Segist hafa tekið eins milljarðs króna lán Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2020 10:38 Björn Leifsson, eigandi World Class, segir stöðuna grafalvarlega. Vísir/Egill Eigandi World Class liggur undir feldi og veltir fyrir sér hvort rétt sé að segja upp 350 manns á mánudaginn. Hann segist hafa tekið eins milljarðs króna lán vegna kórónuveirufaraldursins. Ef hann ætti ekki flestar fasteignirnar sem stöðvar World Class eru reknar í, þá væri hann kominn á hausinn. Það var ekki létt hljóðið í Birni Leifssyni, eiganda World Class, þegar hann ræddi stöðu mála í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Hann segist svartsýnn á að líkamsræktarstöðvar fái grænt ljós hér á landi fyrir áramót miðað við hljóðið í sóttvarnalækni. Afléttingar í uppnámi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mjög krítíska stöðu varðandi kórónuveirufaraldurinn komna upp. Hann hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum um aðgerðir 2. desember en í þeim fólust einhvers konar takmarkanir miðað við orðræðu Þórólfs undanfarið. Í gær sagði hann líkur á því að hann þyrfti að endurskoða tillögur sínar í ljósi fjölgunar í samfélagslegum smitum. Ellefu greindust smitaðir í fyrradag, allir á höfuðborgarsvæðinu og aðeins þrír í sóttkví. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir tuttugu hafa smitast í gær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var hátt hlutfall ekki í sóttkví. Þá er smitstuðullinn vel yfir einum sem vekur áhyggjur um byrjun á nýrri bylgju. Björn Leifsson segist hafa þurft að hafa lokað í World Class fjóra mánuði á þessu ári. Launakostnaður hjá honum á mánuði sé 90 milljónir króna. Hann hafi þegar sagt upp 40 manns í upphafi bylgjunnar sem nú stendur yfir. Allir voru með viku uppsagnafrest. Mánaðamót séu framundan. 1,2 milljarðs króna tekjutap „Nú er spurning hvort ég eigi að segja upp öllu öðru starfsfólki. Ég er með um 350 manns á launaskrá,“ segir Björn sem yrði þá eftir helgina. Hann hafi verið með um 50 þúsund meðlimi og 550 starfsmenn þegar fyrstu lokanir voru gerðar í vor. Allt þetta fólk hafi lítið sem ekkert fengið að mæta í vinnuna eða æfingar ef frá sé talið tímabil í sumar þegar líkamsræktarstöðvar voru opnar. Björn fullyrðir að hann hafi orðið fyrir 1,2 milljarða tekjufalli vegna faraldursins. „Ég er búinn að taka lán upp á milljarð,“ segir Björn og bendir á að staðan sé grafalvarleg. Ólíkt aðilum í ferðaþjónustu þar sem viðskiptavinurinn vilji ekki koma þá bíði fólk eftir að komast að hjá honum. Hann telur líkamsræktarstöðvar öruggan stað til að vera á í faraldrinum. Segir hann erlendar rannsóknir og reynslu bera því vitni. „Ég myndi gjarnan vilja hafa opið. Það er ekkert mál fyrir okkur. Þú ert miklu öruggari hjá okkur en nokkurn tímann í verslunarmiðstöð eða matvöruverslun,“ segir Björn. Tveggja metra regla, grímuskylda, hitamæling við innganginn, innskrániningarkerfi. Allt aðgerðir sem hann geti léttilega fylgt eftir. Segir rangt að bera saman hnefaleika og líkamsrækt „En ég ræðu engu. Þetta er bara staðan og hún er mjög mjög döpur.“ Ein stærsta hópsýkingin í þessari bylgju kom upp í hnefaleikastöð í Kópavogi. Björn segir sorglegt að hnefaleikastöð og líkamsræktarstöðvar séu settar undir sama hatt. Í fyrra tilvikinu sé fólk að hnoðast í svita í gólfinu en í hinu síðara sé fólk að halda fjarlægð, þrífa eftir sig og spritta. Varðandi það hvort sundlaugar ættu frekar að hafa opið en líkamsræktarstöðvar telur Björn að þær ættu að vera í sama flokki. „Þetta er mjög sambærilegt. Við erum með búningsklefa eins og sundlaugarnar. Við getum meira að segja haft opið án þess að hafa búningsklefana opna, sem sundlaugarnar geta ekki. Við getum líka verið með grímur,“ segir Björn en erfitt sé að sjá fólk fyrir sér syndandi með grímur. Hér má hlusta á viðtalið við Björn Leifsson á Rás 2 í morgun. Líkamsræktarstöðvar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Það var ekki létt hljóðið í Birni Leifssyni, eiganda World Class, þegar hann ræddi stöðu mála í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Hann segist svartsýnn á að líkamsræktarstöðvar fái grænt ljós hér á landi fyrir áramót miðað við hljóðið í sóttvarnalækni. Afléttingar í uppnámi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mjög krítíska stöðu varðandi kórónuveirufaraldurinn komna upp. Hann hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum um aðgerðir 2. desember en í þeim fólust einhvers konar takmarkanir miðað við orðræðu Þórólfs undanfarið. Í gær sagði hann líkur á því að hann þyrfti að endurskoða tillögur sínar í ljósi fjölgunar í samfélagslegum smitum. Ellefu greindust smitaðir í fyrradag, allir á höfuðborgarsvæðinu og aðeins þrír í sóttkví. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir tuttugu hafa smitast í gær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var hátt hlutfall ekki í sóttkví. Þá er smitstuðullinn vel yfir einum sem vekur áhyggjur um byrjun á nýrri bylgju. Björn Leifsson segist hafa þurft að hafa lokað í World Class fjóra mánuði á þessu ári. Launakostnaður hjá honum á mánuði sé 90 milljónir króna. Hann hafi þegar sagt upp 40 manns í upphafi bylgjunnar sem nú stendur yfir. Allir voru með viku uppsagnafrest. Mánaðamót séu framundan. 1,2 milljarðs króna tekjutap „Nú er spurning hvort ég eigi að segja upp öllu öðru starfsfólki. Ég er með um 350 manns á launaskrá,“ segir Björn sem yrði þá eftir helgina. Hann hafi verið með um 50 þúsund meðlimi og 550 starfsmenn þegar fyrstu lokanir voru gerðar í vor. Allt þetta fólk hafi lítið sem ekkert fengið að mæta í vinnuna eða æfingar ef frá sé talið tímabil í sumar þegar líkamsræktarstöðvar voru opnar. Björn fullyrðir að hann hafi orðið fyrir 1,2 milljarða tekjufalli vegna faraldursins. „Ég er búinn að taka lán upp á milljarð,“ segir Björn og bendir á að staðan sé grafalvarleg. Ólíkt aðilum í ferðaþjónustu þar sem viðskiptavinurinn vilji ekki koma þá bíði fólk eftir að komast að hjá honum. Hann telur líkamsræktarstöðvar öruggan stað til að vera á í faraldrinum. Segir hann erlendar rannsóknir og reynslu bera því vitni. „Ég myndi gjarnan vilja hafa opið. Það er ekkert mál fyrir okkur. Þú ert miklu öruggari hjá okkur en nokkurn tímann í verslunarmiðstöð eða matvöruverslun,“ segir Björn. Tveggja metra regla, grímuskylda, hitamæling við innganginn, innskrániningarkerfi. Allt aðgerðir sem hann geti léttilega fylgt eftir. Segir rangt að bera saman hnefaleika og líkamsrækt „En ég ræðu engu. Þetta er bara staðan og hún er mjög mjög döpur.“ Ein stærsta hópsýkingin í þessari bylgju kom upp í hnefaleikastöð í Kópavogi. Björn segir sorglegt að hnefaleikastöð og líkamsræktarstöðvar séu settar undir sama hatt. Í fyrra tilvikinu sé fólk að hnoðast í svita í gólfinu en í hinu síðara sé fólk að halda fjarlægð, þrífa eftir sig og spritta. Varðandi það hvort sundlaugar ættu frekar að hafa opið en líkamsræktarstöðvar telur Björn að þær ættu að vera í sama flokki. „Þetta er mjög sambærilegt. Við erum með búningsklefa eins og sundlaugarnar. Við getum meira að segja haft opið án þess að hafa búningsklefana opna, sem sundlaugarnar geta ekki. Við getum líka verið með grímur,“ segir Björn en erfitt sé að sjá fólk fyrir sér syndandi með grímur. Hér má hlusta á viðtalið við Björn Leifsson á Rás 2 í morgun.
Líkamsræktarstöðvar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira