Vinna við valdaskiptin fær formlega grænt ljós Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2020 00:06 Joe Biden er væntanlega ánægður með að valdaskiptin geti hafist. Valdaskiptaferlið í Bandaríkjunum getur nú formlega hafist eftir að forsvarsmaður GSA, alríkisstofnunar sem heldur utan um framkvæmd valdaskipta í Bandaríkjunum skrifaði undir bréf þess efnis. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, viðurkennir enn ekki ósigur en hefur fyrirskipað starfsliði sínu og embættismönnum að aðstoða við valdaskiptin. CNN greinir frá og birtir bréf frá Emily Murphy, forsvarsmanni stofnunarinnar, til Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Yfirleitt er undirskrift bréfsins sem heimilar það að starfsmenn hins verðandi forseta geti hafið vinnu við valdaskiptin formsatriði, en Murphy hafði hingað til neitað að skrifa undir bréfið. #Breaking: GSA’s Emily Murphy signs off and says the transition can begin, per @KristenhCNN pic.twitter.com/S6YKKQBrQR— Manu Raju (@mkraju) November 23, 2020 Þetta þýðir að embættismenn og starfsmenn stofnana Bandaríkjanna geta nú tekið við starfsmönnum valdaskiptateymis Bidens til þess að undirbúa valdaskiptin, auk þess sem að teymi Bidens fær fjármagn frá ríkinu til þess að vinna vinnu sínu. Fregnir af því að Murphy hafði skrifað undir bréfið bárust skömmu eftir að kjörstjórn í Michigan-ríki Bandaríkjanna gaf það endanlega út að Biden hafði haft sigur í ríkinu, sem minnkar enn þær litlu vonir sem Trump forseti hefur um að hægt verði að snúa við úrslitum kosninganna. Trump hefur hingað til neitað að viðurkenna ósigur í kosningunum. Í tveimur tístum í kvöld hrósar Trump Murphy fyrir að hafa skrifað undir umrætt bréf og segist hann hafa fyrirskipað starfsmönnum stofnunar hennar, sem og eigin starfsliði, að gera það sem þarf til þess að undirbúa samskipti við valdaskiptateymi Bidens. Hann virðist þó enn hafa trú á því að hann muni hafa betur í forsetakosningunum, þegar uppi er staðið, þrátt fyrir að litlar sem engar líkur séu á því að málsóknir hans muni gera það að verkum að úrslitunum verði snúið við. ...fight, and I believe we will prevail! Nevertheless, in the best interest of our Country, I am recommending that Emily and her team do what needs to be done with regard to initial protocols, and have told my team to do the same.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 23, 2020 I want to thank Emily Murphy at GSA for her steadfast dedication and loyalty to our Country. She has been harassed, threatened, and abused – and I do not want to see this happen to her, her family, or employees of GSA. Our case STRONGLY continues, we will keep up the good...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 23, 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Bandaríkin Tengdar fréttir Staðfesta sigur Bidens í Michigan Kjörstjórn Michigan-ríkis í Bandaríkjunum hefur nú staðfest sigur demókratans Joes Bidens í ríkinu í forsetakosningunum sem fram fóru fyrr í þessum mánuði. 23. nóvember 2020 22:38 Kerry fær lykilhlutverk í stjórn Bidens John Kerry, utanríkisráðherra í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, verður sérstakur loftslagsráðgjafi Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden og teymi hans vinnan nú hörðum höndum að því að fylla væntanlega ríkistjórn. 23. nóvember 2020 21:49 Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 23. nóvember 2020 07:47 Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. 22. nóvember 2020 14:50 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Sjá meira
Valdaskiptaferlið í Bandaríkjunum getur nú formlega hafist eftir að forsvarsmaður GSA, alríkisstofnunar sem heldur utan um framkvæmd valdaskipta í Bandaríkjunum skrifaði undir bréf þess efnis. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, viðurkennir enn ekki ósigur en hefur fyrirskipað starfsliði sínu og embættismönnum að aðstoða við valdaskiptin. CNN greinir frá og birtir bréf frá Emily Murphy, forsvarsmanni stofnunarinnar, til Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Yfirleitt er undirskrift bréfsins sem heimilar það að starfsmenn hins verðandi forseta geti hafið vinnu við valdaskiptin formsatriði, en Murphy hafði hingað til neitað að skrifa undir bréfið. #Breaking: GSA’s Emily Murphy signs off and says the transition can begin, per @KristenhCNN pic.twitter.com/S6YKKQBrQR— Manu Raju (@mkraju) November 23, 2020 Þetta þýðir að embættismenn og starfsmenn stofnana Bandaríkjanna geta nú tekið við starfsmönnum valdaskiptateymis Bidens til þess að undirbúa valdaskiptin, auk þess sem að teymi Bidens fær fjármagn frá ríkinu til þess að vinna vinnu sínu. Fregnir af því að Murphy hafði skrifað undir bréfið bárust skömmu eftir að kjörstjórn í Michigan-ríki Bandaríkjanna gaf það endanlega út að Biden hafði haft sigur í ríkinu, sem minnkar enn þær litlu vonir sem Trump forseti hefur um að hægt verði að snúa við úrslitum kosninganna. Trump hefur hingað til neitað að viðurkenna ósigur í kosningunum. Í tveimur tístum í kvöld hrósar Trump Murphy fyrir að hafa skrifað undir umrætt bréf og segist hann hafa fyrirskipað starfsmönnum stofnunar hennar, sem og eigin starfsliði, að gera það sem þarf til þess að undirbúa samskipti við valdaskiptateymi Bidens. Hann virðist þó enn hafa trú á því að hann muni hafa betur í forsetakosningunum, þegar uppi er staðið, þrátt fyrir að litlar sem engar líkur séu á því að málsóknir hans muni gera það að verkum að úrslitunum verði snúið við. ...fight, and I believe we will prevail! Nevertheless, in the best interest of our Country, I am recommending that Emily and her team do what needs to be done with regard to initial protocols, and have told my team to do the same.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 23, 2020 I want to thank Emily Murphy at GSA for her steadfast dedication and loyalty to our Country. She has been harassed, threatened, and abused – and I do not want to see this happen to her, her family, or employees of GSA. Our case STRONGLY continues, we will keep up the good...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 23, 2020
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Bandaríkin Tengdar fréttir Staðfesta sigur Bidens í Michigan Kjörstjórn Michigan-ríkis í Bandaríkjunum hefur nú staðfest sigur demókratans Joes Bidens í ríkinu í forsetakosningunum sem fram fóru fyrr í þessum mánuði. 23. nóvember 2020 22:38 Kerry fær lykilhlutverk í stjórn Bidens John Kerry, utanríkisráðherra í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, verður sérstakur loftslagsráðgjafi Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden og teymi hans vinnan nú hörðum höndum að því að fylla væntanlega ríkistjórn. 23. nóvember 2020 21:49 Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 23. nóvember 2020 07:47 Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. 22. nóvember 2020 14:50 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Sjá meira
Staðfesta sigur Bidens í Michigan Kjörstjórn Michigan-ríkis í Bandaríkjunum hefur nú staðfest sigur demókratans Joes Bidens í ríkinu í forsetakosningunum sem fram fóru fyrr í þessum mánuði. 23. nóvember 2020 22:38
Kerry fær lykilhlutverk í stjórn Bidens John Kerry, utanríkisráðherra í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, verður sérstakur loftslagsráðgjafi Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden og teymi hans vinnan nú hörðum höndum að því að fylla væntanlega ríkistjórn. 23. nóvember 2020 21:49
Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 23. nóvember 2020 07:47
Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. 22. nóvember 2020 14:50