Alþingi samþykkti lög á verkfall flugvirkja Sylvía Hall skrifar 27. nóvember 2020 20:47 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tilkynnti um lagasetninguna í morgun. Vísir/Vilhelm Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til laga um kjaramál flugvirkja Landhelgisgæslunnar var samþykkt rétt í þessu. Með lögunum er lagt bann við vinnustöðvun flugvirkjanna. 42 þingmenn samþykktu frumvarpið, sex greiddu atkvæði á móti en fimm greiddu ekki atkvæði. Verði kjarasamningur ekki undirritaður fyrir 4. janúar 2021 skal gerðardómur ákveða kaup og kjör flugvirkjanna fyrir 17. febrúar á næsta ári. Lögin öðlast þegar gildi. Allir stjórnarþingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu. Það gerðu einnig þingmenn Viðreisnar, Flokks fólksins og Miðflokksins. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Áslaug Arna nauðsynlegt að ráðast í lagasetningu þar sem almannaöryggi væri í húfi. „Það er auðvitað þannig að starfsemin varðar almannaöryggi og verður að komast í eðlilegt horf án tafar.“ Kjaradeilan er í algjörum hnút eftir að samninganefnd Flugvirkjafélags Íslands hafnaði sáttatillögu ríkissáttasemjara á tíu tíma maraþonfundi í Karphúsinu í gær. Tillagan fól í sér eins árs framlengingu á gildandi kjarasamningi auk sömu hækkana og flugvirkjar Icelandair hafa fengið. Flugvirkjar höfnuðu tillögunni þar sem þeir vildu semja til þriggja ára. Sex af átján flugvirkjum Gæslunnar eru í verkfalli sem staðið hefur frá 5. nóvember. Engin þyrla hefur verið til taks hjá Landhelgisgæslunni frá því eftir miðnætti á miðvikudag vegna reglubundinnar skoðunar einu starfhæfu þyrlu Gæslunnar. Alþingi Kjaramál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Áhrifa verkfallsins muni gæta næstu mánuði Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir vonbrigði að ekki hafi tekist að leysa kjaradeilu flugvirkja hjá stofnuninni með samningum. Hins vegar hafi verið nauðsynlegt að stöðva verkfall þeirra með lögum eins og dómsmálaráðherra ákvað að gera í dag. Áhrifa verkfallsins muni engu að síður gæta fram í febrúar. 27. nóvember 2020 19:20 „Stundum eru bara engin önnur úrræði“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir samstöðu hafa verið innan ríkisstjórnarinnar um að setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar. Það sé þó alltaf algjört neyðarúrræði að grípa til lagasetningar vegna vinnudeilna. 27. nóvember 2020 19:09 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
42 þingmenn samþykktu frumvarpið, sex greiddu atkvæði á móti en fimm greiddu ekki atkvæði. Verði kjarasamningur ekki undirritaður fyrir 4. janúar 2021 skal gerðardómur ákveða kaup og kjör flugvirkjanna fyrir 17. febrúar á næsta ári. Lögin öðlast þegar gildi. Allir stjórnarþingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu. Það gerðu einnig þingmenn Viðreisnar, Flokks fólksins og Miðflokksins. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Áslaug Arna nauðsynlegt að ráðast í lagasetningu þar sem almannaöryggi væri í húfi. „Það er auðvitað þannig að starfsemin varðar almannaöryggi og verður að komast í eðlilegt horf án tafar.“ Kjaradeilan er í algjörum hnút eftir að samninganefnd Flugvirkjafélags Íslands hafnaði sáttatillögu ríkissáttasemjara á tíu tíma maraþonfundi í Karphúsinu í gær. Tillagan fól í sér eins árs framlengingu á gildandi kjarasamningi auk sömu hækkana og flugvirkjar Icelandair hafa fengið. Flugvirkjar höfnuðu tillögunni þar sem þeir vildu semja til þriggja ára. Sex af átján flugvirkjum Gæslunnar eru í verkfalli sem staðið hefur frá 5. nóvember. Engin þyrla hefur verið til taks hjá Landhelgisgæslunni frá því eftir miðnætti á miðvikudag vegna reglubundinnar skoðunar einu starfhæfu þyrlu Gæslunnar.
Alþingi Kjaramál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Áhrifa verkfallsins muni gæta næstu mánuði Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir vonbrigði að ekki hafi tekist að leysa kjaradeilu flugvirkja hjá stofnuninni með samningum. Hins vegar hafi verið nauðsynlegt að stöðva verkfall þeirra með lögum eins og dómsmálaráðherra ákvað að gera í dag. Áhrifa verkfallsins muni engu að síður gæta fram í febrúar. 27. nóvember 2020 19:20 „Stundum eru bara engin önnur úrræði“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir samstöðu hafa verið innan ríkisstjórnarinnar um að setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar. Það sé þó alltaf algjört neyðarúrræði að grípa til lagasetningar vegna vinnudeilna. 27. nóvember 2020 19:09 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
Áhrifa verkfallsins muni gæta næstu mánuði Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir vonbrigði að ekki hafi tekist að leysa kjaradeilu flugvirkja hjá stofnuninni með samningum. Hins vegar hafi verið nauðsynlegt að stöðva verkfall þeirra með lögum eins og dómsmálaráðherra ákvað að gera í dag. Áhrifa verkfallsins muni engu að síður gæta fram í febrúar. 27. nóvember 2020 19:20
„Stundum eru bara engin önnur úrræði“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir samstöðu hafa verið innan ríkisstjórnarinnar um að setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar. Það sé þó alltaf algjört neyðarúrræði að grípa til lagasetningar vegna vinnudeilna. 27. nóvember 2020 19:09