Setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar Tryggvi Páll Tryggvason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 27. nóvember 2020 11:09 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi við fréttamenn í kuldanum fyrir utan Ráðherrabústaðinn klukkan ellefu í morgun. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands. Þetta sagði Áslaug Arna í viðtali við Sunnu Karen Sigþórsdóttur fréttamann fyrir utan Ráðherrabústaðinn nú fyrir stundu, þar sem ríkisstjórnin fundar. „Það er auðvitað þannig að starfsemin varðar almannaöryggi og verður að komast í eðlilegt horf án tafar,“ segir Áslaug Arna. Hún segir frumvarpið feli í sér að flugvirkjar fái frelsi til þess að klára samninga fyrir 4. janúar, annars fari deilan fyrir Gerðardóm. Hún segir fulla samstöðu hafa verið um þessar aðgerðir í ríkisstjórn. Áslaug Arna segir samninganefnd ríkisins hafa komið mikið til móts við samninganefnd flugvirkja. „Þeir eru með tengingu við samning Icelandair þar sem að Icelandair fékk ákveðna hagræðingu í síðustu samningum þannig að það er algjört lágmark að Landhelgisgæslan fái sambærilega hagræðingu.“ Hvenær munu flugvirkjar þá taka til starfa aftur? „Vonandi bara á eftir.“ Kjaradeilan er í algjörum hnút eftir að samninganefnd Flugvirkjafélags Íslands hafnaði sáttatillögu ríkissáttasemjara á tíu tíma maraþonfundi í Karphúsinu í gær. Tillagan fól í sér eins árs framlengingu á gildandi kjarasamningi auk sömu hækkana og flugvirkjar Icelandair hafa fengið. Flugvirkjar höfnuðu tillögunni en þeir vildu semja til þriggja ára. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari sagði í gær í samtali við Vísi að ekki stæði til að boða til nýs fundar í kjaradeildunni þar sem að honum virtist ekki vera neinn grundvöllur til viðræðna, eftir að sáttatillaga hans bar ekki árangur. Sex af átján flugvirkjum Gæslunnar eru í verkfalli sem staðið hefur frá 5. nóvember. Engin þyrla hefur verið til taks hjá Landhelgisgæslunni frá því eftir miðnætti á miðvikudag vegna reglubundinnar skoðunar einu starfhæfu þyrlu Gæslunnar. Ljóst er að engin þyrla verður tiltæk að minnsta fram á helgina. Harka virðist hafa hlaupið í kjaradeiluna á undanförnum sólarhring en Landhelgisgæslan gaf út tilkynningu í morgun þar sem fram komað viðhald á TF-GRO, þyrlu Gæslunnar, hafi gengið mun hægar en vonir voru bundnar við vegna þess að ekki hafi allir flugvirkjar, sem Gæslan telur að eigi að vera við vinnu, mætt til að sinna því. Áslaug Arna skrifar sjálf um ákvörðunina á Facebook: Landhelgisgæsla Íslands er ein af grunnstoðum öryggis- og almannavarna í landinu. Þörfin fyrir öfluga björgunarþjónustu er hvað brýnust á þessum tíma árs þegar dimmasta skammdegið fer í hönd. Hættulegar veðurfarslegar aðstæður geta skapast víða um land og þá ekki síst fyrir sjófarendur á miðunum í kringum landið. Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru ekki aðeins nauðsynlegar við leit og björgun á sjó og landi heldur sinna þær einnig sjúkraflugi og eru þannig einnig mikilvægur hlekkur í heilbrigðis- og öryggisþjónustu fyrir allan almenning. Verkfall flugvirkja hefur stefnt þessu öryggi í mikla tvísýnu. Staðan er óviðunandi og ég tel ekki rétt að ein stétt hjá Landhelgisgæslunni geti haft þessi gífurlegu áhrif á öryggismál þjóðarinnar, einkum og sér í lagi þegar haft er í huga að öðrum mikilvægum starfsmönnum stofnunarinnar er óheimilt að fara í verkfall með vísan til almannahagsmuna. Samninganefnd ríkisins hefur boðið flugvirkjum Gæslunnar nýjan samning með sömu hækkunum og aðrir hafa fengið en ekki samþykkt eldra fyrirkomulag með tengingu við kjarasamning Icelandair. Þessar viðræður hafa nú siglt í strand og flugvirkjar hafa hafnað sáttatillögu ríkissáttasemjara um eins árs samning. Kjaradeilan varðar almannahagsmuni og almannaöryggi. Starfsemi flugdeildar Landhelgisgæslunnar verður einfaldlega að komast í eðlilegt horf án tafar. Ég hef því lagt það til og ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fyrir Alþingi frumvarp að lögum til að stöðva verkfallið og gerðardómi verði falið að ákveða kaup og kjör flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni hafi samningar ekki tekist fyrir 4. janúar nk. Einnig verður gerðardómi ætlað að taka til meðferðar útfærslu á tengingu kjarasamnings flugvirkja við aðrar sambærilegar starfsstéttir á almennum vinnumarkaði. Allt er þetta skýrt mun nánar í greinargerð með frumvarpinu sem ég mun mæla fyrir í þinginu í dag. Verkföll 2020 Alþingi Landhelgisgæslan Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Gæslan segir flugvirkja ekki hafa mætt til vinnu sem hafi átt að mæta Landhelgisgæslan segir að viðhald á TF-GRO, þyrlu Gæslunnar, hafi gengið mun hægar en vonir voru bundnar við vegna þess að ekki hafi allir flugvirkjar, sem Gæslan telur að eigi að vera við vinnu, mætt til að sinna því. 27. nóvember 2020 08:00 Lagði fram sáttatillögu sem hlaut ekki hljómgrunn hjá flugvirkjum Sáttatillöga ríkissáttasemjara í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið á sem lögð var fram á maraþonfundi í dag hlaut ekki hljómgrunn hjá Flugvirkjafélagi Íslands. 26. nóvember 2020 20:18 Flugvirkjar buðu þriggja ára samning Samninganefnd Flugvirkjafélag Íslands bauð samninganefnd ríkisins samning með tengingu við aðalkjarasamning félagsins til þriggja ára í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið, samkvæmt upplýsingum frá formanni félagsins. 26. nóvember 2020 23:34 Engin þyrla tiltæk og óeining sögð innan ríkisstjórnar um lög á verkfallið Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. 26. nóvember 2020 06:45 Dómsmálaráðherra efast um verkfallsrétt flugvirkja Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar var komin í margra vikna viðhald þegar verkfall flugvirkja Gæslunnar hófst. Hin á að fara í reglubunda skoðun eftir miðbætti annað kvöld sem tekur að minnsta kosti tvo daga og þá verður engin björgunarþyrla til staðar. 24. nóvember 2020 19:21 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Þetta sagði Áslaug Arna í viðtali við Sunnu Karen Sigþórsdóttur fréttamann fyrir utan Ráðherrabústaðinn nú fyrir stundu, þar sem ríkisstjórnin fundar. „Það er auðvitað þannig að starfsemin varðar almannaöryggi og verður að komast í eðlilegt horf án tafar,“ segir Áslaug Arna. Hún segir frumvarpið feli í sér að flugvirkjar fái frelsi til þess að klára samninga fyrir 4. janúar, annars fari deilan fyrir Gerðardóm. Hún segir fulla samstöðu hafa verið um þessar aðgerðir í ríkisstjórn. Áslaug Arna segir samninganefnd ríkisins hafa komið mikið til móts við samninganefnd flugvirkja. „Þeir eru með tengingu við samning Icelandair þar sem að Icelandair fékk ákveðna hagræðingu í síðustu samningum þannig að það er algjört lágmark að Landhelgisgæslan fái sambærilega hagræðingu.“ Hvenær munu flugvirkjar þá taka til starfa aftur? „Vonandi bara á eftir.“ Kjaradeilan er í algjörum hnút eftir að samninganefnd Flugvirkjafélags Íslands hafnaði sáttatillögu ríkissáttasemjara á tíu tíma maraþonfundi í Karphúsinu í gær. Tillagan fól í sér eins árs framlengingu á gildandi kjarasamningi auk sömu hækkana og flugvirkjar Icelandair hafa fengið. Flugvirkjar höfnuðu tillögunni en þeir vildu semja til þriggja ára. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari sagði í gær í samtali við Vísi að ekki stæði til að boða til nýs fundar í kjaradeildunni þar sem að honum virtist ekki vera neinn grundvöllur til viðræðna, eftir að sáttatillaga hans bar ekki árangur. Sex af átján flugvirkjum Gæslunnar eru í verkfalli sem staðið hefur frá 5. nóvember. Engin þyrla hefur verið til taks hjá Landhelgisgæslunni frá því eftir miðnætti á miðvikudag vegna reglubundinnar skoðunar einu starfhæfu þyrlu Gæslunnar. Ljóst er að engin þyrla verður tiltæk að minnsta fram á helgina. Harka virðist hafa hlaupið í kjaradeiluna á undanförnum sólarhring en Landhelgisgæslan gaf út tilkynningu í morgun þar sem fram komað viðhald á TF-GRO, þyrlu Gæslunnar, hafi gengið mun hægar en vonir voru bundnar við vegna þess að ekki hafi allir flugvirkjar, sem Gæslan telur að eigi að vera við vinnu, mætt til að sinna því. Áslaug Arna skrifar sjálf um ákvörðunina á Facebook: Landhelgisgæsla Íslands er ein af grunnstoðum öryggis- og almannavarna í landinu. Þörfin fyrir öfluga björgunarþjónustu er hvað brýnust á þessum tíma árs þegar dimmasta skammdegið fer í hönd. Hættulegar veðurfarslegar aðstæður geta skapast víða um land og þá ekki síst fyrir sjófarendur á miðunum í kringum landið. Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru ekki aðeins nauðsynlegar við leit og björgun á sjó og landi heldur sinna þær einnig sjúkraflugi og eru þannig einnig mikilvægur hlekkur í heilbrigðis- og öryggisþjónustu fyrir allan almenning. Verkfall flugvirkja hefur stefnt þessu öryggi í mikla tvísýnu. Staðan er óviðunandi og ég tel ekki rétt að ein stétt hjá Landhelgisgæslunni geti haft þessi gífurlegu áhrif á öryggismál þjóðarinnar, einkum og sér í lagi þegar haft er í huga að öðrum mikilvægum starfsmönnum stofnunarinnar er óheimilt að fara í verkfall með vísan til almannahagsmuna. Samninganefnd ríkisins hefur boðið flugvirkjum Gæslunnar nýjan samning með sömu hækkunum og aðrir hafa fengið en ekki samþykkt eldra fyrirkomulag með tengingu við kjarasamning Icelandair. Þessar viðræður hafa nú siglt í strand og flugvirkjar hafa hafnað sáttatillögu ríkissáttasemjara um eins árs samning. Kjaradeilan varðar almannahagsmuni og almannaöryggi. Starfsemi flugdeildar Landhelgisgæslunnar verður einfaldlega að komast í eðlilegt horf án tafar. Ég hef því lagt það til og ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fyrir Alþingi frumvarp að lögum til að stöðva verkfallið og gerðardómi verði falið að ákveða kaup og kjör flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni hafi samningar ekki tekist fyrir 4. janúar nk. Einnig verður gerðardómi ætlað að taka til meðferðar útfærslu á tengingu kjarasamnings flugvirkja við aðrar sambærilegar starfsstéttir á almennum vinnumarkaði. Allt er þetta skýrt mun nánar í greinargerð með frumvarpinu sem ég mun mæla fyrir í þinginu í dag.
Landhelgisgæsla Íslands er ein af grunnstoðum öryggis- og almannavarna í landinu. Þörfin fyrir öfluga björgunarþjónustu er hvað brýnust á þessum tíma árs þegar dimmasta skammdegið fer í hönd. Hættulegar veðurfarslegar aðstæður geta skapast víða um land og þá ekki síst fyrir sjófarendur á miðunum í kringum landið. Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru ekki aðeins nauðsynlegar við leit og björgun á sjó og landi heldur sinna þær einnig sjúkraflugi og eru þannig einnig mikilvægur hlekkur í heilbrigðis- og öryggisþjónustu fyrir allan almenning. Verkfall flugvirkja hefur stefnt þessu öryggi í mikla tvísýnu. Staðan er óviðunandi og ég tel ekki rétt að ein stétt hjá Landhelgisgæslunni geti haft þessi gífurlegu áhrif á öryggismál þjóðarinnar, einkum og sér í lagi þegar haft er í huga að öðrum mikilvægum starfsmönnum stofnunarinnar er óheimilt að fara í verkfall með vísan til almannahagsmuna. Samninganefnd ríkisins hefur boðið flugvirkjum Gæslunnar nýjan samning með sömu hækkunum og aðrir hafa fengið en ekki samþykkt eldra fyrirkomulag með tengingu við kjarasamning Icelandair. Þessar viðræður hafa nú siglt í strand og flugvirkjar hafa hafnað sáttatillögu ríkissáttasemjara um eins árs samning. Kjaradeilan varðar almannahagsmuni og almannaöryggi. Starfsemi flugdeildar Landhelgisgæslunnar verður einfaldlega að komast í eðlilegt horf án tafar. Ég hef því lagt það til og ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fyrir Alþingi frumvarp að lögum til að stöðva verkfallið og gerðardómi verði falið að ákveða kaup og kjör flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni hafi samningar ekki tekist fyrir 4. janúar nk. Einnig verður gerðardómi ætlað að taka til meðferðar útfærslu á tengingu kjarasamnings flugvirkja við aðrar sambærilegar starfsstéttir á almennum vinnumarkaði. Allt er þetta skýrt mun nánar í greinargerð með frumvarpinu sem ég mun mæla fyrir í þinginu í dag.
Verkföll 2020 Alþingi Landhelgisgæslan Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Gæslan segir flugvirkja ekki hafa mætt til vinnu sem hafi átt að mæta Landhelgisgæslan segir að viðhald á TF-GRO, þyrlu Gæslunnar, hafi gengið mun hægar en vonir voru bundnar við vegna þess að ekki hafi allir flugvirkjar, sem Gæslan telur að eigi að vera við vinnu, mætt til að sinna því. 27. nóvember 2020 08:00 Lagði fram sáttatillögu sem hlaut ekki hljómgrunn hjá flugvirkjum Sáttatillöga ríkissáttasemjara í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið á sem lögð var fram á maraþonfundi í dag hlaut ekki hljómgrunn hjá Flugvirkjafélagi Íslands. 26. nóvember 2020 20:18 Flugvirkjar buðu þriggja ára samning Samninganefnd Flugvirkjafélag Íslands bauð samninganefnd ríkisins samning með tengingu við aðalkjarasamning félagsins til þriggja ára í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið, samkvæmt upplýsingum frá formanni félagsins. 26. nóvember 2020 23:34 Engin þyrla tiltæk og óeining sögð innan ríkisstjórnar um lög á verkfallið Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. 26. nóvember 2020 06:45 Dómsmálaráðherra efast um verkfallsrétt flugvirkja Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar var komin í margra vikna viðhald þegar verkfall flugvirkja Gæslunnar hófst. Hin á að fara í reglubunda skoðun eftir miðbætti annað kvöld sem tekur að minnsta kosti tvo daga og þá verður engin björgunarþyrla til staðar. 24. nóvember 2020 19:21 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Gæslan segir flugvirkja ekki hafa mætt til vinnu sem hafi átt að mæta Landhelgisgæslan segir að viðhald á TF-GRO, þyrlu Gæslunnar, hafi gengið mun hægar en vonir voru bundnar við vegna þess að ekki hafi allir flugvirkjar, sem Gæslan telur að eigi að vera við vinnu, mætt til að sinna því. 27. nóvember 2020 08:00
Lagði fram sáttatillögu sem hlaut ekki hljómgrunn hjá flugvirkjum Sáttatillöga ríkissáttasemjara í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið á sem lögð var fram á maraþonfundi í dag hlaut ekki hljómgrunn hjá Flugvirkjafélagi Íslands. 26. nóvember 2020 20:18
Flugvirkjar buðu þriggja ára samning Samninganefnd Flugvirkjafélag Íslands bauð samninganefnd ríkisins samning með tengingu við aðalkjarasamning félagsins til þriggja ára í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið, samkvæmt upplýsingum frá formanni félagsins. 26. nóvember 2020 23:34
Engin þyrla tiltæk og óeining sögð innan ríkisstjórnar um lög á verkfallið Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. 26. nóvember 2020 06:45
Dómsmálaráðherra efast um verkfallsrétt flugvirkja Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar var komin í margra vikna viðhald þegar verkfall flugvirkja Gæslunnar hófst. Hin á að fara í reglubunda skoðun eftir miðbætti annað kvöld sem tekur að minnsta kosti tvo daga og þá verður engin björgunarþyrla til staðar. 24. nóvember 2020 19:21
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent