Þjóðkirkjan og norræna módelið Skúli S. Ólafsson skrifar 23. nóvember 2020 19:00 Sveinn Atli Gunnarsson stjórnarmaður í Siðmennt talar um þjóðkirkjuna í pistli á Vísi (23/11). Hann segir Íslendinga vera í „hlekkjum“ hennar og bendir á að Siðmennt sé möguleiki fyrir fólk „til að losna úr viðjum kirkjunnar og til nútímalegri valkosts“. Máli sínu til stuðnings teflir hann fram tölum úr nýlegri skoðanakönnun sem félagið lét gera. Norðurlöndin Nú er það svo að íslenska þjóðkirkjan er fjarri því einstök. Hún er þvert á móti eitt af því sem einkennir Norðurlöndin. Hvað eiga Norðurlöndin fimm annars sameiginlegt? Jú, þau þykja vera í fremsta flokki þegar kemur að velferð fólks, mannréttindum, umhverfisvernd, jafnrétti, frelsi, lýðræði og valddreifingu svo eitthvað sé nefnt. „Norræna módelið“ er heimsþekkt. Með nokkurri einföldun grundvallast það annars vegar, á eindregnum vilja til að koma til móts við þau sem þurfa á opinberri þjónustu að halda og svo hins vegar er það krafan um að fólk axli samfélagslega ábyrgð ef það á þess kost. Norrænar þjóðkirkjur Ef dýpra er skyggnst, hverjar eru rætur norrænna velferðarsamfélaga? Ekki liggja þær í stjórnskipun, þrjú ríkjanna eru konungsveldi og tvö lýðveldi. Ekki er það tungan, finnskan er af öðrum stofni en hin málin. Ekki er það heldur sögulegur bakgrunnur í einu tilteknu samveldi. Hér forðum skiptu stórveldi Svía og Dana svæðinu á milli sín. Þegar betur er að gáð, kemur á daginn að hinn norræni samnefnari er sterk og öflug þjóðkirkja. Í öllum þessum löndum, þar sem trúfrelsi er óskorað og réttur minnihlutahópa er í hávegum hafður, hafa þjóðkirkjurnar yfirburðarstöðu. Hlutfall fólks í þjóðkirkjum eftir löndum er sem hér segir: Danmörk: 74,3% Svíþjóð. 57% Noregur: 71% Finnland: 69% Ísland: 60% Hér ber að hafa í huga að fríkirkjur eru víða sterkar í þessum löndum og innflytjendur hafa streymt þangað undanfarna áratugi. Á Íslandi er hlutfall innflytjenda 15%. Íbúar sem hafa búið erlendis og flytja aftur heim eru sjálfkrafa skráðir utan trúfélaga. Það er því ekki að undra að hlutfallið hafi lækkað undanfarin ár í kjölfar stórtækra lýðfræðilegra breytinga en engu að síður er það jafn hátt og tölurnar sýna. Sveinn Atli virðist líta á þjóðkirkjuna eingöngu sem trúfélag. Í ljósi stöðu sinnar og norrænna róta þá gegnir hún mun víðtækara hlutverki, sem er í senn menningarlegt og samfélagslegt. Þjóðkirkjan er þjónustusamfélag og hefur sem slík rækilega sannað gildi sitt þegar á það hefur reynt (sjá t.d. grein mína frá 19. október s.l:). Breyttur tónn í Siðmennt Siðmennt hefur lagt sig fram um að veita viðlíka þjónustu og þjóðkirkjan gerir í tengslum við ýmis tímamót í lífi fólks. Félagið býður upp á námskeið sem fólk getur sótt og öðlast það þá réttindi sem athafnastjórar. Það er auðvitað gott og blessað að almenningur geti valið hver haldi utan um athafnir á lífsleiðinni. Vitaskuld er þó ólíku saman að jafna þegar áföll verða hvort þjónustan felist eingöngu í því að sinna sjálfri athöfninni eða hvort, eins og í tilviki prests og djákna, víðtæk sálgæsla er þar einnig í boði. Pistill Sveins Atla vekur mig til umhugsunar. Það ber ekki á öðru en að nýr tónn sé kominn í Siðmennt. Þessi skilaboð hans ættu að vera áhyggjuefni fólki sem tengir lífssýn sína við opna hugsun og umburðarlyndi. Enginn Íslendingur er í hlekkjum þjóðkirkju, ekki frekar en á við um aðra Norðurlandabúa. Þjóðkirkjan hefur með boðun sinni miðlað jákvæðri lífssýn. Hún hvetur fólk til að taka stöðu með þeim sem stendur höllum fæti. Þá boðar hún þá hugsjón að hvert og eitt okkar geti með gagnlegum störfum og heiðarlegri þjónustu verið samverkamenn Guðs til að skapa betri heim. Fræðimenn hallast margir að því að þarna sé einmitt að finna jarðveginn fyrir ,,norræna módelið“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Trúmál Skúli S. Ólafsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Sveinn Atli Gunnarsson stjórnarmaður í Siðmennt talar um þjóðkirkjuna í pistli á Vísi (23/11). Hann segir Íslendinga vera í „hlekkjum“ hennar og bendir á að Siðmennt sé möguleiki fyrir fólk „til að losna úr viðjum kirkjunnar og til nútímalegri valkosts“. Máli sínu til stuðnings teflir hann fram tölum úr nýlegri skoðanakönnun sem félagið lét gera. Norðurlöndin Nú er það svo að íslenska þjóðkirkjan er fjarri því einstök. Hún er þvert á móti eitt af því sem einkennir Norðurlöndin. Hvað eiga Norðurlöndin fimm annars sameiginlegt? Jú, þau þykja vera í fremsta flokki þegar kemur að velferð fólks, mannréttindum, umhverfisvernd, jafnrétti, frelsi, lýðræði og valddreifingu svo eitthvað sé nefnt. „Norræna módelið“ er heimsþekkt. Með nokkurri einföldun grundvallast það annars vegar, á eindregnum vilja til að koma til móts við þau sem þurfa á opinberri þjónustu að halda og svo hins vegar er það krafan um að fólk axli samfélagslega ábyrgð ef það á þess kost. Norrænar þjóðkirkjur Ef dýpra er skyggnst, hverjar eru rætur norrænna velferðarsamfélaga? Ekki liggja þær í stjórnskipun, þrjú ríkjanna eru konungsveldi og tvö lýðveldi. Ekki er það tungan, finnskan er af öðrum stofni en hin málin. Ekki er það heldur sögulegur bakgrunnur í einu tilteknu samveldi. Hér forðum skiptu stórveldi Svía og Dana svæðinu á milli sín. Þegar betur er að gáð, kemur á daginn að hinn norræni samnefnari er sterk og öflug þjóðkirkja. Í öllum þessum löndum, þar sem trúfrelsi er óskorað og réttur minnihlutahópa er í hávegum hafður, hafa þjóðkirkjurnar yfirburðarstöðu. Hlutfall fólks í þjóðkirkjum eftir löndum er sem hér segir: Danmörk: 74,3% Svíþjóð. 57% Noregur: 71% Finnland: 69% Ísland: 60% Hér ber að hafa í huga að fríkirkjur eru víða sterkar í þessum löndum og innflytjendur hafa streymt þangað undanfarna áratugi. Á Íslandi er hlutfall innflytjenda 15%. Íbúar sem hafa búið erlendis og flytja aftur heim eru sjálfkrafa skráðir utan trúfélaga. Það er því ekki að undra að hlutfallið hafi lækkað undanfarin ár í kjölfar stórtækra lýðfræðilegra breytinga en engu að síður er það jafn hátt og tölurnar sýna. Sveinn Atli virðist líta á þjóðkirkjuna eingöngu sem trúfélag. Í ljósi stöðu sinnar og norrænna róta þá gegnir hún mun víðtækara hlutverki, sem er í senn menningarlegt og samfélagslegt. Þjóðkirkjan er þjónustusamfélag og hefur sem slík rækilega sannað gildi sitt þegar á það hefur reynt (sjá t.d. grein mína frá 19. október s.l:). Breyttur tónn í Siðmennt Siðmennt hefur lagt sig fram um að veita viðlíka þjónustu og þjóðkirkjan gerir í tengslum við ýmis tímamót í lífi fólks. Félagið býður upp á námskeið sem fólk getur sótt og öðlast það þá réttindi sem athafnastjórar. Það er auðvitað gott og blessað að almenningur geti valið hver haldi utan um athafnir á lífsleiðinni. Vitaskuld er þó ólíku saman að jafna þegar áföll verða hvort þjónustan felist eingöngu í því að sinna sjálfri athöfninni eða hvort, eins og í tilviki prests og djákna, víðtæk sálgæsla er þar einnig í boði. Pistill Sveins Atla vekur mig til umhugsunar. Það ber ekki á öðru en að nýr tónn sé kominn í Siðmennt. Þessi skilaboð hans ættu að vera áhyggjuefni fólki sem tengir lífssýn sína við opna hugsun og umburðarlyndi. Enginn Íslendingur er í hlekkjum þjóðkirkju, ekki frekar en á við um aðra Norðurlandabúa. Þjóðkirkjan hefur með boðun sinni miðlað jákvæðri lífssýn. Hún hvetur fólk til að taka stöðu með þeim sem stendur höllum fæti. Þá boðar hún þá hugsjón að hvert og eitt okkar geti með gagnlegum störfum og heiðarlegri þjónustu verið samverkamenn Guðs til að skapa betri heim. Fræðimenn hallast margir að því að þarna sé einmitt að finna jarðveginn fyrir ,,norræna módelið“.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun