Útrásin sem klikkar ekki Anna Hildur Hildibrandsdóttir og Sigtryggur Baldursson skrifa 24. nóvember 2020 10:32 Á tímum þegar mikið er talað um viðspyrnu gegn þeim efnahagserfiðleikum sem kófið leiðir af sér er mikilvægt að skoða hvernig menningargeirinn og útflutningur á tónlist getur haldið dampi. Við vitum að atvinnugreinar menningar eru öflug stærð í hagkerfi landsins og yfir 15.000 manns vinna við þær. Fjórðungur þeirra er sjálfstætt starfandi og hafa því þolað mikinn tekjumissi á undanförnum misserum. Nýleg skýrsla sem gerð var um áhrif COVID-19 á íslenskan tónlistariðnað sýndi hversu herfilegar afleiðingar kófsins á tekjumöguleika tónlistarmanna hafa verið. Samkeppnin framundan En hvað gerist þegar bóluefnið er komið og allt opnast á nýjan leik? Tónleikahaldarar og tónlistarhátíðir eru með uppsafnaðar bókanir sem þarf að gangast við og á sama tíma banka allir þeir sem hafa verið í hljóðveri á dyrnar og vilja kynna nýtt efni. Af þessu leiðir að samkeppnin um pláss og athygli verður mikil. Það tekur tíma fyrir geirann að byggjast upp aftur eftir mikið hrun hjá alþjóðlegum tónleikahöldurum og hátíðum. Árangurinn sem íslenskir tónlistarmenn hafa náð í útrás sinni undanfarin 30 ár þarf ekki að tíunda hér. Við þekkjum þessa sögu og vitum að sá árangur hefur laðað til landsins alþjóðlega tónlistarmenn sem sækjast í að vinna í upptökuverum hér og fá til liðs við sig íslenska tónlistarmenn. Við vitum líka að í venjulegu árferði koma hingað þúsundir ferðamanna til að upplifa tónleika og íslenska menningarviðburði. Eins konar pílagrímsferðir aðdáenda íslenskrar menningar. Blásum til sóknar Allt sem hér er að ofan talið staðfestir að við eigum ótrúlega sóknarfæri í kynningu og útbreiðslu íslenskra menningarviðburða. Þess vegna hafa verið lagðar fram tillögur um átak á vegum Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar og markmiðið er þríþætt: Aukin samkeppnishæfni íslenskrar tónlistar þegar alþjóðlegt tónleikahald hefst á nýjan leik. Nýjar leiðir í alþjóðlegri markaðssetningu á tímum heimsfaraldurs. Námskeið um markaðssetningu tónlistar. Framlag til Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar frá stjórnvöldum hefur staðið í stað í 7 ár fyrir utan einskiptis aukaframlag upp á 5 milljónir árið 2020. Þetta eru litlar upphæðir miðað við það sem við vitum að tónlistarútrásin skilar í ríkiskassann. Í nýlegum tillögum sem við sendum mennta- og menningarmálaráðherra og atvinnu- og nýsköpunarmálaráðherra er beðið um tvöföldun til handa sjóðnum. Sá stuðningur við grasrótarstarfið, sem sjóðurinn sinnir núna, hefur skilað ótrúlega fjölbreyttum verkefnum út fyrir landsteinanna. Litrík flóra sjálfstætt starfandi listamanna og fyrirtækja getur aukið útflutningstekjur ef að þeim er hlúð. Kröftugt stuðningsátak við tónlistarútflutning er ávísun á að íslenski tónlistargeirinn geti veitt viðspyrnu og nýtt tækifærin sem skapast á alþjóðavettvangi í kjölfar kreppu betur. Þessi fjárfesting getur ekki klikkað! Anna Hildur Hildibrandsdóttir er kvikmyndaframleiðandi og formaður Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar. Sigtryggur Baldursson er framkvæmdastjóri ÚTÓN og tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Á tímum þegar mikið er talað um viðspyrnu gegn þeim efnahagserfiðleikum sem kófið leiðir af sér er mikilvægt að skoða hvernig menningargeirinn og útflutningur á tónlist getur haldið dampi. Við vitum að atvinnugreinar menningar eru öflug stærð í hagkerfi landsins og yfir 15.000 manns vinna við þær. Fjórðungur þeirra er sjálfstætt starfandi og hafa því þolað mikinn tekjumissi á undanförnum misserum. Nýleg skýrsla sem gerð var um áhrif COVID-19 á íslenskan tónlistariðnað sýndi hversu herfilegar afleiðingar kófsins á tekjumöguleika tónlistarmanna hafa verið. Samkeppnin framundan En hvað gerist þegar bóluefnið er komið og allt opnast á nýjan leik? Tónleikahaldarar og tónlistarhátíðir eru með uppsafnaðar bókanir sem þarf að gangast við og á sama tíma banka allir þeir sem hafa verið í hljóðveri á dyrnar og vilja kynna nýtt efni. Af þessu leiðir að samkeppnin um pláss og athygli verður mikil. Það tekur tíma fyrir geirann að byggjast upp aftur eftir mikið hrun hjá alþjóðlegum tónleikahöldurum og hátíðum. Árangurinn sem íslenskir tónlistarmenn hafa náð í útrás sinni undanfarin 30 ár þarf ekki að tíunda hér. Við þekkjum þessa sögu og vitum að sá árangur hefur laðað til landsins alþjóðlega tónlistarmenn sem sækjast í að vinna í upptökuverum hér og fá til liðs við sig íslenska tónlistarmenn. Við vitum líka að í venjulegu árferði koma hingað þúsundir ferðamanna til að upplifa tónleika og íslenska menningarviðburði. Eins konar pílagrímsferðir aðdáenda íslenskrar menningar. Blásum til sóknar Allt sem hér er að ofan talið staðfestir að við eigum ótrúlega sóknarfæri í kynningu og útbreiðslu íslenskra menningarviðburða. Þess vegna hafa verið lagðar fram tillögur um átak á vegum Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar og markmiðið er þríþætt: Aukin samkeppnishæfni íslenskrar tónlistar þegar alþjóðlegt tónleikahald hefst á nýjan leik. Nýjar leiðir í alþjóðlegri markaðssetningu á tímum heimsfaraldurs. Námskeið um markaðssetningu tónlistar. Framlag til Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar frá stjórnvöldum hefur staðið í stað í 7 ár fyrir utan einskiptis aukaframlag upp á 5 milljónir árið 2020. Þetta eru litlar upphæðir miðað við það sem við vitum að tónlistarútrásin skilar í ríkiskassann. Í nýlegum tillögum sem við sendum mennta- og menningarmálaráðherra og atvinnu- og nýsköpunarmálaráðherra er beðið um tvöföldun til handa sjóðnum. Sá stuðningur við grasrótarstarfið, sem sjóðurinn sinnir núna, hefur skilað ótrúlega fjölbreyttum verkefnum út fyrir landsteinanna. Litrík flóra sjálfstætt starfandi listamanna og fyrirtækja getur aukið útflutningstekjur ef að þeim er hlúð. Kröftugt stuðningsátak við tónlistarútflutning er ávísun á að íslenski tónlistargeirinn geti veitt viðspyrnu og nýtt tækifærin sem skapast á alþjóðavettvangi í kjölfar kreppu betur. Þessi fjárfesting getur ekki klikkað! Anna Hildur Hildibrandsdóttir er kvikmyndaframleiðandi og formaður Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar. Sigtryggur Baldursson er framkvæmdastjóri ÚTÓN og tónlistarmaður.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun