KR og Fram ætla að áfrýja Sindri Sverrisson skrifar 26. nóvember 2020 11:45 KR-ingar leita réttar síns en miklir fjármunir gætu verið í húfi vegna sætis í Evrópukeppni. vísir/bára „Við teljum að við ættum að geta snúið þessu við fyrir æðri dómstól,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, eftir að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafnaði kröfum KR og Fram. „Við teljum að við ættum að geta snúið þessu við fyrir æðri dómstól,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, eftir að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafnaði kröfum KR og Fram. KR-ingar krefjast þess að ákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október, um að setja punkt fyrir aftan keppnistímabilið í fótbolta á Íslandi, verði ógilt. Þeirri kröfu hafnaði aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í gær, eftir að hafa áður vísað málinu frá en þurft að taka málið til efnislegrar meðferðar eftir dóm áfrýjunardómstóls KSÍ. KR ætlar nú að fara með málið að nýju til áfrýjunardómstóls sem þá mun taka málið til efnislegrar meðferðar. „Við erum búin að taka ákvörðun um að áfrýja. Þessi niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar kom mér svo sem ekkert á óvart að teknu tilliti til fyrri niðurstöðu hennar. Þetta eru sömu dómarar sem sátu í dóminum. Við setjum allt traust okkar á áfrýjunardómstólinn í þessum efnum,“ segir Páll. Segir enn fjóra eða fimm mánuði til stefnu til að klára mótið En hver er óskastaða KR? Hvað ef áfrýjunardómstóllinn úrskurðar KR í vil? „Þá þarf bara að klára mótið. Við þurfum í raun bara að klára það áður en við tilkynnum UEFA hverjir verða fulltrúar Íslands í Evrópukeppninni á næsta ári. Það er því ekki meiri tímapressa á okkur en það að við höfum 4-5 mánuði til þess,“ segir Páll, en KR var í harðri baráttu um Evrópusæti bæði í Pepsi Max-deildinni og Mjólkurbikarnum. Stend í þeirri trú að þeim hafi ekki verið heimilt að nota markaregluna Framarar kærðu þá ákvörðun að Leiknir R. skyldi fara upp úr Lengjudeildinni í Pepsi Max-deildina. Leiknir og Fram voru jöfn að stigum en Leiknir með betri markatölu, en í reglugerð KSÍ frá því í júlí um hvernig mótinu yrði slitið var ekki kveðið á um hvernig lið skyldu raðast yrðu þau jöfn að stigum. Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, kvaðst búast við að málinu yrði áfrýjað: „Ég er nokkuð viss um það,“ sagði Ásgrímur. „Það kom mér náttúrulega á óvart að þetta færi svona. Ég stend í þeirri trú að þeim hafi ekki verið heimilt að nota markaregluna. Ég var þó ánægður með að þetta fengi efnislega meðferð.“ KSÍ KR Fram Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Tengdar fréttir Nefndin hafnaði kröfum KR og Fram Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú tekið mál KR og Fram gegn stjórn KSÍ til efnislegrar meðferðar og hafnað kröfum félaganna. Þau hafa þrjá daga til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KSÍ. 25. nóvember 2020 12:54 Mál KR og Fram skulu fá efnislega meðferð Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ felldur úr gildi af áfrýjunardómstól KSÍ. 20. nóvember 2020 17:23 Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt? Formaður knattspyrnudeildar KR segir að ekki sé hægt að treysta því að í stjórn KSÍ sitji ávallt svo skynsamt og gott fólk að ekki þurfi að vera mögulegt að véfengja ákvarðanir hennar. 19. nóvember 2020 14:01 Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03 KR-ingar telja ákvörðun KSÍ ekki standast lög sambandsins: „Stjórnin getur ekki einhliða breytt lögum“ Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 um ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að enda Íslandsmótið í knattspyrnu. Ætlar KR að áfrýja málinu til áfrýjunadómstóls KSÍ. 1. nóvember 2020 19:30 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
„Við teljum að við ættum að geta snúið þessu við fyrir æðri dómstól,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, eftir að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafnaði kröfum KR og Fram. KR-ingar krefjast þess að ákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október, um að setja punkt fyrir aftan keppnistímabilið í fótbolta á Íslandi, verði ógilt. Þeirri kröfu hafnaði aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í gær, eftir að hafa áður vísað málinu frá en þurft að taka málið til efnislegrar meðferðar eftir dóm áfrýjunardómstóls KSÍ. KR ætlar nú að fara með málið að nýju til áfrýjunardómstóls sem þá mun taka málið til efnislegrar meðferðar. „Við erum búin að taka ákvörðun um að áfrýja. Þessi niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar kom mér svo sem ekkert á óvart að teknu tilliti til fyrri niðurstöðu hennar. Þetta eru sömu dómarar sem sátu í dóminum. Við setjum allt traust okkar á áfrýjunardómstólinn í þessum efnum,“ segir Páll. Segir enn fjóra eða fimm mánuði til stefnu til að klára mótið En hver er óskastaða KR? Hvað ef áfrýjunardómstóllinn úrskurðar KR í vil? „Þá þarf bara að klára mótið. Við þurfum í raun bara að klára það áður en við tilkynnum UEFA hverjir verða fulltrúar Íslands í Evrópukeppninni á næsta ári. Það er því ekki meiri tímapressa á okkur en það að við höfum 4-5 mánuði til þess,“ segir Páll, en KR var í harðri baráttu um Evrópusæti bæði í Pepsi Max-deildinni og Mjólkurbikarnum. Stend í þeirri trú að þeim hafi ekki verið heimilt að nota markaregluna Framarar kærðu þá ákvörðun að Leiknir R. skyldi fara upp úr Lengjudeildinni í Pepsi Max-deildina. Leiknir og Fram voru jöfn að stigum en Leiknir með betri markatölu, en í reglugerð KSÍ frá því í júlí um hvernig mótinu yrði slitið var ekki kveðið á um hvernig lið skyldu raðast yrðu þau jöfn að stigum. Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, kvaðst búast við að málinu yrði áfrýjað: „Ég er nokkuð viss um það,“ sagði Ásgrímur. „Það kom mér náttúrulega á óvart að þetta færi svona. Ég stend í þeirri trú að þeim hafi ekki verið heimilt að nota markaregluna. Ég var þó ánægður með að þetta fengi efnislega meðferð.“
KSÍ KR Fram Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Tengdar fréttir Nefndin hafnaði kröfum KR og Fram Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú tekið mál KR og Fram gegn stjórn KSÍ til efnislegrar meðferðar og hafnað kröfum félaganna. Þau hafa þrjá daga til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KSÍ. 25. nóvember 2020 12:54 Mál KR og Fram skulu fá efnislega meðferð Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ felldur úr gildi af áfrýjunardómstól KSÍ. 20. nóvember 2020 17:23 Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt? Formaður knattspyrnudeildar KR segir að ekki sé hægt að treysta því að í stjórn KSÍ sitji ávallt svo skynsamt og gott fólk að ekki þurfi að vera mögulegt að véfengja ákvarðanir hennar. 19. nóvember 2020 14:01 Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03 KR-ingar telja ákvörðun KSÍ ekki standast lög sambandsins: „Stjórnin getur ekki einhliða breytt lögum“ Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 um ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að enda Íslandsmótið í knattspyrnu. Ætlar KR að áfrýja málinu til áfrýjunadómstóls KSÍ. 1. nóvember 2020 19:30 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
Nefndin hafnaði kröfum KR og Fram Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú tekið mál KR og Fram gegn stjórn KSÍ til efnislegrar meðferðar og hafnað kröfum félaganna. Þau hafa þrjá daga til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KSÍ. 25. nóvember 2020 12:54
Mál KR og Fram skulu fá efnislega meðferð Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ felldur úr gildi af áfrýjunardómstól KSÍ. 20. nóvember 2020 17:23
Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt? Formaður knattspyrnudeildar KR segir að ekki sé hægt að treysta því að í stjórn KSÍ sitji ávallt svo skynsamt og gott fólk að ekki þurfi að vera mögulegt að véfengja ákvarðanir hennar. 19. nóvember 2020 14:01
Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03
KR-ingar telja ákvörðun KSÍ ekki standast lög sambandsins: „Stjórnin getur ekki einhliða breytt lögum“ Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 um ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að enda Íslandsmótið í knattspyrnu. Ætlar KR að áfrýja málinu til áfrýjunadómstóls KSÍ. 1. nóvember 2020 19:30