brotið á þrem aðilum. Í fyrsta lagi ríkissjóði (sem eru okkar peningar) sem orðið hefur af verulegum tekjum. Í öðru lagi hefur verið brotið gegn bændum en ætla má að innflutningur ,vegan osta“ fyrstu tíu mánuði ársins nemi sem svarar mjólkurframleiðslu tíu til tólf meðal kúabúa. Í þriðja lagi gagnvart neytendum því ekki virðist innflutningur tollfrjálsra ,,vegan osta“ hafa skilað sér í lægra verði. Sem betur fer leyfa lög að tollafgreiðslur séu skoðaðar og endurákvarðaðar sex ár aftur í tímann. Treysta verður tollyfirvöldum til að framfylgja lögum . Sú atburðarrás sem lýst er hér að framan sýnir svo ekki sé um villst nauðsyn öflugs tolleftirlits. Því miður er það svo að núverandi valdhafar virðast ekki hafa gert sér grein fyrir því. Miðflokkurinn hefur í þrjú ár flutt tillögur við fjárlagaafgreiðslu um auknar fjárheimildir til tollgæslu til að gera þeim mögulegt að sinna skyldum sínum. Þær tillögur hafa því miður allar verið felldar. Atburðarrásin sem lýst er hér að ofan sýnir svo ekki sé um villst að aukið tolleftirlit gerir meira en að standa undir sér. Það er liður í tekjuöflun ríkissjóðs, með því að sjá til þess að farið sé að settum reglum og að þegar álögð gjöld innheimtist eins og vera ber. Því miður er margt sem bendir til þess að tollundanskot eigi sér stað víðar ,til dæmis mögulega við innflutning svo kallaðra smásendinga. Í fyrra lífi greinarhöfundar vann hann við tollembætti sem tók til við að skoða stærra hlutfall sendinga til að ganga úr skugga um rétta tollflokkun og að kaupverð væri rétt upp gefið. Í stuttu máli varð þetta breytta verklag til þess að nokkur hundruð milljónir innheimtust í ríkissjóð á ári hverju. Embættið sem hér um ræðir fékk ekkert hrós, né hvatningu fyrir ómakið. Þvert á móti var reynt að gera því erfiðara um vik. Undanskot gjalda og skatta hafa verið landlægt vandamál á Íslandi ærið lengi. Löngu er kominn tími til að taka á þessari ósvinnu. Ekki einasta verður ríkissjóður af réttmætum tekjum heldur skekkja öll undanskot heilbrigða samkeppni. Von mín stendur til að ráðherra fjármála og þingmeirihluti hans sjái loks ljósið og samþykki hærri fjárheimildir til tolleftirlits við fjárlagaafgreiðslu nú fyrir jólin. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun