„Verðum að fá að tala um hlutina“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. nóvember 2020 07:00 Helgi Ómarsson ræddi málefni sem er honum hugleikið. Mynd/Helgi Ómarsson Ljósmyndarinn Helgi Ómarsson var gestur í þættinum Brennslan á FM957 í gær. Þar ræddi hann um samfélagsmiðla og hvernig fólk keppist við það að rífa hvort annað niður fyrir allskyns ummæli. Hann segir að það verði að vera hægt að taka umræðuna um ýmis málefni. „Við lifum í svona cancel-kúltur sem á að mörgu leyti rétt á sér. T.d. eiga afbrotamenn eða kynferðisbrotamenn ekki að vera í bíómyndum og allskonar. En við verðum að fá að tala um hlutina, við verðum að fá að tala um rasisma. Umræðan um rasisma er bara þegar verið er að benda á fólki. Þú ert talar eins og Kínverji eða Rússi,“ segir Helgi. „Við megum ekki forðast að tala um rasisma og endalaust vera að labba á einhverjum eggjaskeljum. Hjálpumst að að fræða hvert annað. Ég veit ekki hversu oft ég hef hætt að fylgja einhverjum á Instagram því það er bara verið að skamma mann fyrir eitthvað sem á ekki einu sinni rétt á sér. En hvað veitir okkur innblástur til þess að verða betri? Það er þegar við verðum fróðari.“ Lærði að verða femínisti Hann segist fá mikið af skilaboðum þar sem verið sé að benda honum á hluti sem gæti verið óheppilegir. „Ég segi alltaf bara takk, þetta virkilega virkar. En ef það er sagt við mig, fokkaðu þér, þú ert rasisti, sem ég hef svo sem ekki lent í, þá myndi maður fara í klessu. Af hverju tölum við bara ekki um hlutina, setjum þá upp á borðið og leyfum okkur að segja eitthvað sem við erum ekki alveg viss um og þá getur fólk bara kennt okkur. Eins og hvernig ég varð femínisti, það er góð saga. Dagný systir var að vinna á Laufásborg og þar vinna tvær systur. Þær kenndu mér bara að vera femínisti og ég er svo þakklátur fyrir það. Þær voru bara, nú skulum við passa orðin okkar og þær ræddu við mig. Þetta var svo hollt.“ Og Helgi heldur áfram. „Nú er ég t.d. að hugsa til baka og ég sagði pottþétt eitthvað vitlaust. En það er kannski bara af því að ég veit ekki betur. Ef einhver vill benda mér á, að ég hefði geta sagt eitthvað betur þá má endilega senda á mig. Segið mér það bara með kærleik af því þá get ég orðið betri fyrir næsta viðtal,“ segir Helga en hann var spurður út í samfélagsmiðilinn Twitter. „Það er bara eineltisbúlla. Þar er alveg rosalega mikið af leiðinlegu fólki.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Helga Ómars. Brennslan Samfélagsmiðlar Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
Ljósmyndarinn Helgi Ómarsson var gestur í þættinum Brennslan á FM957 í gær. Þar ræddi hann um samfélagsmiðla og hvernig fólk keppist við það að rífa hvort annað niður fyrir allskyns ummæli. Hann segir að það verði að vera hægt að taka umræðuna um ýmis málefni. „Við lifum í svona cancel-kúltur sem á að mörgu leyti rétt á sér. T.d. eiga afbrotamenn eða kynferðisbrotamenn ekki að vera í bíómyndum og allskonar. En við verðum að fá að tala um hlutina, við verðum að fá að tala um rasisma. Umræðan um rasisma er bara þegar verið er að benda á fólki. Þú ert talar eins og Kínverji eða Rússi,“ segir Helgi. „Við megum ekki forðast að tala um rasisma og endalaust vera að labba á einhverjum eggjaskeljum. Hjálpumst að að fræða hvert annað. Ég veit ekki hversu oft ég hef hætt að fylgja einhverjum á Instagram því það er bara verið að skamma mann fyrir eitthvað sem á ekki einu sinni rétt á sér. En hvað veitir okkur innblástur til þess að verða betri? Það er þegar við verðum fróðari.“ Lærði að verða femínisti Hann segist fá mikið af skilaboðum þar sem verið sé að benda honum á hluti sem gæti verið óheppilegir. „Ég segi alltaf bara takk, þetta virkilega virkar. En ef það er sagt við mig, fokkaðu þér, þú ert rasisti, sem ég hef svo sem ekki lent í, þá myndi maður fara í klessu. Af hverju tölum við bara ekki um hlutina, setjum þá upp á borðið og leyfum okkur að segja eitthvað sem við erum ekki alveg viss um og þá getur fólk bara kennt okkur. Eins og hvernig ég varð femínisti, það er góð saga. Dagný systir var að vinna á Laufásborg og þar vinna tvær systur. Þær kenndu mér bara að vera femínisti og ég er svo þakklátur fyrir það. Þær voru bara, nú skulum við passa orðin okkar og þær ræddu við mig. Þetta var svo hollt.“ Og Helgi heldur áfram. „Nú er ég t.d. að hugsa til baka og ég sagði pottþétt eitthvað vitlaust. En það er kannski bara af því að ég veit ekki betur. Ef einhver vill benda mér á, að ég hefði geta sagt eitthvað betur þá má endilega senda á mig. Segið mér það bara með kærleik af því þá get ég orðið betri fyrir næsta viðtal,“ segir Helga en hann var spurður út í samfélagsmiðilinn Twitter. „Það er bara eineltisbúlla. Þar er alveg rosalega mikið af leiðinlegu fólki.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Helga Ómars.
Brennslan Samfélagsmiðlar Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira