Sex með yfir tíu stig í fyrsta sinn í fjögur ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2020 15:30 Ægir Þór Steinarsson breytti leiknum þegar hann kom inn á völlinn. Vísir/Bára Margir leikmenn voru að skila stigum á töfluna í sigri íslenska karlalandsliðsins í körfubolta í gær. Stigaskorið dreifðist vel á milli manna hjá íslenska karlalandsliðinu í körfubolta í sigrinum á Lúxemborg í gær í forkeppninni fyrir undankeppni HM 2023. Íslenska liðið var lengi í gang en sýndi í seinni hálfleik hversu breiddin er mikil í liðinu í dag. Liðið lék auðvitað án þeirra Martins Hermannssonar og Hauks Helga Pálssonar sem eru tveir af bestu körfuboltamönnum landsins. Það var því ánægjulegt að um sameiginlegt átaka var að ræða í því að fylla í skarð lykilmannanna. Alls skoruðu sex leikmenn íslenska liðsins tíu stig eða meira en það hefur ekki gerst hjá íslenska liðinu í rúm fjögur ár. Eftir slakan fyrri hálfleik þá fundu íslensku strákarnir taktinn í þeim síðar með orkufulla geitunginn Ægi Þór Steinarsson í fararbroddi. Tryggvi Snær Hlinason skoraði aðeins eitt stig í fyrri hálfleiknum en skoraði síðan sextán stig í þeim síðari og var stigahæstur í íslenska liðinu. Jón Axel Guðmundsson klikkaði á átta fyrstu skotum sínum í leiknum en nýtti þau þrjú síðustu og endaði næststigahæstur með 14 stig. Ægir Þór var með 13 stig, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta og það aðeins tæpum 25 mínútum.Elvar Már Friðriksson skoraði 13 stig og gaf að auki 4 stoðsendingar á sínum 28 mínútum.Sigtryggur Arnar Björnsson hélt sóknarleiknum á floti í fyrri hálfleik og endaði með 12 stig og Kári Jónsson skoraði tíu stig. Fyrirliðinn Hörður Axel Vilhjálmsson var hársbreidd frá því að bætast í hópinn því hann var með 9 stig í leiknum. Síðast skoruðu sex leikmenn yfir tíu stig í sigri á Sviss í Laugardalshöllinni 31. ágúst 2016. Það voru þeir Hörður Axel Vilhjálmsson (16 stig), Hlynur Bæringsson (15), Martin Hermannsson (14), Logi Gunnarsson (13), Haukur Helgi Pálsson (12) og Jón Arnór Stefánsson (11). Það þarf síðan að fara alla leið til ársins 1993 til að finna fleiri tíu stiga menn í einum landsleik en þá brutu sjö landsliðsmenn tíu stiga múrinn í sigri á Lúxemborg í maí 1993. Það voru þeir Guðmundur Bragason (17 stig), Teitur Örlygsson (16), Herbert Arnarson (12), Nökkvi Már Jónsson (11), Guðjón Skúlason (10), Albert Óskarsson (10) og Magnús Helgi Matthíasson (10). Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
Stigaskorið dreifðist vel á milli manna hjá íslenska karlalandsliðinu í körfubolta í sigrinum á Lúxemborg í gær í forkeppninni fyrir undankeppni HM 2023. Íslenska liðið var lengi í gang en sýndi í seinni hálfleik hversu breiddin er mikil í liðinu í dag. Liðið lék auðvitað án þeirra Martins Hermannssonar og Hauks Helga Pálssonar sem eru tveir af bestu körfuboltamönnum landsins. Það var því ánægjulegt að um sameiginlegt átaka var að ræða í því að fylla í skarð lykilmannanna. Alls skoruðu sex leikmenn íslenska liðsins tíu stig eða meira en það hefur ekki gerst hjá íslenska liðinu í rúm fjögur ár. Eftir slakan fyrri hálfleik þá fundu íslensku strákarnir taktinn í þeim síðar með orkufulla geitunginn Ægi Þór Steinarsson í fararbroddi. Tryggvi Snær Hlinason skoraði aðeins eitt stig í fyrri hálfleiknum en skoraði síðan sextán stig í þeim síðari og var stigahæstur í íslenska liðinu. Jón Axel Guðmundsson klikkaði á átta fyrstu skotum sínum í leiknum en nýtti þau þrjú síðustu og endaði næststigahæstur með 14 stig. Ægir Þór var með 13 stig, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta og það aðeins tæpum 25 mínútum.Elvar Már Friðriksson skoraði 13 stig og gaf að auki 4 stoðsendingar á sínum 28 mínútum.Sigtryggur Arnar Björnsson hélt sóknarleiknum á floti í fyrri hálfleik og endaði með 12 stig og Kári Jónsson skoraði tíu stig. Fyrirliðinn Hörður Axel Vilhjálmsson var hársbreidd frá því að bætast í hópinn því hann var með 9 stig í leiknum. Síðast skoruðu sex leikmenn yfir tíu stig í sigri á Sviss í Laugardalshöllinni 31. ágúst 2016. Það voru þeir Hörður Axel Vilhjálmsson (16 stig), Hlynur Bæringsson (15), Martin Hermannsson (14), Logi Gunnarsson (13), Haukur Helgi Pálsson (12) og Jón Arnór Stefánsson (11). Það þarf síðan að fara alla leið til ársins 1993 til að finna fleiri tíu stiga menn í einum landsleik en þá brutu sjö landsliðsmenn tíu stiga múrinn í sigri á Lúxemborg í maí 1993. Það voru þeir Guðmundur Bragason (17 stig), Teitur Örlygsson (16), Herbert Arnarson (12), Nökkvi Már Jónsson (11), Guðjón Skúlason (10), Albert Óskarsson (10) og Magnús Helgi Matthíasson (10).
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira