„Hugsunin góð“ hjá Páli en hefði viljað ganga lengra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. nóvember 2020 12:52 Páll Magnússon og Benedikt Jóhannesson mættust í umræðu um sjávarútveg í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar og Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, mættust í umræðu um sjávarútveg í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Páll hefur sjálfur lagt fram frumvarp á Alþingi sem ætlað er að girða fyrir óeðlilega samþjöppun aflaheimilda. Athygli hefur vakið að Páll leggi fram frumvarpið upp á eigin spýtur, einkum í ljósi þess að ráðherra Sjálfstæðisflokksins, Kristján Þór Júlíusson, fer fyrir ráðuneyti sjávarútvegsmála. „Í fiskveiðistjórnunarlögunum er þak sem á að koma í veg fyrir að of mikið af aflaheimildum safnist á fáar hendur. Þetta þak er, ein viðmiðunin er að enginn einn aðili má fara með meira en 12% af heildaraflaheimildunum við Ísland. Þversögnin hins vegar í fiskveiðistjórnunarlögunum er sú að þessi aðili, sem hugsanlega væri kominn með 12% hann getur hins vegar keypt 49,9% í öllum öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi, án þess að heimildir þeirra teldust til hans eða bættust við,“ sagði Páll. Þannig gætu tæknilega að sögn Páls, átta fyrirtæki sem ættu hvert um sig upp í þakið 12% en eitt þeirra ætti síðan helminginn í öllum hinum. „Þetta tel ég vera mikla gloppu í lögunum og ég vil freista þess að laga það með þessu frumvarpi,“ sagði Páll. Benedikt sagðist taka undir hugsunina hjá Páli, hún sé í sjálfu sér góð en að sjálfur myndi hann vilja ganga lengra. „Mér finnst þetta, af því það má eflaust deila um þessi 12%, hvort þau séu endilega rétta talan, en ef við erum með einhverja svona viðmiðun þá á náttúrlega að fara eftir því. Mér finnst hugsunin hjá Páli vera ágæt að reyna að laga þetta en mér finnst hann reyndar ekki ganga nógu langt vegna þess að fyrirtæki sem á 49,9% í einhverju fyrirtæki stjórnar því náttúrlega. Það er ráðandi hlutur. Við vitum það að á hlutabréfamarkaði að þá þurfa aðilar að gera yfirtökutilboð ef þeir fara yfir 30%, þá eru þeir taldir ráðandi í félaginu,“ sagði Benedikt. Þegar séu dæmi þessa til staðar er varðar sjávarútveginn. „Samherji á 49% að minnsta kosti í Síldarvinnslunni og þar var, að minnsta kosti til skamms tíma, forstjóri Samherja stjórnarformaður en svo er því haldið fram að þetta séu alls óskildir aðilar. Þetta er auðvitað galli og Páll bendir á þetta. Ég myndi vilja að segja að menn mættu ekki eignast ráðandi hlut, ég myndi ganga skrefinu lengra,“ segir Benedikt. Sjávarútvegur Alþingi Sprengisandur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Páll hefur sjálfur lagt fram frumvarp á Alþingi sem ætlað er að girða fyrir óeðlilega samþjöppun aflaheimilda. Athygli hefur vakið að Páll leggi fram frumvarpið upp á eigin spýtur, einkum í ljósi þess að ráðherra Sjálfstæðisflokksins, Kristján Þór Júlíusson, fer fyrir ráðuneyti sjávarútvegsmála. „Í fiskveiðistjórnunarlögunum er þak sem á að koma í veg fyrir að of mikið af aflaheimildum safnist á fáar hendur. Þetta þak er, ein viðmiðunin er að enginn einn aðili má fara með meira en 12% af heildaraflaheimildunum við Ísland. Þversögnin hins vegar í fiskveiðistjórnunarlögunum er sú að þessi aðili, sem hugsanlega væri kominn með 12% hann getur hins vegar keypt 49,9% í öllum öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi, án þess að heimildir þeirra teldust til hans eða bættust við,“ sagði Páll. Þannig gætu tæknilega að sögn Páls, átta fyrirtæki sem ættu hvert um sig upp í þakið 12% en eitt þeirra ætti síðan helminginn í öllum hinum. „Þetta tel ég vera mikla gloppu í lögunum og ég vil freista þess að laga það með þessu frumvarpi,“ sagði Páll. Benedikt sagðist taka undir hugsunina hjá Páli, hún sé í sjálfu sér góð en að sjálfur myndi hann vilja ganga lengra. „Mér finnst þetta, af því það má eflaust deila um þessi 12%, hvort þau séu endilega rétta talan, en ef við erum með einhverja svona viðmiðun þá á náttúrlega að fara eftir því. Mér finnst hugsunin hjá Páli vera ágæt að reyna að laga þetta en mér finnst hann reyndar ekki ganga nógu langt vegna þess að fyrirtæki sem á 49,9% í einhverju fyrirtæki stjórnar því náttúrlega. Það er ráðandi hlutur. Við vitum það að á hlutabréfamarkaði að þá þurfa aðilar að gera yfirtökutilboð ef þeir fara yfir 30%, þá eru þeir taldir ráðandi í félaginu,“ sagði Benedikt. Þegar séu dæmi þessa til staðar er varðar sjávarútveginn. „Samherji á 49% að minnsta kosti í Síldarvinnslunni og þar var, að minnsta kosti til skamms tíma, forstjóri Samherja stjórnarformaður en svo er því haldið fram að þetta séu alls óskildir aðilar. Þetta er auðvitað galli og Páll bendir á þetta. Ég myndi vilja að segja að menn mættu ekki eignast ráðandi hlut, ég myndi ganga skrefinu lengra,“ segir Benedikt.
Sjávarútvegur Alþingi Sprengisandur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira